Joey Barton

Joey Barton
Upplýsingar
Fullt nafn Joseph Anthony Barton
Fæðingardagur 2. september 1982 (1982-09-02) (42 ára)
Fæðingarstaður    Huyton, Knowsley, England
Hæð 1,80 m
Leikstaða Miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Queens Park Rangers
Númer 7
Yngriflokkaferill
-1996
1996
1997–2002
Everton
Liverpool
Manchester City
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2002–2007 Manchester City 130 (15)
2007–2011 Newcastle United 81 (7)
2011-2015 Queens Park Rangers 93 (7)
2012-2013 Marseille (lán) 25 (0)
2015-2016 Burnley 38 (3)
2016 Rangers 5 (0)
2017 Burnley 14 (1)
Landsliðsferill2
2003
2007
England U21
England
2 (1)
1 (0)
Þjálfaraferill
2018-2021
2021-
Fleetwood Town
Bristol Rovers

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 23. maí 2017.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
23. maí 2017.

Joey Barton (fæddur 2. september 1982) er enskur knattspyrnu þjálfari og fyrrverandi leikmaður sem lék sem miðjumaður. Hann lék 269 leiki í Ensku úrvalsdeildinni, þar af 130 með Manchester City. Hann er stjóri deildarfélagsins Bristol Rovers.

Barton er fæddur og uppalinn í Huyton, Merseyside. Hann byrjaði knattspyrnuferil sinn með Manchester City árið 2002 eftir að hafa unnið sig í gegnum æskukerfi þeirra. Þáttaka hans í aðalliðinu jókst smám saman á næstu fimm árum og hann tók þátt í 150 leikjum fyrir félagið. Hann lék eina landsleik sinn fyrir enska landsliðið í febrúar 2007, þrátt fyrir gagnrýni á nokkra leikmenn liðsins. Hann gekk síðan til liðs við Newcastle United fyrir 5,8 milljónir í júlí 2007. Eftir fjögur ár hjá félaginu gekk hann til liðs við Queens Park Rangers í ágúst 2011, þaðan sem hann var lánaður til Marseille árið 2012. Hann kom aftur úr láni fyrir næsta tímabil og hjálpaði QPR að komast upp í úrvalsdeildina í gegnum umspil um sætið. QPR féll hins vegar aftur og Barton var látinn laus í lok tímabilsins. Hann skrifaði undir eins árs samning við Burnley 2015 og hjálpaði þeim að vinna sig upp í úrvalsdeild en fór til Rangers í maí 2016. Honum var bannað að spila fótbolta eftir að hafa viðurkennt veðmáls ákæru knattspyrnusambandsins í apríl 2017, og þegar því lauk í júní 2018 hóf hann stjórnunarferil sinn hjá Fleetwood Town.

Ferill og líf Bartons hefur einkennst af fjölmörgum umdeildum atvikum og agavandamálum[1] og hann hefur verið dæmdur tvisvar sinnum fyrir ofbeldi. 20. maí 2008 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir almenna líkamsárás og ofbeldi á almannafæri í miðbæ Liverpool.[2] Barton afplánaði 74 daga af þessum dómi og var látinn laus 28. júlí 2008.[3] 1. júlí 2008 var hann einnig dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm eftir að hafa viðurkennt líkamsárás sem olli raunverulegum líkamsmeiðingum á fyrrum liðsfélaga sínum Ousmane Dabo í deilu á æfingavelli 1. maí 2007.[4] Þetta atvik batt enda á feril hans í Manchester City.[5] Barton hefur verið ákærður fyrir ofbeldisfullt framferði þrisvar af knattspyrnusambandinu: fyrir árásina á Dabo,[6] fyrir að kýla Morten Gamst Pedersen í magann[7] og fyrir að ráðast á þrjá leikmenn á lokadegi tímabilsins 2011–12.[8]

Heimildir

  1. „4thegame Profile“. 4thegame.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2009. Sótt 13. júlí 2007.
  2. „Joey Barton is jailed for assault“. BBC News. 20. maí 2008. Sótt 29. apríl 2016.
  3. „Barton released from jail“. The Guardian. London. 1. júlí 2008. Sótt 1. júlí 2008.
  4. „Barton is sentenced for assault“. BBC News. 1. júlí 2008.
  5. Taylor, Daniel (2. maí 2007). „City wash their hands of Barton after fight at training ground“. The Guardian. London. Sótt 9. september 2007.
  6. „Barton Charged“. The Football Association. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2009. Sótt 31. júlí 2008.
  7. „Newcastle's Joey Barton charged over alleged punch“. BBC Sport. 11. nóvember 2010.
  8. „Joey Barton hit with 12-match ban for violent conduct in QPR's 3–2 defeat against Manchester City“. The Daily Telegraph. London. 23. maí 2012. Afrit af uppruna á 12. janúar 2022. Sótt 23. maí 2012.
  Þessi knattspyrnugrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.