1715
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1715 (MDCCXV í rómverskum tölum)
Ísland
- Oddur Sigurðsson varð Lögmaður norðan og vestan.
- Var hart vor með kuldum og stórfrosti allt til fardaga nærri en vetur harður með afbrigðum, með áfreðum kom strax með vetri norðanlands. Við Ísafjarðardjúp vestur voru hin mestu harðindi, svo margir urðu þar sauðlausir um vorið. Item í Arnarfjarðardölum misstu menn svo nær allt sauðfé sitt, en aflatekja sæmileg. (Annálar). [1]
Fædd
Dáin
- Ragnheiður Jónsdóttir, biskupsfrú.
Erlendis
- 13. janúar - Bruni í London, yfir 100 hús brunnu.
- 24. apríl - Norðurlandaófriðurinn mikli: Danski flotinn sigraði þann sænska í orrustunni við Fehmarn. Yfir 350 Svíar létust.
- 3. maí - Sólmyrkvi á Englandi, í Svíþjóð og Finnlandi.
- 28. nóvember - Baleareyjar fóru undir krúnu Kastilíu á Spáni.
- Uppreisn Jakobíta á Englandi.
Fædd
- 1. janúar - Henrik Hielmstierne, íslensk-danskur embættismaður (d. 1780).
- 4. mars - James Waldegrave, breskur stjórnmálamaður (d. 1763)
- 5. október - Victor de Riqueti, marquis de Mirabeau, franskur stjórnmálahagfræðingur (d. 1789).
Dáin
- 7. janúar - François de Salignac frá La Mothe-Fénelon, franskur guðfræðingur (f. 1651).
- Mars - William Dampier, enskur sjóræningi, skipstjóri, rithöfundur og landkönnuður. (f. 1651)
- 1. september - Loðvík 14. Frakkakonungur (f. 1638).
- 13. október - Nicolas Malebranche, franskur heimspekingur og rökhyggjumaður. (f. 1638).
- 23. október - Pétur 2., Rússakeisari Pétur 2. (d. 1730).