Faxasker
Faxasker er um 10 metra hátt sker norðan við Ystaklett við Heimaey í Vestmannaeyjum. Skerið að mestu gróðurlaust því algengt er að brimi yfir það í vondu veðri.
Neyðarskýli er á skerinu og viti. Skýlinu var komið fyrir þarna vegna stórs sjóslyss sem varð við skerið 1950. Báturinn sem lenti í slysinu hét Helgi og fórust allir sem um borð voru eða 10 manns. Tveir menn komust upp á skerið en náðust ekki þaðan í tæka tíð. Eftir þetta var hafist handa við að reisa skýlið og ljóshúsi komið fyrir ofan á því sex árum síðar. Skýlið er 6 metrar á hæð. Ljóseinkenni vitans er Fl W 7s (eitt hvítt blikkljós á 7 sekúndna fresti).
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.