Friðarey

Friðarey, Fjárey eða Frjóey (Fair Isle á ensku) (-1,53°AL, 59,53°NB) er lítil eyja undan Skotlandi. Hún tilheyrir Norðureyjum, liggur miðja vegu milli Orkneyja og Hjaltlandseyja og er talin stjórnsýslulega með hinum síðarnefndu. Eyjan er 4,8 km að lengd og 2,4 km að breidd, alls 5,61 km² að flatarmáli. Hæsti punktur eyjarinnar heitir Varðhæð (Ward Hill) og er 217 metrar á hæð, en háir klettar girða vesturströndina. Norðurhluti hennar er grýttur og mýrlendur, svo að flestir hinna 69 íbúa (skv. manntali frá 2001) búa á suðurhelmingnum. Íbúunum hefur fækkað til muna, en þeir voru nálægt 400 um aldamótin 1900. Á eyjunni er skóli, en hvorki krárveitingastaðir.

Friðarey var fyrst byggð á bronsöld, þótt þar sé fátt landkosta fyrir utan gjöful fiskimið. Þar er fuglalíf mikið, og þykir eyjan vera með bestu stöðum í Evrópu til að skoða suma sjaldgæfa fugla. Fyrir utan fuglaskoðun er Friðarey einkum þekkt fyrir hannyrðir, sérstaklega prjónaskap. Tveir þriðju af rafmagninu sem eyjarskeggjar nota kemur frá vindmyllum. Snemma árs 2004 hlaut Fagurey viðurkenningu sem „Fair Trade-eyja“ fyrir sanngjarna viðskiptahætti.

Á Varðhæð var byggð ratsjárstöð á árum Síðari heimsstyrjaldar, og sjást ennþá rústir hennar. Einnig eru sýnilegar leifarnar af Heinkel He 111 flugvél sem brotlenti þar. Árið 1970 fannst flakið af El Gran Grifón, flaggskipi Flotans ósigrandi sem Spánverjar misstu þar árið 1588.

Samgöngur

Í Leirvík á Hjaltlandseyjum er flugvöllur sem þjónar flugsamgöngum til Friðareyjar, en Loganair flýgur þangað tvisvar í viku frá maí til október. Ferjan „Good Shepherd IV“ („Góði hirðirinn IV“) siglir milli ennfremur Fagureyjar og Grútness.

Tenglar