Manneskja ársins hjá Time

Manneskja ársins (e. Person of the Year; kynjað sem [karl]maður ársins eða kona ársins til ársins 1999) er árlegt eintak af bandaríska tímaritinu Time sem fjallar um einstakling, hóp, hugmynd eða hlut sem hefur „til hins betra eða verra […] gert mest til þess að hafa áhrif á atburði ársins“.[1]

Bakgrunnur

Sú hefð að velja mann ársins hófst árið 1927 þegar ritstjórar Time veltu fyrir sér hverjir hefðu verið mest áberandi í fréttum ársins. Með hugmyndinni átti líka að bæta upp fyrir það að flugmaðurinn Charles Lindbergh hafði ekki birst á forsíðu blaðsins eftir sögulegt einstaklingsflug sitt yfir Atlantshafið sama ár. Í lok ársins voru því tvær flugur slegnar í einu höggi með því að hafa Lindbergh á forsíðunni.[2]

Listi yfir manneskjur ársins

Ár Mynd Val Ævi Athugasemdir Í öðru sæti
1927
Charles Lindbergh 1902–1974 Fyrsta einstaklingsflugið yfir Atlantshafið.
1928
Walter Chrysler 1875–1940 Árið 1928 stóð Chrysler fyrir samruna Chrysler-félagsins við Dodge og hóf síðan að reisa Chrysler-bygginguna.
1929
Owen D. Young 1874–1962 Young var formaður nefndar sem samdi árið 1929 Young-áætlunina til að auðvelda Þjóðverjum að greiða stríðsskaðabætur vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.
1930
Mahatma Gandhi 1869–1948 Gandhi var leiðtogi indversku sjálfstæðishreyfingarinnar. Árið 1930 leiddi hann 400 km mótmælagöngu gegn lagningu saltskatts í breska Indlandi.
1931
Pierre Laval 1883–1945 Laval var kjörinn forsætisráðherra Frakklands árið 1931. Laval var vinsæll í bandarískum fjölmiðlum á þessum tíma fyrir að andmæla Hoover-stöðvuninni, tímabundinni frystingu á greiðslu stríðsskaðabóta úr fyrri heimsstyrjöldinni sem var óvinsæl bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum.[3]
1932
Franklin D. Roosevelt 1882–1945 Roosevelt vann stórsigur í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 1932 á móti sitjandi forsetanum Herbert Hoover.
1933
Hugh S. Johnson 1882–1942 Árið 1933 var Johnson útnefndur framkvæmdastjóri viðreisnarframkvæmdaráðs Bandaríkjanna. Franklin D. Roosevelt forseti fól honum að sameina iðnað, verkalýð og ríkisstjórn til að semja reglur um „sanngjörn vinnubrögð“ og staðlað verðlag.
1934
Franklin D. Roosevelt (2) 1882–1945 Roosevelt var forseti Bandaríkjanna frá 1933 til 1945. Árið 1934 var aðgerðaáætlun hans, nýja gjöfin, farin að bera ávöxt.
1935
Haile Selassie 1892–1975 Selassie var Eþíópíukeisari árið 1935, þegar Ítalir réðust inn í landið og hófu annað stríð Ítalíu og Eþíópíu.
1936
Wallis Simpson 1896–1986 Árið 1936 leiddi samband Simpsons við Játvarð 8. Bretlandskonung til þess að konungurinn sagði af sér til að geta kvænst henni.
1937
Chiang Kai-shek 1887–1975 Chiang var forsætisráðherra Lýðveldisins Kína við upphaf seinna stríðs Kína og Japans árið 1937.
Soong Mei-ling 1898–2003 Soong var eiginkona Chiangs Kai-shek frá 1927 þar til hann lést árið 1975. Í blaðinu var hún kölluð Frú Chiang Kai-shek og þau voru bæði heiðruð í blaðinu sem „hjón ársins“.[4]
1938
Adolf Hitler 1889–1945 Sem kanslari Þýskalands stóð Hitler árið 1938 fyrir sameiningu landsins við Austurríki og Súdetaland með Anschluss-ferlinu annars vegar og Münchenarsamkomulaginu hins vegar. Í stað venjulegrar portrettmyndar var forsíðan skreytt teikningu eftir Rudolph von Ripper sem bar titilinn „Hitler leikur haturssálminn“.[5]
1939
Jósef Stalín 1878–1953 Árið 1939 var Stalín aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og í reynd leiðtogi Sovétríkjanna. Hann stóð fyrir undirritun griðasáttmála við þriðja ríkið og síðan fyrir sameiginlegri innrás í Pólland.
1940
Winston Churchill 1874–1965 Churchill var forsætisráðherra Bretlands árið 1940 í flóttanum frá Dunkerque og orrustunni um Bretland.
