Steinaldin
Steinaldin (eða steinber) er svonefnt óklofaaldin sem þýðir að aldinið klofnar ekki þegar það er fullþroska (e. indehiscent fruit). Helsta einkenni steinaldinna er einn kjarni (stein).
Dæmi um steinaldin
- Aldin af trjám af heggætt (prunus), t.d. kirsuber, möndlur, ferskjur, plómur og þyrniplómur (sláber).
- Kasjúhnetur
- Kaffi
- Kókoshnetur
- Mangó
- Pekanhnetur
- Pistasíuhnetur
- Valhnetur