Carrie Underwood

Carrie Underwood
Underwood á forsýningu American Idol Experience
Fædd
Carrie Marie Underwood

10. mars 1983 (1983-03-10) (41 árs)
Fáni Bandaríkjana Muskogee, Oklahoma
StörfSöngkona, lagahöfundur, leikkona
Þekkt fyrirSöngkona, lagahöfundur

Carrie Marie Underwood (fædd 10. mars 1983) er bandarísk kántrísöngkona, lagahöfundur og leikkona. Ferill hennar hófst þegar hún stóð uppi sem sigurvegari fjórðu þáttaraðar American Idol árið 2005. Síðan þá hefur Underwood átt mikill velgengni að fagna sem söngkona og hefur til að mynda unnið nokkur Grammy- og Billboard-tónlistarverðlaun sem og Bandarísku tónlistarverðlaunin en einnig verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. Hún hefur einnig þrisvar sinnum unnið Academy of Country Music (ACM)- og Country Music Association Female Vocalist-verðlaun og hefur tvisvar sinnum unnið verðlaun ACM sem skemmtikraftur ársins. Hún er fyrsta söngkona sögunnar til að vinna ACM-verðlaun tvö ár í röð sem skemmtikraftur ársins (2009/10). Underwood var gerð að meðlimi í Grand Ole Opry árið 2008. Hún var einnig tekin inn í tónlistarfrægðarhöllina í Oklahoma árið 2009.

Fyrsta plata hennar, Some Hearts, kom út árið 2005. Smáskífurnar "Before He Cheats" og "Jesus, Take the Wheel" hlutu miklar vinsældir, og varð platan hraðseldasta frumraun kántrílistamanns í sögu SoundScan. Platan varð söluhæsta frumraun söngkonu í sögu kántrítónlistar og er platan einnig söluhæsta kántríplata síðustu tíu ára. Underwood vann þrenn Grammy-verðlaun fyrir plötuna, þ.á m. sem besti nýi listamaðurinn. Önnur plata hennar, Carnival Ride kom út árið 2007 og hafa fáar plötur kántrísöngkvenna selst jafn vel fyrstu vikuna og síðar fékk Underwood tvenn Grammy-verðlaun, fyrir smáskífurnar "Last Name" og "I Told You So". Árið 2010 kom út þriðja plata hennar, Play On og hlaut aðalsmáskífa hennar, "Cowboy Casanova", miklar vinsældir. Fjórða plata hennar, Blown Away kom út árið 2012 og var önnur söluhæsta plata söngkonu það árið. Hún vann Grammy-verðlaun fyrir titillag plötunnar, "Blown Away". Mikil plötusala og 100 milljóna dollara tekjur af tónleikaferðalögum hafa gert Underwood að farsælasta sigurvegara American Idol, vinsælasta keppanda American Idol og fjórða söluhætsta listamanni síðustu tíu ára. Underwood hefur selt fleiri en 30 milljónir smáskífa og 16 milljónir platna um allan heim.

Tónlistargagnrýnendur lýsa henni sem ríkjandi drottningu kántrítónlistar og er hún eini kántrílistamaðurinn sem átti lag á toppi bandaríska vinsældarlistans á síðasta áratug. Hún er einnig sú kántrísöngkona sem hefur átt flest lög á toppi bandaríska kántrílistans frá því árið 1991, en hún hefur komið tólf lögum á toppinn og bætti þar með sitt eigið met. Some Hearts var valin besta kántríplata 2000-áratugarins af Billboard. Forbes metur að Underwood sé 100 milljóna dala virði.

Æska

Carrie Underwood fæddist Stephen og Carole Underwood þann 10. mars 1983 í Muskogee, Oklahoma. Hún ólst upp á búgarði foreldra sinna í útnára bæjarins Cectoah, Oklahoma. Faðir hennar vann í sögunarmyllu á meðan móðir hennar kenndi í grunnskóla. Hún á tvær eldri systur, Shönnu og Stephnie. Þegar hún var lítil tók Underwood þátt í Robbins Memorial hæfileikakeppninni og söng í kirkju bæjarins. Hún söng seinna á viðburðum í Chectoah, þ.á m. fyrir Old Settler's daginn og Lions-klúbbinn.