1941
Franklin D. Roosevelt (3) 1882–1945 Roosevelt var forseti Bandaríkjanna árið 1941 þegar árásin á Perluhöfn var gerð og Bandaríkin gengu inn í seinni heimsstyrjöldina. Ritstjórn blaðsins var búin að velja teiknimyndapersónuna Dúmbó fyrir forsíðuna sem „spendýr ársins“ áður en árásin var gerð en eftir hana var ákveðið að setja Roosevelt í staðinn.[6]
1942
Jósef Stalín (2) 1878–1953 Árið 1942 var Stalín bæði aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og forsætisráðherra Sovétríkjanna og stýrði ríkinu á meðan orrustan um Stalíngrad var háð.
1943
George Marshall 1880–1959 Sem yfirmaður hershöfðingjaráðs Bandaríkjahers lék Marshall árið 1943 lykilhlutverk í skipulagningu heráætlunar Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni.
1944
Dwight D. Eisenhower 1890–1969 Eisenhower var æðsti herleiðtogi bandamanna í Evrópu við innrásina í Normandí 1944.
1945
Harry S. Truman 1884–1972 Truman varð forseti Bandaríkjanna eftir dauða Franklins D. Roosevelt árið 1945 og skipaði kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki.
1946
James F. Byrnes 1879–1972 Byrnes var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Íransdeilunni 1946 og tók æ harðari afstöðu gegn Stalín. Í ræðu sinni um stefnu Bandaríkjanna í garð Þýskalands lagði hann línurnar fyrir utanríkisstefnu landsins á komandi árum, hafnaði Morgenthau-áætluninni og gaf Þjóðverjum von um betri framtíð.
1947
George Marshall (2) 1880–1959 Marshall var útnefndur utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1947 og var einn af hönnuðum Marshalláætlunarinnar.
1948
Harry S. Truman (2) 1884–1972 Truman var sjálfur kjörinn Bandaríkjaforseti árið 1948, sem var talinn einn óvæntasti kosningasigur í sögu Bandaríkjanna.[7][8][9]
1949
Winston Churchill (2) 1874–1965 Churchill var lýstur „maður hálfaldarinnar“ eftir að hafa leitt Bretland og bandamenn til sigurs í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1949 var Churchill leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi.
1950
Bandaríski hermaðurinn Í nafni bandarískra hermanna í Kóreustríðinu (1950–1953).
1951
Múhameð Mossadek 1882–1967 Árið 1951 var Mossadek kjörinn forsætisráðherra Írans. Hann rak vestræn olíufélög frá landinu og hóf þannig Abadankreppuna.
1952
Elísabet 2. 1926–2022 Árið 1952 tók Elísabet við krúnu Bretlands og breska samveldisins eftir dauða föður síns, Georgs 6. konungs.
1953
Konrad Adenauer 1876–1967 Árið 1953 var Adenauer endurkjörinn kanslari Vestur-Þýskalands.
1954
John Foster Dulles 1888–1959 Sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1954 var Dulles hönnuður Suðaustur-Asíubandalagsins.
1955
Harlow Curtice 1893–1962 Curtice var forseti General Motors (GM) frá 1953 til 1958. Árið 1955 seldi GM fimm milljónir farartækja og varð fyrst fyrirtækja til að þéna heilan milljarð Bandaríkjadollara á einu ári.[10]
1956
Ungverski frelsisbaráttumaðurinn Í nafni byltingarmanna sem tóku þátt í uppreisninni árið 1956.
1957
Níkíta Khrústsjov 1894–1971 Árið festi Khrústsjov sig í sessi sem leiðtogi Sovétríkjanna með því að klekkja á tilraun forsætisnefndarinnar til að bola honum frá völdum. Hann leiddi Sovétríkin jafnframt inn í geimkapphlaupið með skoti Spútnik 1 á sporbaug.
1958
Charles de Gaulle 1890–1970 De Gaulle var útnefndur forsætisráðherra Frakklands í maí árið 1958 og eftir hrun fjórða lýðveldisins og stofnun fimmta lýðveldisins var hann kjörinn forseti landsins í desember.
1959
Dwight D. Eisenhower (2) 1890–1969 Eisenhower var forseti Bandaríkjanna frá 1953 til 1961.
1960 Bandarískir vísindamenn Í nafni George Beadle, Charles Draper, John Enders, Donald A. Glaser, Joshua Lederberg, Willard Libby, Linus Pauling, Edward Purcell, Isidor Rabi, Emilio Segrè, William Shockley, Edward Teller, Charles Townes, James Van Allen og Robert Woodward.
