Peter Georg Bang
Peter Georg Bang | |
---|---|
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 12. desember 1854 – 18. október 1856 | |
Þjóðhöfðingi | Friðrik 7. |
Forveri | Anders Sandøe Ørsted |
Eftirmaður | Carl Christoffer Georg Andræ |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 7. október 1797 Kaupmannahöfn, Danmörku |
Látinn | 2. apríl 1861 (63 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku |
Þjóðerni | Danskur |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Starf | Lögfræðingur |
Peter Georg Bang (7. október 1797 – 2. apríl 1861) var danskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1854 til 1856. Auk stjórnmálastarfa var hann prófessor í Rómarrétti við Kaupmannahafnarháskóla og stýrði danska seðlabankanum.
Ævi og störf
Peter Georg Bang fæddist í Kaupmannahöfn, tók embættispróf í lögfræði 1816 og lauk doktorsgráðu árið 1820. Frami hans á lögfræðisviðinu var skjótur og hann gegndi ungur veigamiklum embættum innan stjórnkerfisins og við háskólann. Kunnátta hans á lagasviðinu varð til þess að Kristján 8. hafði hann til ráðgjafar um gerð stjórnarskrár Danmerkur árið 1847 sem að lokum var undirrituð af Friðriki 7. tveimur árum síðar.
Fyrsta eiginlegu ríkisstjórn Danmerkur, Marsstjórnin, var mynduð undir fosæti Adam Wilhelm Moltke í marsmánuði 1848. Bang átti ekki sæti í þessari fyrstu stjórn en starfaði bak við tjöldin. Við uppstokkun ráðherraliðsins í nóvember sama ár varð hann hins vegar innanríkisráðherra og stóð sem slíkur að veigamiklum breytingum í dönskum landbúnaði í frjálsræðisátt.
Bang hvarf úr ríkisstjórninni árið 1849 en sneri aftur sem ráðherra kirkju- og menntamála árið 1851. Christian Albrecht Bluhme tók við forsætisráðherraembættinu árið 1852 og varð Bang þá innanríkisráðherra á nýjan leik og gegndi því embætti í rúmt ár.
Síðla árs 1854 varð Bang forsætisráðherra, en sá titill var þó ekki nema að nafninu til þar sem hinir raunverulegu valdataumar lágu í höndum þremenninganna Scheele, Hall og Andræ. Eftir tæp tvö ár í embætti sagði Bang af sér vegna heilsubrests. Hann lést árið 1861.
Ítarefni
Fyrirrennari: Anders Sandøe Ørsted |
|
Eftirmaður: Carl Christoffer Georg Andræ |