Aðdáandi hennar kom því í kring að hún færi til Nashville þegar hún var 14 ára í áheyrnaprufu hjá Capitol Records. Árið 1996 var Capitol Records að undirbúa samning fyrir Underwood, en hann var dreginn til baka þegar skipt var um stjórn fyrirtækisins. Underwood sagði um viðburðinn: "Ég trúi innilega að það sé betra að ekkert hafi komið út úr þessu, því ég hefði ekki verið tilbúin þá." Á meðan hún gekk í Cectoah-menntaskólann var hún í heiðursfélaginu, spilaði körfubolta og var klappstýra. Underwood útskrifaðist úr skólanum árið 2001 sem semidúx. Hún ákvað að reyna ekki fyrir sér í söng eftir útskriftina. Hún sagði: "Eftir menntaskóla gaf ég eiginlega drauminn um söngferil upp á bátinn. Ég var komin að þeim tímapunkti í lífi mínu þar sem ég þurfti að vera hagsýn og undirbúa framtíðina í "raunverulega heiminum"". Hún gekk í Northeastern State háskólann í Tahlequah, Oklahoma, og útskrifaðist sem magna cum laude árið 2006 með B.A. gráðu í fjölsamskiptum með áherslu á blaðamennsku. Hún vann einnig á pizzastað, í dýragarði og á dýralæknastofu. Underwood var einnig í Alpha Iota hluta systrafélagsins Sigma Sigma Sigma. Í tvö sumur tók hún þátt í miðbæjar kántrísýningu Northeastern State háskólans í Tahlequah. Hún keppti einnig í fjölmörgum fegurðarsamkeppnum í háskólanum og lenti í 2. sæti í Ungfrú NSU árið 2004.

Ferill

American Idol

Sumarið 2004 fór Underwood í áheyrnarprufu fyrir American Idol í St. Louis, Missouri. Eftir að hafa sungið "Could've Been" með Tiffany í 12 stúlkna úrslitum sagði dómarinn Simon Cowell að hún yrði ein af uppáhalds keppendunum hans. Í 11 manna úrslitum þann 22. mars 2005 söng Underwood útgáfu af rokkslagara hljómsveitarinnar Heart, "Alone", sem var frægt á 9. áratugnum, og spáði Cowell þá fyrir um að Underwood myndi ekki aðeins vinna keppnina, heldur myndi hún verða vinsælasti Idol sigurvegarinn. Einn af framleiðendum þáttanna greindi seinna frá því að hún hafði alltaf yfirburði í símakosningunni og hafi sigrað í hverri viku. Hún eignaðist aðdáendahóp sem kallaði sig Kærleiksbirnir Carrie (e. Carrie's Care Bears) á meðan hún keppti í þáttunum. Í lokaþættinum söng hún með Rascal Flatts lag þeirra "Bless the Broken Road". Þann 25. maí 2005 varð Underwood sigurvegari fjórðu þáttaraðarinnar. Í verðlaun fékk hún m.a. plötusamning að andvirði milljón dollara, afnot af einkaþotu í heilt ár og Ford Mustang blæjubíl.