1961
John F. Kennedy 1917–1963 Kennedy var svarinn í forsetaembætti Bandaríkjanna árið 1961 og skipaði innrásina í Svínaflóa síðar sama ár.
1962
Jóhannes 23. 1881–1963 Jóhannes 23. var páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá 1958 til 1963. Árið 1962 bauðst hann til að miðla málum í Kúbudeilunni og vann sér hylli beggja deiluaðila. Hann hóf jafnframt síðara Vatíkanþingið sama ár.
1963
Martin Luther King, Jr. 1929–1968 King var leiðtogi í réttindabaráttu bandarískra blökkumanna og flutti ræðuna frægu „Ég á mér draum“ árið 1963.
1964
Lyndon B. Johnson 1908–1973 Johnson var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1964, tryggði framgang réttindafrumvarpsins síðar sama ár, lýsti yfir stríði gegn fátækt og jók afskipti Bandaríkjamanna af Víetnamstríðinu.
1965
William Westmoreland 1914–2005 Westmoreland hershöfðingi var leiðtogi Bandaríkjahers í Suður-Víetnam í Víetnamstríðinu.
1966 Arftakinn Í nafni kynslóðar bandarískra ungmenna á og undir 25 ára aldri.
1967
Lyndon B. Johnson (2) 1908–1973 Johnson var forseti Bandaríkjanna frá 1963 til 1969.
1968
Geimfararnir í Apollo 8 Árið 1968 varð áhöfn Apollo 8 (William Anders, Frank Borman og Jim Lovell) fyrst til þess að ferðast út fyrir lága sporbraut um jörðina. Hún fór á sporbraut um tunglið og ruddi þannig brautina fyrir fyrstu mönnuðu tunglferðina árið 1969.
1969 Mið-Bandaríkjamenn Einnig kallaðir „þögli meirihlutinn“.[11]
1970
Willy Brandt 1913–1992 Sem kanslari Vestur-Þýskalands varð Brandt kunnur fyrir að „reyna að stofna til fersks sambands milli austurs og vesturs“ með „djarfri nálgun sinni á Sovétríkin og Austurblokkina“.[12]
1971
Richard Nixon 1913–1994 Nixon var forseti Bandaríkjanna frá 1969 til 1974.
1972
Richard Nixon (2) 1913–1994 Nixon fór í heimsókn til Kína árið 1972, fyrstur Bandaríkjaforseta. Nixon samdi jafnframt um SALT I-samninginn við Sovétríkin og vann síðan endurkjör í forsetakosningum í lok ársins með einum stærsta atkvæðamun í sögu Bandaríkjanna.
Henry Kissinger 1923–2023 Sem þjóðaröryggisráðgjafi forsetans fór Kissinger með Nixon til Kína árið 1972.
1973
John Sirica 1904–1992 Sem yfirmaður héraðsdómstólsins í Colombia-umdæmi skipaði Sirica árið 1973 Nixon forseta að afhenda hljóðupptökur af samræðum í Hvíta húsinu í tengslum við Watergate-málið.
1974
Feisal konungur 1906–1975 Feisal, konungur Sádi-Arabíu, orsakaði olíukreppuna 1973 með því að draga sádiarabíska olíu af heimsmörkuðum til að mótmæla stuðningi vesturlanda við Ísrael í jom kippúr-stríðinu.
1975 Bandaríkjakonur Í nafni Susan Brownmiller, Kathleen Byerly, Alison Cheek, Jill Conway, Betty Ford, Ellu Grasso, Cörlu Hills, Barböru Jordan, Billie Jean King, Carol Sutton, Susie Sharp og Addie Wyatt.
1976
Jimmy Carter Fæddur 1924 Í forsetakosningum árið 1976 sigraði Carter sitjandi forsetann Gerald Ford og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
1977
Anwar Sadat 1918–1981 Sem forseti Egyptalands varð Sadat fyrsti arabíski leiðtoginn sem ferðaðist til Ísraels árið 1977 til að ræða friðarsamning og stjórnmálasamband milli Ísraela og Egypta.
1978
Deng Xiaoping 1904–1997 Varaforsætisráðherra Kína. Deng steypti Hua Guofeng af stóli og varð í reynd æðsti stjórnandi Kína árið 1978.
1979
Ruhollah Khomeini 1902–1989 Khomeini leiddi írönsku byltinguna og tók sjálfum sér vald sem æðsti leiðtogi Írans.
1980
Ronald Reagan 1911–2004 Reagan vann sigur á móti sitjandi forsetanum Jimmy Carter í kosningum árið 1980 og var kjörinn nýr forseti Bandaríkjanna.
1981
Lech Wałęsa Fæddur 1943 Leiðtogi pólska verkalýðsfélagsins Samstöðu og hönnuður Gdańsk-samkomulagsins þar til hann var handtekinn og herlögum var lýst í desember 1981.
