Filippus Belgíukonungur
Filippus (Philippe Léopold Louis Marie) (f. 15. apríl 1960) er núverandi konungur Belgíu. Hann er frumburður Alberts Belgíukonungs og Pálu drottningu.
Líf og fjölskylda
Filippus varð krúnuerfingi árið 1993 þegar föðurbróðir hans, Baldvin þáverandi konungur lést. Þá tók faðir Filippusar, Albert við konungdæminu.
Þann 4. desember 1999 giftist Filippus aðalskonu að nafni Matthildur. Þau eiga fjögur börn:
- Elísabetu (f. 25. október 2001)
- Gabríel (f. 20. ágúst 2003)
- Emanúel (f. 4. október 2005)
- Elenóru (f. 16. apríl 2008)
Filippus tók við konungsveldinu árið 2013, þegar faðir hans sagði af sér.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Filippus Belgíukonungur.