1617
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1617 (MDCXVII í rómverskum tölum) var sautjánda ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
- 27. febrúar - Ingrísku styrjöldinni lauk með Stolbovo-samningnum milli Rússlands og Svíþjóðar. Svíþjóð fékk þar meðal annars löngin Ingríu og Rússland missti aðgang að Eystrasalti.
- 26. apríl - Ráðgjafi Mariu de'Medici, Frakklandsdrottningar, Concino Concini, var myrtur af útsendurum Loðvíks 13. sem tók stjórn landsins í sínar hendur.
- 3. maí - Maria de'Medici var rekin í útlegð í Blois-höll.
- 8. júlí - Leonora Dori, hirðmey Mariu de'Medici var tekin af lífi ákærð fyrir galdra.
- 9. október - Pavíasamningurinn var gerður milli Spánar og Savoja og fól í sér að Savoja skilaði Mantúu héraðinu Montferrat.
- 12. október - Gústaf Adolf 2. var krýndur konungur Svíþjóðar í Uppsölum.
- 22. nóvember - Akmeð 1. Tyrkjasoldán lést og bróðir hans Mústafa 1. tók við.
Ódagsettir atburðir
- Konungsbréf Kristjáns 4. Danakonungs, „Um töframál“ eða „Troldfolck och deris Medvidere“, varð til þess að hægt var að dæma fyrir galdur þótt enginn hefði hlotið skaða af honum. Ákvæðið var þó ekki lögtekið á Alþingi fyrr en 1630.
Fædd
- 6. janúar - Kristoffer Gabel, danskur stjórnmálamaður (d. 1673).
- 9. janúar - Hólmfríður Sigurðardóttir, prófastsfrú í Vatnsfirði (d. 1692).
- 23. maí - Elias Ashmole, enskur fornfræðingur (d. 1692).
Dáin
- 21. mars - Pocahontas, indíánaprinsessa (f. um 1595).
- 4. apríl - John Napier, skoskur stærðfræðingur (f. 1550).
- 26. apríl - Concino Concini, markgreifi af Ancre (f. 1575).
- 7. maí - David Fabricius, hollenskur stjörnufræðingur (f. 1564).
- 8. júlí - Leonora Dori, hirðmey Frakklandsdrottningar (f. 1568).
- 25. september - Go-Yōzei, Japanskeisari (f. 1572).
- 22. nóvember - Akmeð 1. Tyrkjasoldán (f. 1590).