1982
Tölvan Lýst vél ársins til að boða upphaf upplýsingaaldar.
1983
Ronald Reagan (2) 1911–2004 Árið 1983 skipaði Reagan, sem forseti Bandaríkjanna, innrásina í Grenada og kynnti Geimvarnaráætlun Bandaríkjanna.
Júríj Andropov 1914–1984 Andropov, sem var aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, var afar gagnrýninn á geimvarnaráætlun Reagans. Andropov var lagður inn á sjúkrahús í ágúst 1983 og lést næsta ár.
1984
Peter Ueberroth Fæddur 1937 Ueberroth stýrði skipulagningu Sumarólympíuleikanna 1984, sem voru sniðgengnir af Sovétmönnum.
1985
Deng Xiaoping (2) 1904–1997 Sem æðsti leiðtogi Kína varð Deng kunnur fyrir „yfirgripsmiklar efnahagsumbætur sem hafa gengið gegn marxískri rétthugsun“.[13]
1986
Corazon Aquino 1933–2009 Aquino var einn af leiðtogum byltingarinnar í Filippseyjum 1986 og var kjörin forseti Filippseyja sama ár.
1987
Míkhaíl Gorbatsjov 1931–2022 Sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna stýrði Gorbatsjov stjórnarumbótunum perestrojka árið 1987.
1988
Jörðin Valin „pláneta ársins“ með vísun í móður náttúru.
1989
Míkhaíl Gorbatsjov (2) 1931–2022 Lýstur „maður áratugarins“. Sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins stóð Gorbatsjov fyrir fyrstu frjálsu kosningum Sovétríkjanna í aðdraganda upplausnar Austurblokkarinnar.
1990
George H. W. Bush 1924–2018 Sem forseti Bandaríkjanna stóð Bush fyrir inngripi Bandaríkjanna í Persaflóastríðið (1990–1991).
1991
Ted Turner Fæddur 1938 Stofnandi CNN. Í greininni var áhersla lögð á umfjöllun CNN um Eyðimerkurstormsaðgerðina og Persaflóastríðið og þar talað um „söguna í mótun“.
1992
Bill Clinton Fæddur 1946 Clinton sigraði sitjandi forsetann George H. W. Bush í forsetakosningum árið 1992 og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
1993 Friðarsinnarnir Vísað var til Yassers Arafat, F. W. de Klerk, Nelsons Mandela og Yitshaks Rabin.
Sem ríkisforseti Suður-Afríku hafði De Klerk látið leysa Mandela úr fangelsi árið 1990 og þeir höfðu síðan unnið saman að því að binda enda á aðskilnaðarstefnuna í landinu.
Arafat, sem forseti palestínsku heimastjórnarinnar, og Rabin, sem forsætisráðherra Ísraels, skrifuðu árið 1993 undir Óslóarsamkomulagið, sem var fyrsta samkomulagið sem ráðamenn Palestínu og Ísraels gerðu augliti til auglitis.
1994
Jóhannes Páll 2. 1920–2005 Páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá 1978 til 2005.
1995
Newt Gingrich Fæddur 1943 Leiðtogi „Repúblikanabyltingarinnar“, stórsigurs Repúblikanaflokksins í þingkosningum Bandaríkjanna árið 1994 sem leiddi til þess að Gingrich var kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
1996
David Ho Fæddur 1952 Vísindamaður og frumkvöðull í rannsóknum á alnæmi.
1997
Andrew Grove 1936–2016 Árið 1997 var Grove formaður og framkvæmdastjóri Intel, brautryðjandafyrirtækis í hálfleiðaraiðnaðinum.
3 í öðru sæti
1998
Bill Clinton (2) Fæddur 1946 Sem forseti Bandaríkjanna var Clinton kærður til embættismissis árið 1998 vegna Lewinsky-hneykslisins. Öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af ákærunni.
Ken Starr 1946–2022 Starr, lögfræðingur sem rannsakaði ýmsa starfsmenn Clinton-stjórnarinnar, birti Starr-skýrsluna árið 1998 og ruddi þannig veginn fyrir ákæruferlið gegn Bill Clinton.
1999
Jeff Bezos Fæddur 1964 Bezos er stofnandi og framkvæmdastjóri Amazon.com.
2000
George W. Bush Fæddur 1946 Árið 2000 sigraði Bush sitjandi varaforsetann Al Gore í kosningum og var kjörinn forseti Bandaríkjanna
2001
Rudy Giuliani Fæddur 1944 Giuliani var borgarstjóri New York-borgar þegar hryðjuverkin 11. september 2001 voru framin og var valinn sem tákn fyrir viðbrögðum Bandaríkjamanna við árásinni.
