Kynjafræði

Kynjafræði er þverfagleg fræðigrein sem telst til félagsvísinda. Aðaláhersla er lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er stétt og þjóðerni skoðað út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, sem og aðrar birtingarmyndir valdatogstreitu í samfélaginu. Kyngervissjónarhornið er alltaf sameiginlegi nefnarinn.

Út frá sjónarhorni kyngervis er litið svo á að samfélagið sé í stöðugri mótun af samskiptum kynjanna. Hugmyndir um kyn og kyngervi má finna í allri mannlegri reynslu og gjörðum, en kynjafræðin lítur svo á að þar sé að finna myndunarstað félagslegra strúktúra. Kynjafræði getur því snúist um yfirgripsmiklar efnislegar greiningar á deilingu valdsins yfir í að kortleggja óformlegan valdastrúktúr í afmörkuðu samhengi. Sjónarhorn kynjafræðinnar er notað í fjölda annarra faga.

Kynjafræðin á uppruna sinn að rekja til kvennafræði, fag sem varð til á áttunda áratugnum. Kynjafræði telst í dag regnhlífarfag og undir hana flokkast m.a. kvennafræði, karlafræði og hinsegin fræði.

Tenglar