Boeing 767
Boeing 767 er bandarísk breiðþota hönnuð og framleidd af Boeing. Hún er ennþá í framleiðslu og hefur verið síðan 1981. Hún var hönnuð samhliða Boeing 757 og eru þær með nánast alveg eins stjórnklefa sem gerir flugmönnum kleift að hafa réttindi á báðar flugvélar. Árið 1986 voru hugmyndir hjá Boeing um stærri og afkastameiri Boeing 767 sem urðu loks að framleiðslu Boeing 777.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Boeing 767.