Engeyjarviti

Engeyjarviti.

Engeyjarviti er viti á vesturenda Engeyjar í Kollafirði. Þetta er 8 metra hár gulur ferstrendur steyptur turn með ljóshúsi ofan á. Ljóseinkenni vitans er Fl WRG 5s (eitt blikkljós í þrílitum geira á 5 sekúndna fresti).

Í Engey voru ljósluktir (innsiglingaljós) um tíma frá síðari hluta 19. aldar þar til vitinn við enda Vitastígs var reistur 1897. Núverandi viti í Engey var reistur árið 1937.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.