Liverpool (knattspyrnufélag)
Liverpool Football Club | |||
Fullt nafn | Liverpool Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | Rauði Herinn, Þeir rauðu (The Reds) | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Liverpool F.C. | ||
Stofnað | 1892 | ||
Leikvöllur | Anfield | ||
Stærð | 60.725 | ||
Knattspyrnustjóri | Arne Slot | ||
Deild | Enska úrvalsdeildin | ||
2023-2024 | 3. sæti | ||
|
Liverpool Football Club er enskt knattspyrnufélag sem var stofnað árið 1892 og hefur spilað á Anfield, Liverpool frá upphafi. Liðinu er nú stjórnað af Hollendingnum Arne Slot.
Liverpool hefur unnið 19 titla í efstu deild, 8 FA-bikara, 9 deildarbikara, 15 samfélagsskildi. Í Evrópu hefur liðið unnið 3 Europa League titla, 6 Meistaradeildartitla, 4 ofurbikara. Auk þess vann félagið 1 FIFA Club World Cup.
Félagið varð Englandsmeistari árið 2020 í fyrsta skipti í 30 ár undir stjórn Jürgen Klopp og vann Meistaradeild Evrópu árið 2019. Klopp kom liðinu þrisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Eftir nær 3 og hálft ár þar sem félagið tapaði ekki leik á Anfield þá tapaði það 6 leikjum í röð tímabilið 2020-2021 sem er met. Á 8. og 9. áratugunum var sigurganga liðsins mikil, knattspyrnustjórar eins og Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan og Kenny Dalglish færðu liðinu 11 titla og 4 Evrópubikara. Helsti rígur liðsins er gegn Manchester United og Everton. Lag liðsins og slagorð er "You'll Never Walk Alone" sem var frægt með hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers á 6. áratug 20. aldar.
Titlar
- Enska úrvalsdeildin og gamla enska fyrsta deildin) 19
- 1900-01, 1905-06, 1921-22, 1922-23, 1946-47, 1963-64, 1965-66, 1972-73, 1975-76, 1976-77, 1978-79, 1979-80, 1981-82, 1982-83, 1983-84, 1985-86, 1987-88, 1989-90, 2019-20.
- Enska önnur deildin 3
- 1893-94, 1895-96, 1904-05, 1961-62
- Enski bikarinn 8
- 1964, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001, 2006, 2022
- Enski deildabikarinn 10
- 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001, 2003, 2012, 2022, 2024
- Meistaradeild Evrópu 6
- 1977, 1978, 1981, 1984, 2005, 2019
- Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup) 3
- 1973, 1976, 2001
- Evrópski ofurbikarinn 4
- 1977, 2001 ,2005, 2019
- Góðgerðaskjöldurinn/Samfélagsskjöldurinn 16
- 1964*, 1965*, 1966, 1974, 1976, 1977*, 1979, 1980, 1982, 1986*, 1988, 1989, 1990*, 2001, 2006, 2022
- Heimsmeistaramót félagsliða 1
- 2019
(* sameiginlegir sigurvegarar)
Rígar
Rígurinn við Manchester United
Liverpool á í miklum ríg við Manchester United og er rígurinn á milli liðanna einn sá stærsti í Evrópu. Þessi rígur hefur haldist lengst af öllum rígum í sögu enska boltans. Rígurinn er nánast jafn gamall liðunum sjálfum því borgirnar eru aðeins í 50km fjarlægð hvor frá annari. Manchester var mikil iðnaðarborg á meðan Liverpool var hafnarborg og mismunandi menning borganna leiddi til metings og rígs á milli íbúanna sem birtist í leikjum Liverpool og Manchester United. Árið 1887 hófu nokkrir athafnamenn í Manchester að grafa skipaskurð til sjávar þrátt fyrir andstöðu stjórnmálamanna í Liverpool sem sáu fram á að höfnin þar myndi missa viðskipti. Skurðurinn jók óvildina sem var nú þegar á milli íbúa borganna.
