Regnskógur

Regnskógur í Malasíu.
Hitabeltisregnskógar.
Tempraðir regnskógar.

Regnskógur er skógi vaxið búsvæðabelti þar sem meðalúrkoma er meiri en 1500 mm á ári og er meiri en uppgufun. Einkenni regnskóga er gríðarlega fjölbreytt lífríki bæði jurta og dýra. Aðeins 6% jarðar eru þakin regnskógi en helmingur allra dýra- og jurtategunda heims lifir þar. Regnskógar framleiða úðaefni sem eru mikilvæg fyrir skýjamyndun og hafa þannig áhrif á hitastig á jörðinni. Að auki taka regnskógar upp mikið af koltvísýringi og framleiða súrefni og hafa þannig mikil áhrif á samsetningu andrúmsloftsins.

Stærstu regnskógar heims eru í kringum Amasónfljótið (Amasónfrumskógurinn), í Níkaragva, á stóru svæði frá suðurhluta Júkatanskaga að El Peten og Belís í Mið-Ameríku, á stórum svæðum í Afríku við miðbaug, frá KamerúnAustur-Kongó, á svæðum í Suðaustur-Asíu frá Mjanmar til Indónesíu og Papúu-Nýju Gíneu, í austurhluta Queensland í Ástralíu og í sumum hlutum Bandaríkjanna. Utan hitabeltisins er regnskóga að finna í Bresku Kólumbíu, suðausturhluta Alaska, vesturhluta Óregon og Washington, vesturhluta Kákasus, hlutum Balkanskaga, Nýja Sjálandi, Tasmaníu og austurhluta Ástralíu.

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.