2005 – 07: Frægð og velgengni í kjölfar Some Hearts

Tónlistarferill Underwood hófst með útgáfu fyrstu smáskífu hennar, "Insde Your Heaven" í júní 2005 og er hún eina smáskífan frá kántrí tónlistarmanni sem náði toppi bandaríska vinsældarlistans þann áratuginn. Smáskífan seldist í meira en milljónum eintaka. Fyrsta plata Underwood, Some Hearts, kom út í nóvember 2005 og seldist í 315.000 eintökum fyrstu vikuna og náði þar með toppi bandaríska kántrílistans og öðru sæti á bandaríska vinsældarlistanum. Þessar sölutölur gerðu Some Hearts að söluhæstu fyrstu plötu kántrítónlistarmanns síðan árið 1991 og vað platan mest selda plata ársins 2006 í Bandaríkjunum. Platan var einnig söluhæsta kántríplatan árin 2006 og 2007 í Bandaríkjunum og því er Underwood fyrsta söngkonan í sögu Billboard sem hefur náð þeim árangri. Til viðbótar var platan einnig söluhæsta plata kántrísöngkonu árin 2005, 2006 og 2007. Síðan þá hefur Some Hearts farið alls sjö sinnum í platínum sölu og er mest selda kántríplata síðustu 10 ára. Hún er einnig söluhæsta plata nokkurs sigurvegara American Idol. Önnur smáskífa plötunnar, "Jesus, Take the Wheel", kom út í október og náði hæst öðru sæti á bandaríska kántrílistanum en hélt sætinu í samfellt sex vikur, samfara því að ná 20. sætinu á bandaríska vinsældarlistanum. Lagið seldist í meira ent tveimur milljónum eintaka og fór tvisvar sinnum í platínum sölu. Þriðja smáskífa Underwood, "Some Hearts", kom einnig út í október en aðeins í útvarpi. "Don't Forget to Remember Me" var fjórða smáskífan og náði hún einnig miklum vinsældum og náði öðru sæti á bandaríska kántrílistanum. Seinna sama haust kom út smáskífan "Before He Cheats" sem náði efsta sætinu á bandaríska kántrílistanum og sat þar í samfellt fimm vikur. Lagið náði hæst í 8. sæti bandaríska vinsældarlistans og náði einnig þeim titli að vera sú smáskífa sem hefur farið hægast upp listann (náði titlinum af Creed sem hafði átt hann síðan í júlí árið 2000). Í febrúar 2008 fór lagið í tvöfalda platínumsölu og varð fyrsta kántrílagið til að fara í margfalda platínum sölu. Í dag hefur lagið náð fjórfaldri platínu og selst í næstum fjórum milljónum eintaka og er fjórða mest selda kántrílag allra tíma. Í apríl 2007 hélt Underwood áfram að ná toppi kántrílistans þegar hún gaf út "Wasted" sem seldist í tæplega milljónum eintaka og náði gullsölu. Árið 2006 fór Underwood í sína fyrstu tónleikaferð, Carrie Underwood: Live 2006.

Á Billboard tónlistarverðlaununum árið 2005 fékk lagið "Inside Your Heaven" verðlaun fyrir að vera mest selda lag ársins ásamt því að vera valið söluhæsta kántrísmáskífa ársins. "Jesus Take the Wheel" færði Underwood titilinn "Besti nýja söngkonan" og verðlaun fyrir smáskífu ársins á kántrítónlistarverðlaununum árið 2006. Sama ár fékk húnfimm verðlaun á Billboard tónlistarverðlaununum, þ.á m. fyrir plötu ársins, kántrísöngkona ársins og kántríplötu ársins. Einnig fékk Underwood verðlaun GMA fyrir kántrílag ársins, "Jesus Take the Wheel". Á kántrítónlistarverðlaununum 2007 fékk Underwood verðlaun fyrir plötu ársins, myndband ársins og söngkonu ársins. Á CMT verðlaununum árið 2007 vann "Before He Cheats" þrenn verðlaun. Sama ár fékk Underwood tvenn verðlaun á CMA: Söngkona ársins (annað árið í röð) og smáskífa ársins ("Before He Cheats"). Á Grammy-verðlaununum árið 2007 hlaut platan Some Hearts fjórar tilnefningar og vann tvenn: Besti nýi tónlistarmaðurinn og besta frammistaða kántrísöngkonu fyrir "Jesus Take the Wheel". Á verðlaunahátíðinni söng hún Eagles lagið "Life in the Fast Lane" ásamt Rascal Flatts. Árið 2008 var Underwood tilnefnd til tveggja verðlauna og hlaut hún ein: Besta frammistaða kántrísöngkonu fyrir "Before He Cheats".

Árið 2007 tilkynnti tímaritið Forbes að Underwood hefði þénað 7 milljónir Bandaríkjadala frá júní 2006 - júní 2007. Sama ár útnefndi Victoria's Secret Underwood sem kynþokkafyllstu söngkonuna.


Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Carrie Underwood“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2014.