Wide Open Spaces er breiðskífa með hljómsveitinni Dixie Chicks sem kom út 23. janúar1998. Breiðskífan varð til þess að áheyrendaskari hljómsveitarinnar stækkaði; fyrst og fremst samanstóð hann af ungum konum sem gátu séð sjálfar sig í bæði hljómsveitarmeðlimum og textum þeirra. Tónlist Dixie Chicks kom þeim í efstu 5. sætin á bæði kántrí- og poppvinsældalistum.[1] Þannig seldist Wide Open Spaces í 12 milljón eintökum á kántrívettvanginum einum saman en það reyndist vera met hjá dúett eða hljómsveit í sögu kántrítónlistar.[2] Fram til 2008 seldust 12 milljónir eintaka af plötunni í heiminum öllum og hlaut hún þannig demantssöluverðlaun.[3] Næsta árið komu út þrjár smáskífur af breiðskífunni og komust allar í efsta sæti kántrí-vinsældalistanna; „There's Your Trouble“, „You Were Mine“ og titillagið „Wide Open Spaces“.
Lagalisti
I Can love you better (3:53)
Wide open spaces (3:43)
Loving arms (3:37)
There´s your trouble (3:12)
You were mine (3:37)
Never say die (3:56)
Tonight the hertache´s on me (3:26)
Let ´Er rip (2:50)
Once you´ve loved somebody (3:28)
I´ll take care of you (3:40)
Am I the only one (who´s ever felt this way) (3:25)