Vinir Sjonna

Vinir Sjonna
Önnur nöfnSjonni's Friends
UppruniReykjavík, Ísland
Ár2009–2011
ÚtgáfufyrirtækiSena
Fyrri meðlimir

Vinir Sjonna var strákaband sem flutti lagið „Aftur heim“ í virðingarvotti við Sigurjón Brink (Sjonna). Meðlimir voru þekktir úr íslenskum hljómsveitum: Gunnar Ólason í Skítamóral, Vignir Snær Vigfússon var í Írafár, Pálmi Sigurhjartarson í Sniglabandinu, Matthías Matthíasson í Pöpunum, Hreimur Örn Heimisson í Landi og sonum og loks Benedikt Brynleifsson í Todmobile.

Vinir Sjonna hafa tvisvar sinnum tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. Í fyrsta skiptið fluttu þeir lagið „Waterslide“ árið 2009 með Sjonna Brink. Nafnið Vinir Sjonna festist þó ekki við hópinn fyrr en tilkynnt var af ættingjum og vandamönnum Sigurjóns Brink að sex vinir hans myndu flytja lagið „Aftur heim“ fyrir hans hönd árið 2011.[1] Lagið vann keppnina hér á landi og keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva í Dusseldorf, Þýskalandi í maí. Þar hafnaði það í 20. sæti.

Heimildir

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.