Ágústa Eva Erlendsdóttir

Ágústa Eva Erlendsdóttir
Fædd28. júlí 1982 (1982-07-28) (42 ára)
Störf
  • Leikari
  • söngvari
Þekkt fyrirSilvíu Nótt

Ágústa Eva Erlendsdóttir (f. 28. júlí 1982) er íslensk söng- og leikkona. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Silvía Nótt og sem söngkona hljómsveitarinnar Ske.

Ágústa er næstyngst fimm systkina. Hún ólst upp í Hveragerði en flutti á unglingsárunum til Hafnarfjarðar og gekk í Víðistaðaskóla. Hún hóf nám við Menntaskólann í Kópavogi en lauk ekki námi. Hún var virk í leiklist og söng, enda eru það hennar helstu áhugamál. Hún hefur líka fengist við það að teikna.

Ágústa var söngkona í rapphljómsveitinni Kritikal Mazz sem gaf út samnefnda plötu árið 2002. Platan fékk tilnefningu sem besta íslenska hiphop platan á Tónlistarverðlaunum Radio X og Undirtóna. Trausti Júlíusson gagnrýnandi í Fókus sagði plötuna vera eina bestu hiphop plötuna sem komið hefði út á Íslandi.

Ágústa tók þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Kópavogs, til dæmis Memento Mori. Árið 2004 lék hún í Hárinu. Leikstjóri verksins var Rúnar Freyr Gíslason og tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Í hlutverki Bergers var Björn Thors.

Árið 2005 hlaut Ágústa og/eða Silvía Nótt, tvær Eddur á Edduverðlaununum. Silvía var valin sjónvarpsmaður ársins og þátturinn hennar Sjáumst með Silvíu Nótt var valinn skemmtiþáttur ársins. Ári seinna, það er að segja 2006, lék hún í bíómyndinni Mýrinni sem gerð var eftir samnefndri bók eftir Arnald Indriðason. Hún lék dóttur Erlends, Evu Lind sem er fíkniefnaneytandi.

Árið 2008 tók hún þátt í undirbúningi að þróun skemmtiþáttarins Svalbarða, sem er þáttur í stjórn Þorsteins Guðmundssonar. Í þættinum er hún söngkona hljómsveitarinnar sem leikur tónlist milli atriða. Skrifar innslög sem og að leika í þeim sjálf með Þorsteini.

Árið 2009 lék hún Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Hún leikur einnig Margreti í kvikmynd Ólafs De fleur í framleiðslu Popoli, Laxdæla Lárusar.

Ágústa er í hljómsveitinni Sycamore Tree

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
2005 Sjáumst með Silvíu Nótt Silvía Nótt 15 þættir - Edduverðlaun
2006 Mýrin Eva Lind
2007 The Silvia Night Show Silvía Nótt
2008 Sveitabrúðkaup Auður
2009 Epic Fail Sigga stuttmynd
Góða ferð stuttmynd
Bjarnfreðarson Bjarnfreður Geirsdóttir
2011 Kurteist fólk Margrét
Borgríki Andrea
2012 Ávaxtakarfan Eva Appelsína
2013 Frosinn Elsa
2019 Beforeigners Urðr Sighvatsdóttir