Galtarviti
66°9′47″N 23°34′17″V / 66.16306°N 23.57139°V Galtarviti er viti sem stendur í Keflavík sem er vík út af Súgandafirði á Vestfjörðum. Enginn akvegur liggur að vitanum en þangað er hægt að komast gangandi, á snjósleða eða sjóleiðina ef veður er gott. Árið 1920 var reistur viti og vitavarðarhús í Keflavík. Vitinn var lýstur með gasi og nauðsynlegt var að vitavörður væri á staðnum til að sjá um hann. Árið 1959 var reistur nýr 10,7 m hár viti. Orka til vitalýsingarinnar fékkst frá ljósavél og árið 1960 var reist lítil vatnsaflsstöð til að framleiða rafmagn fyrir staðinn.
í seinni heimsstyrjöldinni faldi Þjóðverjinn August Lehrmann sig í vitanum en hann starfaði einnig fyrir bóndann á Galtarvita. Þeir voru báðir handteknir af Bretum sumarið 1941, Lehrmann á Patreksfirði og bóndinn á Galtarvita.
Heimild
- Galtarviti Geymt 22 september 2016 í Wayback Machine
- „Bretar handtaka sjö manns á Ísafirði“, Morgunblaðið 10.06.1941.