2002 Uppljóstrararnir Í nafni Cynthiu Cooper, Coleen Rowley og Sherron Watkins.
Árip 2001 afhjúpaði Watkins bókhaldssvik í fjármálaskýrslum Enron og bar vitni fyrir þingnefnd næsta ár. Árið 2002 upplýsti Cooper 3,8 milljarða dollar fjársvik hjá WorldCom. Á þeim tíma voru þetta umfangsmestu bókhaldssvik í sögu Bandaríkjanna. Árið 2002 bar Rowley, starfsmaður hjá bandarísku alríkislögreglunni (FBI), vitni um misferli í meðhöldlun FBI á gögnum í tengslum við hryðjuverkin 11. september 2001.
2003
Bandaríski hermaðurinn (2) Í nafni bandarískra hermanna um allan heim, sérstaklega í Íraksstríðinu (2003–2011).
2004
George W. Bush (2) Fæddur 1946 Árið 2004 vann Bush endurkjör sem forseti Bandaríkjanna og leiddi Bandaríkin í Íraksstríðinu.
2005

Miskunnsömu Samverjarnir Í nafni Bono, Bills Gates og Melindu Gates.
Bono, mannvinur og meðlimur í rokkhljómsveitinni U2, hjálpaði við skipulagningu Live 8-tónleikanna árið 2005. Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, og eiginkona hans, Melinda, settu á fót hjálparstofnunina Bill & Melinda Gates Foundation.
2006 Þú[15] Í nafni sjálfstæðra útgefenda á internetinu.
4 í öðru sæti
2007
Vladímír Pútín[17] Fæddur 1952 Árið 2007 var Pútín að ljúka öðru kjörtímabili sínu sem forseti Rússlands og búa sig undir embættistöku sem forsætisráðherra.
4 í öðru sæti
2008
Barack Obama[19] Fæddur 1961 Árið 2008 sigraði Obama John McCain í forsetakosningum og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
4 í öðru sæti
2009
Ben Bernanke[21] Fæddur 1953 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna á tíma fjármálakreppunnar 2007–08.
4 í öðru sæti
2010
Mark Zuckerberg[23] Fæddur 1984 Stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook.
4 í öðru sæti
2011
Mótmælandinn[25] Í nafni ýmissa mótmælahreyfinga um allan heim, þ. á m. arabíska vorsins, hreyfingar hinna grömu, Occupy-hreyfingarinnar, Teboðshreyfingarinnar ásamt mótmælum í Síle, Grikklandi, Indlandi og Rússlandi o. fl.
4 í öðru sæti
2012
Barack Obama (2)[27] Fæddur 1961 Árið 2012 var Obama endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í kosningum á móti Mitt Romney.
4 í öðru sæti
2013
Frans páfi[29] Fæddur 1936 Frans varð páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar árið 2013 eftir afsögn Benedikts 16. páfa.
4 í öðru sæti
2014
Baráttumenn gegn ebólu[31] Átt var við heilbrigðisstarfsmenn sem unnu að því að hefta útbreiðslu ebólu í ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Þar á meðal voru ekki aðeins læknar og hjúkrunarfræðingar heldur einnig sjúkrabílstjórar, greftrunarstarfsmenn og fleiri.[32]

Á forsíðunum birtust dr. Jerry Brown, framkvæmdastjóri Eternal Love Winning Africa-spítalans í Monróvíu í Líberíu,[33][34] dr. Kent Brantly, læknir hjá hjálparsamtökunum Samaritan's Purse og fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem sýktist í faraldrinum 2014,[34][35] Ella Watson-Stryker, heilbrigðistalsmaður hjá Læknum án landamæra,[34][36] Foday Gallah, sjúkrabílstjóri í Monróvíu sem lifði af ebólusýkingu[34][37] og Salome Karwah, líberískur heilbrigðisráðgjafi og hjúkrunarfræðingur í þjálfun sem missti foreldra sína vegna sjúkdómsins.[34][38] Fleiri nafna var getið í greininni sjálfri, meðal annars dr. Pardis Sabeti frá Broad-stofnuninni.

