Joey Barton
Joey Barton | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Joseph Anthony Barton | |
Fæðingardagur | 2. september 1982 | |
Fæðingarstaður | Huyton, Knowsley, England | |
Hæð | 1,80 m | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Queens Park Rangers | |
Númer | 7 | |
Yngriflokkaferill | ||
-1996 1996 1997–2002 |
Everton Liverpool Manchester City | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2002–2007 | Manchester City | 130 (15) |
2007–2011 | Newcastle United | 81 (7) |
2011-2015 | Queens Park Rangers | 93 (7) |
2012-2013 | Marseille (lán) | 25 (0) |
2015-2016 | Burnley | 38 (3) |
2016 | Rangers | 5 (0) |
2017 | Burnley | 14 (1) |
Landsliðsferill2 | ||
2003 2007 |
England U21 England |
2 (1) 1 (0) |
Þjálfaraferill | ||
2018-2021 2021- |
Fleetwood Town Bristol Rovers | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Joey Barton (fæddur 2. september 1982) er enskur knattspyrnu þjálfari og fyrrverandi leikmaður sem lék sem miðjumaður. Hann lék 269 leiki í Ensku úrvalsdeildinni, þar af 130 með Manchester City. Hann er stjóri deildarfélagsins Bristol Rovers.
Barton er fæddur og uppalinn í Huyton, Merseyside. Hann byrjaði knattspyrnuferil sinn með Manchester City árið 2002 eftir að hafa unnið sig í gegnum æskukerfi þeirra. Þáttaka hans í aðalliðinu jókst smám saman á næstu fimm árum og hann tók þátt í 150 leikjum fyrir félagið. Hann lék eina landsleik sinn fyrir enska landsliðið í febrúar 2007, þrátt fyrir gagnrýni á nokkra leikmenn liðsins. Hann gekk síðan til liðs við Newcastle United fyrir 5,8 milljónir í júlí 2007. Eftir fjögur ár hjá félaginu gekk hann til liðs við Queens Park Rangers í ágúst 2011, þaðan sem hann var lánaður til Marseille árið 2012. Hann kom aftur úr láni fyrir næsta tímabil og hjálpaði QPR að komast upp í úrvalsdeildina í gegnum umspil um sætið. QPR féll hins vegar aftur og Barton var látinn laus í lok tímabilsins. Hann skrifaði undir eins árs samning við Burnley 2015 og hjálpaði þeim að vinna sig upp í úrvalsdeild en fór til Rangers í maí 2016. Honum var bannað að spila fótbolta eftir að hafa viðurkennt veðmáls ákæru knattspyrnusambandsins í apríl 2017, og þegar því lauk í júní 2018 hóf hann stjórnunarferil sinn hjá Fleetwood Town.
Ferill og líf Bartons hefur einkennst af fjölmörgum umdeildum atvikum og agavandamálum[1] og hann hefur verið dæmdur tvisvar sinnum fyrir ofbeldi. 20. maí 2008 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir almenna líkamsárás og ofbeldi á almannafæri í miðbæ Liverpool.[2] Barton afplánaði 74 daga af þessum dómi og var látinn laus 28. júlí 2008.[3] 1. júlí 2008 var hann einnig dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm eftir að hafa viðurkennt líkamsárás sem olli raunverulegum líkamsmeiðingum á fyrrum liðsfélaga sínum Ousmane Dabo í deilu á æfingavelli 1. maí 2007.[4] Þetta atvik batt enda á feril hans í Manchester City.[5] Barton hefur verið ákærður fyrir ofbeldisfullt framferði þrisvar af knattspyrnusambandinu: fyrir árásina á Dabo,[6] fyrir að kýla Morten Gamst Pedersen í magann[7] og fyrir að ráðast á þrjá leikmenn á lokadegi tímabilsins 2011–12.[8]
Heimildir
- ↑ „4thegame Profile“. 4thegame.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2009. Sótt 13. júlí 2007.
- ↑ „Joey Barton is jailed for assault“. BBC News. 20. maí 2008. Sótt 29. apríl 2016.
- ↑ „Barton released from jail“. The Guardian. London. 1. júlí 2008. Sótt 1. júlí 2008.
- ↑ „Barton is sentenced for assault“. BBC News. 1. júlí 2008.
- ↑ Taylor, Daniel (2. maí 2007). „City wash their hands of Barton after fight at training ground“. The Guardian. London. Sótt 9. september 2007.
- ↑ „Barton Charged“. The Football Association. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2009. Sótt 31. júlí 2008.
- ↑ „Newcastle's Joey Barton charged over alleged punch“. BBC Sport. 11. nóvember 2010.
- ↑ „Joey Barton hit with 12-match ban for violent conduct in QPR's 3–2 defeat against Manchester City“. The Daily Telegraph. London. 23. maí 2012. Afrit af uppruna á 12. janúar 2022. Sótt 23. maí 2012.