Siv Friðleifsdóttir

Siv Friðleifsdóttir (SF)
Siv Friðleifsdóttir
Formaður félagsmálanefndar
Í embætti
2004–2006
Umhverfisráðherra
Í embætti
1999–2004
Heilbrigðisráðherra
Í embætti
2006–2007
Þingflokksformaður
Í embætti
2007–2009
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1995 2003  Reykjaneskjördæmi  Framsóknarfl.
2003 2007  Suðvesturkjördæmi  Framsóknarfl.
2007 2009  Suðvesturkjördæmi  Framsóknarfl.
2009 2013  Suðvesturkjördæmi  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd10. ágúst 1962 (1962-08-10) (62 ára)
Ósló
NefndirAllsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild Norðurlandaráðs
Vefsíðahttp://www.althingi.is/siv
Æviágrip á vef Alþingis

Siv Friðleifsdóttir (f. í Ósló 10. ágúst 1962), skírð Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, er fyrrum alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Siv er hálf-norsk.

Siv sat á Alþingi frá árinu 1995 til 2013; fyrst fyrir Reykjaneskjördæmi 1995-2003 og fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2003. Hún var umhverfisráðherra 1999-2004 og heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra 2006-2007. Siv var þingflokksformaður Framsóknarflokksins 2007-2009.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982 og BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1985. Siv starfaði hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og Sjúkraþjálfun Reykjavíkur áður en hún settist á þing.

Siv var bæjarfulltrúi Neslistans á Seltjarnarnesi á árunum 1990-1998 og varð fyrst kvenna formaður Sambands ungra framsóknarmanna árið 1990 og gegndi formennsku í tvö ár, til 1992.

Tenglar


Fyrirrennari:
Guðmundur Bjarnason
Umhverfisráðherra
(28. maí 199915. september 2004)
Eftirmaður:
Sigríður Anna Þórðardóttir
Fyrirrennari:
Jón Kristjánsson
Heilbrigðisráðherra
(15. júní 200624. maí 2007)
Eftirmaður:
Guðlaugur Þór Þórðarson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.