4 í öðru sæti
2015
Angela Merkel Fædd 1954 Kanslari Þýskalands frá 2005, valin vegna forystu hennar í grísku skuldakreppunni og evrópsku flóttamannakreppunni.[39]
2016
Donald Trump Fæddur 1946 Árið 2016 vann Trump forsetakosningar á móti Hillary Clinton og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
2017 Konurnar sem rufu þögnina Einstaklingar sem greindu frá kynferðislegri áreitni, meðal annars leiðtogar Me too-hreyfingarinnar. Á forsíðunni birtust jarðarberjatínslukonan Isabel Pascual (dulnefni), hagsmunafulltrúinn Adama Iwu, leikkonan Ashley Judd, hugbúnaðarverkfræðingurinn Susan Fowler, söngkonan og lagahöfundurinn Taylor Swift, og sjötta konan, sjúkrahússtarfsmaður sem fór fram á nafnleynd og sést því ekki framan í. Í meðfylgjandi grein var einnig fjallað um leikkonuna Alyssu Milano, aðgerðasinnann Tarönu Burke, leikkonuna Selmu Blair, ákærendurna sjö í málssókninni gegn Plaza-hótelinu, stjórnmálakonuna Söru Gesler, athafnakonuna Lindsay Meyer, uppvaskarann Söndru Pezqueda, leikkonuna Rose McCowan, sálfræðinginn og rithöfundinn Wendy Walsh, bloggarann Lindsey Reynolds, húsþernuna Juönu Melara, blaðakonuna Söndru Muller, leikarann Terry Crews, prófessorana Celeste Kidd og Jessicu Cantlon við Rochester-háskóla, blaðakonuna Megyn Kelly, blaðakonuna Jane Merrick, framleiðandann Zeldu Perkins, Evrópuþingkonuna Terry Reintke, hjálparstarfsmanninn Bex Bailey, sýningarstjórann Amöndu Schmitt, kvikmyndagerðarkonuna Blaise Godbe Lipman, og ónafngreinda fyrrum aðstoðarkonu á skrifstofu.[51][52]
6 í öðru sæti
2018
Verðirnir

Blaðamenn sem sættu ofsóknum, handtöku eða lífláti fyrir fréttaflutning sinn. Á fjórum forsíðuútgáfum birtust:

  • Jamal Khashoggi, pistlahöfundur hjá Washington Post sem var myrtur vegna gagnrýni sinnar á krónprins Sádi-Arabíu;
  • Maria Ressa, ritstjóri filippseysku fréttavefsíðunnar Rappler, sem var ákærð vegna gagnrýninnar umfjöllunar sinnar um ofbeldisfullar stefnur forseta landsins;
  • Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters sem handteknir voru í Mjanmar við rannsóknir á fjöldamorðum gegn Róhingjum;
  • Starfsfólk The Capital, fréttablaðs í Maryland sem varð fyrir byssuárás á skrifstofu sína þar sem fimm starfsmenn létu lífið.[59]

Í meðfylgjandi grein var einnig fjallað um eftirfarandi blaðamenn: Shahidul Alam frá Bangladess, Nguyễn Ngọc Như Quỳnh frá Víetnam, Dulcina Parra frá Mexíkó, Luz Mely Reyes frá Venesúela, Can Dündar frá Tyrklandi, Tatjana Felgenhaúer frá Rússlandi, Amal Habani frá Súdan og Arkadíj Babtsjenko frá Rússlandi.[60]

6 í öðru sæti
2019 Greta Thunberg Fædd 2003 Umhverfisaðgerðasinni og stofnandi skólaverkfalla fyrir loftslagið.[67]
4 í öðru sæti
[68]
2020 Joe Biden[69] Fæddur 1942 Árið 2020 voru Biden og Harris kjörin forseti og varaforseti Bandaríkjanna í kosningum gegn sitjandi forsetanum Donald Trump og varaforsetanum Mike Pence.[70]
3 í öðru sæti
[71]
Kamala Harris[69] Fædd 1964
2021 Elon Musk[72] Fæddur 1971 Framkvæmdastjóri Tesla, Inc., stofnandi SpaceX, og ríkasti maður í heimi árið 2021.
2022 Volodymyr Zelenskyj og andi Úkraínu[73] Fæddur 1978 Zelenskyj hefur verið forseti Úkraínu frá árinu 2019 og hefur leitt þjóðina í innrás Rússa í Úkraínu 2022. „Andi Úkraínu“ vísar til þrautsegju úkraínsku þjóðarinnar og andspyrnu þeirra gegn innrásarhernum.
9 í öðru sæti
2023 Taylor Swift Fædd 1989 Swift hafði áður verið meðal „þeirra sem rufu þögnina“ sem voru lýst manneskja ársins 2017.[75]
9 í öðru sæti
2024
Donald Trump (2) Fæddur 1946 Árið 2024 vann Trump forsetakosningar á móti Kamölu Harris og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Tenglar

Tilvísanir

  1. Person of the Year: 75th Anniversary Celebration (Special Collector's. útgáfa). New York: Time Books. 2002. OCLC 52817840.
  2. Time (2002), Person of the Year: 75th Anniversary Celebration, p. 1.
  3. „Original Time article“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2013. Sótt 14. október 2020.
