Magnús góði

Magnús og Hörða-Knútur mætast við Gautelfi 1037.

Magnús góði Ólafsson (102425. október 1047) var konungur Noregs frá 1035 til dauðadags. Hann var skírður eftir Karlamagnúsi keisara og er sagður fyrsti maðurinn sem bar nafnið Magnús sem eiginnafn (það var viðurnefni Karlamagnúsar).

Hann var sonur Ólafs digra en var komið til valda af banamönnum hans, stórbændunum Kálfi Árnasyni og Einari þambarskelfi vegna óánægju með stjórn Sveins Alfífusonar sonar Knúts ríka. 1037 gerði hann samning við Hörðaknút, erfingja Knúts um að sá þeirra sem fyrr félli frá skyldi erfa hinn. Við lát Hörða-Knúts 1042 varð hann þannig konungur Danmerkur en ekki konungur Englands þar sem Játvarður góði tók við völdum. Magnús gerði engu að síður tilkall til ensku krúnunnar og eins erfingi hans, Haraldur harðráði, eftir hans dag.

Árið 1043 vann hann mikinn sigur á Vindum í orrustunni á Hlýrskógsheiði og bar þá öxi Ólafs helga, Hel. Viðurnefni sitt hlaut hann vegna vasklegrar framgöngu í þeirri orrustu. Árið 1046 gerði hann Harald harðráða, föðurbróður sinn, að meðkonungi sínum þannig að sá sem fyrr létist skyldi erfa hinn. Hann lést ári síðar við fall af hestbaki. Frá Magnúsi segir í Magnúss sögu góða í Heimskringlu.

Tenglar


Fyrirrennari:
Sveinn Alfífuson
Konungur Noregs
(1035 – 1047)
Eftirmaður:
Haraldur harðráði
Fyrirrennari:
Hörða-Knútur
Konungur Danmerkur
(1042 – 1047)
Eftirmaður:
Sveinn Úlfsson


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.