Fótboltabullur á meðal stuðningsmanna beggja liða hika ekki við að nota harmleiki úr sögu liðanna til að láta í ljós fyrirlitningu á andstæðingnum. Til dæmis má heyra stuðningsmenn Manchester United syngja níðsöngva um harmleikinn við Hillsborough og eins syngja stuðningsmenn Liverpool stundum söngva um flugslysið í München í febrúar 1958.[1]
Leikmenn 2024-2025
Markmenn
- Alisson Becker
- Caoimhín Kelleher
- Vitězslav Jaroš
Varnarmenn
- Ibrahima Konaté
- Joe Gomez
- Nathaniel Phillips
- Virgil van Dijk (fyrirliði)
- Andrew Robertson
- Trent Alexander-Arnold (varafyrirliði)
- Jarell Quansah
- Rhys Williams
- Kostas Tsimikas
- Conor Bradley
Miðjumenn
- Harvey Elliott
- Curtis Jones
- Alexis Mac Allister
- Dominik Szoboszlai
- Wataru Endo
- Ryan Gravenberch
- Stefan Bajcetic
- Federico Chiesa
Sóknarmenn
Leikjahæstir
Númer | leikmaður | Ár | Leikir |
---|---|---|---|
1 | Ian Callaghan | 1959–1978 | 857 |
2 | Jamie Carragher | 1996–2013 | 700 |
3 | Ray Clemence | 1968–1981 | 665 |
4 | Emlyn Hughes | 1966–1979 | 665 |
5 | Ian Rush | 1980–1987, 1988–1996 | 660 |
6 | Phil Neal | 1974–1986 | 650 |
7 | Tommy Smith | 1962–1979 | 638 |
8 | Bruce Grobbelaar | 1981–1994 | 628 |
9 | Alan Hansen | 1977–1990 | 620 |
10 | Steven Gerrard | 1998–2015 | 586 |
Markahæstir
Uppfært í ágúst 2024
Númer | Leikmaður | Ár | Mörk |
---|---|---|---|
1 | Ian Rush | 1980–1987, 1988–1996 | 346 |
2 | Roger Hunt | 1959–1970 | 285 |
3 | Gordon Hodgson | 1925–1936 | 241 |
4 | Billy Liddell | 1945–1961 | 228 |
5 | Mohamed Salah | 2017– | 213 |
6 | Steven Gerrard | 1998-2015 | 186 |
7 | Robbie Fowler | 1993–2001, 2006–2007 | 183 |
8 | Kenny Dalglish | 1977–1990 | 172 |
9 | Michael Owen | 1997–2004 | 158 |
10 | Harry Chambers | 1919–1928 | 151 |
Þekktir leikmenn sem hafa spilað fyrir félagið
|
|
|
Stærstu sigrar og töp
Dagsetning | Úrslit | Andstæðingur | Keppni |
---|---|---|---|
1974-09-17 | 11–0 | Strømsgodset | Evrópukeppni bikarhafa |
1969-09-16 | 10–0 | Dundalk F.C | Inter-Cities Fairs Cup |
1986-09-23 | 10–0 | Fulham | Enski deildabikarinn |
1896-02-18 | 10–1 | Rotherham United | Enska fyrsta deildin (1888-1992) |
1980-10-01 | 10–1 | Oulun Palloseura | Meistaradeild Evrópu |
Dagsetning | Úrslit | Andstæðingur | Keppni |
---|---|---|---|
1954-12-11 | 1–9 | Birmingham City | Enska fyrsta deildin (1888-1992) |
1934-11-10 | 0–8 | Huddersfield Town AFC | Enska fyrsta deildin (1888-1992) |
1934-01-01 | 2–9 | Newcastle United FC | Enska fyrsta deildin (1888-1992) |
1932-05-07 | 1–8 | Bolton Wanderers FC | Enska fyrsta deildin (1888-1992) |
1934-09-01 | 1–8 | Arsenal FC | Enska fyrsta deildin (1888-1992) |
Heimildir
- ↑ „Liverpool and United call on fans to stop 'tragedy chanting'“. AP News (enska). 4. mars 2023. Sótt 24. desember 2023.
Tenglar
- Liverpoolklúbburinn á Íslandi
- https://web.archive.org/web/20171028043343/http://www.lfchistory.net/Stats/GamesBiggestWinsHome