  4. Joan Levenstein. „Mme Chiang Kai-Shek: 1937“. Time. Sótt 7. desember 2016.
  5. Kluger, Jeffrey. „130 Years After Hitler's Birth, He Continues to Live as a Symbol of Evil“. Time.
  6. „The Timely "Dumbo": Almost a Cover Boy“. Walt Disney Family Museum. 16. maí 2011. Sótt 7. desember 2017.
  7. American Experience. „General Article: Presidential Politics“. pbs.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2017. Sótt 14. október 2020.
  8. Susan Rosegrant (18. apríl 2012). University of Michigan (ritstjóri). „ISR and the Truman/Dewey upset“. isr.umich.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. apríl 2013.
  9. Ben Cosgrove (21. október 2012). „Behind the Picture: 'Dewey Defeats Truman'. Time Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 5, 2015. Sótt október 14, 2020.
  10. „Harlow H. Curtice is dead at 69“. The New York Times. 4. nóvember 1962. Sótt 6. október 2009. (fee for article)
  11. Larsen, Roy (5. janúar 1970). „A Letter From The Publisher“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 22, 2013. Sótt október 14, 2020.
  12. "Willy Brandt", Time Magazine, January 4, 1971, online archive[óvirkur tengill]. Retrieved July 11, 2007.
  13. Jennings Parrott (30. desember 1985). „Time Picks China's Deng Xiaoping as Man of the Year“. Los Angeles Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2013. Sótt 14. október 2020.
  14. „Man of the Year 1997“. Time. Afrit af uppruna á 16. febrúar 2017. Sótt 16. febrúar 2017.
  15. Lev Grossman (13. desember 2006). „You – Yes, You – Are Time's Person of the Year“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 24, 2013. Sótt 20. desember 2012.
  16. NBC News Staff (17. desember 2006). „Time magazine's 'Person of the Year' is ... You“. Time.
  17. „Person of the Year 2007“. Time. 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 24, 2013. Sótt 8. júlí 2009.
  18. Time Staff (19. desember 2007). „Complete List – Person of the Year 2007“. Time.
  19. Von Drehle, David (17. desember 2008). „Person of the Year 2008“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 29, 2009. Sótt 17. desember 2008.
  20. Time Staff (17. desember 2008). „Person of the Year 2008“. Time.
  21. Grunwald, Michael (16. desember 2009). „Person of the Year 2009“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 26, 2013. Sótt 16. desember 2009.
  22. Time Staff (16. desember 2009). „Person of the Year 2009“. Time.
  23. Grossman, Lev (15. desember 2010). „Person of the Year 2010“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann desember 15, 2010. Sótt 15. desember 2010.
  24. Time Staff (15. desember 2010). „Complete List – Person of the Year 2010“. Time.
  25. Grunwald, Michael (14. desember 2011). „Person of the Year 2011“. Time. Sótt 14. desember 2011.
  26. Time Staff (14. desember 2011). „Complete List – Person of the Year 2011“. Time.
  27. Michael Scherer (19. desember 2008). „Person of the Year 2012“. Time. Sótt 23. desember 2012.
  28. „Person of the Year 2012“. Time. 19. desember 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 21, 2019. Sótt 20. janúar 2019.
  29. „Pope Francis, The People's Pope“. Time. 11. desember 2013. Sótt 11. desember 2013.
  30. „Pope Francis: Person of the Year 2013“. Time. 11. desember 2013.
  31. 31,0 31,1 „The Choice“. Time. 10. desember 2014. Sótt 10. desember 2014.
  32. Eliott C. McLaughlin (10. desember 2014). „Ebola fighters are Time's 'Person of the Year'. CNN. Sótt 25. júlí 2015.
  33. „Image: 1418243285733.jpg, (300 × 400 px)“. The Sydney Morning Herald.
  34. 34,0 34,1 34,2 34,3 34,4 „Time Person of the Year 2014: Ebola Fighters“. Time.com. 10. desember 2014. Sótt 25. júlí 2015.
  35. „Image: article-time2-1210.jpg (970 × 1293 px)“. Daily News. New York. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 14. október 2020.
  36. „Image: 1D274907403248-ella.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px)“. media2.s-nbcnews.com. Sótt 23. september 2015.
  37. „Image: 1D274907403249-foday.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px)“. media2.s-nbcnews.com. Sótt 23. september 2015.
  38. „Image: 1D274907403247-salome.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px)“. media4.s-nbcnews.com. Sótt 23. september 2015.
  39. Nancy Gibbs (9. desember 2015). „The Choice: Why Angela Merkel is Time's Person of the Year 2015“. Time.
  40. „Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Abu Bakr al-Baghdadi“. Time. 9. desember 2015.
  41. „Time uPerson of the Year 2015 Runner-Up: Donald Trump“. Time. 9. desember 2015.
