Ættkvísl (flokkunarfræði)
Ættkvísl er hugtak sem er notað við flokkun lífvera. Ættkvísl inniheldur eina eða fleiri tegundir. Tegundir innan sömu ættkvíslar eru líkari hver annarri að forminu til en tegundum annarra ættkvísla. Heiti ættkvíslarinnar er fyrra heitið í tvínafnakerfinu, en það seinna er tegundarheitið. Ættkvísl í einu ríki getur fengið sama nafn og ættkvísl annars ríkis.
Ættkvíslir tilheyra ættum sem er næsta skipting fyrir ofan. Sumum ættkvíslum er skipt í undirættkvíslir.
Tengt efni
- Flokkunarfræði Linneusar
- Upprunaflokkun