GSM

Vörumerki GSM

GSM (skammstöfun: Global System for Mobile Communications, upphaflega Groupe Spécial Mobile) er alþjóðlegur staðall sem Evrópusamtök um stöðlun fjarskipta (ETSI) hafa þróað. GSM er útbreiddasti staðall fyrir farsíma í heimi en yfir 90% farsímakerfa í 219 löndum eru byggð á GSM. Staðallinn er önnur kynslóð (2G) farsímatækni sem ætlaður var til að leysa hliðræna 1G-kerfið af hólmi. Hann er hannaður fyrir símtöl en gagnaflutningum var seinna bætt við (kerfin GPRS og EDGE).

Í kjölfar GSM-staðalsins komu þriðju kynslóðar (3G) UMTS-tæknin og fjórðu kynslóðar (4G) LTE. Þessi kerfi eru ekki hlutar af GSM-staðlinum.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.