  42. „Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Black Lives Matter“. Time. 9. desember 2015.
  43. „Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Hassan Rouhani“. Time. 9. desember 2015.
  44. „Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Travis Kalanick“. Time. 9. desember 2015.
  45. „Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Caitlyn Jenner“. Time. 9. desember 2015.
  46. „Hillary Clinton: Time Person of the Year 2016 Runner Up“. Time. 7. desember 2016.
  47. „Hackers: Time Person of the Year 2016 Runner Up“. Time. 7. desember 2016.
  48. „Recep Tayyip Erdogan: Turkish President Who Resisted a Coup“. Time. 7. desember 2016.
  49. „CRISPR Technology Scientists on Their Gene Editing Tool“. Time. 7. desember 2016.
  50. „Beyonce: Time Person of the Year 2016 Runner Up“. Time. 7. desember 2016.
  51. Zacharek, Stephanie; Dockterman, Eliana; Edwards, Haley Sweetland. „Time Person of the Year 2017: The Silence Breakers“. Time. Sótt 6. desember 2017.
  52. Time Person of the Year 2017: The Silence Breakers, POY video posted by TIME to YouTube on Dec 6, 2017
  53. „Donald Trump: Time Person of the Year 2017 Runner Up“. Time. Sótt 21. janúar 2019.
  54. „Xi Jinping: Time Person of the Year 2017 Runner Up“. Time. Sótt 21. janúar 2019.
  55. „Robert Mueller: Time Person of the Year 2017 Runner Up“. Time. Sótt 21. janúar 2019.
  56. „Kim Jong Un: Time Person of the Year 2017 Runner Up“. Time. Sótt 21. janúar 2019.
  57. „Colin Kaepernick: Time Person of the Year 2017 Runner Up“. Time. Sótt 21. janúar 2019.
  58. „Patty Jenkins: Time Person of the Year 2017 Runner Up“. Time. Sótt 21. janúar 2019.
  59. Kim, Eun Kyung (11. desember 2018). „Time's 2018 Person of the Year: 'The Guardians and the War on Truth'. Today Show. Sótt 11. desember 2018.
  60. Vick, Karl. „Time Person of the Year 2018: The Guardians“. Time (bandarísk enska). Sótt 12. desember 2018.
  61. „Donald Trump: Time Person of the Year 2018 Runner Up“. Time. 11. desember 2018. Sótt 21. janúar 2019.
  62. „Robert Mueller: Tine Person of the Year 2018 Runner Up“. Time. 11. desember 2018. Sótt 21. janúar 2019.
  63. „The Activists: Time Person of the Year 2018 Runner Up“. Time. 10. desember 2018. Sótt 21. janúar 2019.
  64. „Moon Jae-in: Time Person of the Year 2018 Runner Up“. Time. 10. desember 2018. Sótt 21. janúar 2019.
  65. „Ryan Coogler: Time Person of the Year 2018 Runner Up“. Time. 10. desember 2018. Sótt 21. janúar 2019.
  66. „Meghan Markle: Time Person of the Year 2018 Runner Up“. Time. 10. desember 2018. Sótt 21. janúar 2019.
  67. Alter, Charlotte; Haynes, Suyin; Worland, Justin. „Greta Thunberg: Time's Person of the Year 2019“. Time (bandarísk enska). Sótt 12. desember 2019.
  68. „Final 5 candidates for Time Person of the Year revealed on Today“. Today.com (enska). Sótt 11. desember 2019.
  69. 69,0 69,1 Alter, Charlotte (11. desember 2020). „2020 Person of the Year - Joe Biden and Kamala Harris“. Time. Sótt 11. desember 2020.
  70. „Presidential Election Results: Biden Wins“. The New York Times (bandarísk enska). 3. nóvember 2020. ISSN 0362-4331. Sótt 11. desember 2020.
  71. Stump, Scott. „Who will be TIME's 2020 Person of the Year? See the shortlist“. Today.com (enska). Sótt 10. desember 2020.
  72. „Elon Musk Is TIME's 2021 Person of the Year“. Time. Sótt 13. desember 2021.
  73. „Volodymyr Zelensky Is Time's 2022 Person of the Year“. Time. Sótt 12. júlí 2022.
  74. „Who will be Time's 2022 Person of the Year? See the contenders“. Today. Sótt 12. júlí 2022.
  75. May, Ashley. „Who are the 'silence breakers' featured as 'Time' Person of the Year?“. USA TODAY (bandarísk enska). Sótt 6. desember 2023.
  76. TIME Staff (9. desember 2024). „Who Will Be TIME's Person of the Year for 2024? See the Shortlist“. TIME (enska). Sótt 10. desember 2024.