Listi yfir fullvalda ríki

Listi yfir fullvalda ríki gefur yfirlit yfir fullvalda ríki um allan heim með upplýsingum um stöðu þeirra og viðurkenningu á fullveldi þeirra.
Hægt er að skipta ríkjunum 208 í þrjá flokka eftir því hver staða þeirra er innan Sameinuðu þjóðanna: 193 aðildarríki,[1] 2 áheyrnarríki, og 13 önnur ríki. Dálkurinn „Deilur um fullveldi“ sýnir að fullveldið er óumdeilt í 188 tilvikum, en umdeilt í 18 tilvikum. Af þessum 18 eru 6 aðildarríki, 1 áheyrnarríki og 11 önnur ríki. Að auki eru 2 ríki með sérstaka stöðu.
Listar af þessu tagi eru alltaf umdeilanlegir, þar sem engin bindandi skilgreining er til á því hvaða skilyrði ríki þurfa að uppfylla til að teljast fullvalda. Nánar er fjallað um skilyrðin hér fyrir neðan. Á listanum eru líka lönd sem eru talin hafa stöðu fullvalda ríkja de facto, en ekki ætti að líta á það sem stuðning við kröfur um viðurkenningu á sjálfstæði þeirra.
Skilgreiningar
Þessi listi á rætur að rekja til skilgreiningarinnar á því hvað telst fullvalda ríki samkvæmt fyrstu grein Montevídeósáttmálans frá 1933. Samkvæmt sáttmálanum, þarf fullvalda ríki að hafa þessa eiginleika: (a) stöðugan fólksfjölda, (b) afmarkað landsvæði, (c) ríkisstjórn, og (d) möguleika á því að vinna með öðrum ríkjum, svo fremi sem það hafi ekki fengist með vopnavaldi, hótunum eða öðrum þvingunaraðgerðum.[2]
Deilt er um það hvort og að hve miklu leyti viðurkenning skiptir máli fyrir sjálfstæði ríkja. Ef skilgreiningunni hér að framan er fylgt ætti hún að nægja til að ríki teljist sjálfstæð, og viðurkenning annarra ríkja skiptir þá engu máli. Á hinn bóginn, ef óskilyrtu kenningunni um ríkjamyndun er fylgt getur ríki aðeins talist fullgildur aðili að alþjóðasamskiptum ef önnur ríki viðurkenna fullveldi þess. Á eftirfarandi lista eru ríki sem:
- líta á sig sem sjálfstæð ríki (til dæmis með sjálfstæðisyfirlýsingu) og eru oft álitin uppfylla skilgreininguna að framan, eða
- eru viðurkennd sem sjálfstæð ríki af minnst einu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.
Í sumum tilvikum kann að vera umdeilt hvort tiltekið ríki uppfylli skilyrðin í Montevídeósáttmálanum. Ríki sem telja sig fullvalda en uppfylla ekki öll skilyrðin eru stundum kölluð hálfgildingsríki.[3][4]
Á grundvelli þessara skilyrða eru því 208 ríki á listanum:
- 205 ríki sem njóta viðurkenningar minnst eins aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna
- 1 ríki sem uppfyllir skilyrðin, en er aðeins viðurkennt af ríkjum sem ekki eru aðildarríki Sþ (Transnistría)
- 1 ríki sem uppfyllir skilyrðin, en nýtur ekki viðurkenningar neins annars ríkis (Sómalíland)
Í töflunni er að finna undirlista yfir lönd sem eru ýmist ekki fullvalda eða eru nátengd öðru fullvalda ríki. Þar er líka að finna svæði þar sem yfirráð annars ríkis eru takmörkuð með alþjóðasamningum. Þetta eru:
- Ríki í frjálsu sambandi við annað ríki
- Tvö svæði undir yfirráðum Pakistan sem eru hvorki fullvalda, hjálendur né hlutar annarra ríkja: Azad Kasmír og Gilgit Baltistan
- Hjálendur annars ríkis, auk landsvæða sem sýna mörg einkenni hjálenda
- Landsvæði sem stofnuð hafa verið með alþjóðasamningum
Listinn
Heiti ríkjanna hér eru í langflestum tilvikum samkvæmt lista Árnastofnunar yfir ríkjaheiti.[5]
Almennt og opinbert heiti | Aðild að Sameinuðu þjóðunum[6] | Deilur um fullveldi | Frekari upplýsingar um stöðu og viðurkenningu fullveldis |
---|---|---|---|
↓ Aðildarríki og áheyrnarríki Sþ ↓ | |||
Sjá færsluna fyrir Abkasíu | Abkasía →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Ríkjandi stjórn í Afganistan sem nefnir landið „íslamska emírsdæmið Afganistan“, hefur ekki verið viðurkennd af neinu ríki. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna stjórn „íslamska lýðveldisins Afganistan“ sem réttmæta stjórn landsins.[7][8] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Kína | Alþýðulýðveldið Kína →|||
Sjá færsluna fyrir Norður-Kóreu | Alþýðulýðveldið Kórea →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Andorra er samfurstadæmi þar sem embætti þjóðhöfðingja deilist á Frakklandsforseta og biskupinn af Urgell,[9] sem aftur er skipaður af páfa. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Antígva og Barbúda á aðild að Breska samveldinu. Eitt sjálfstjórnarhérað, Barbúda, er hluti af ríkinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Argentína er sambandsríki 23 fylkja og einnar sjálfstjórnarborgar.[11] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Ekki viðurkennt af Pakistan. | Pakistan viðurkennir ekki Armeníu vegna átakanna um Nagornó-Karabak.[12][13][14] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Eitt sjálfstjórnarhérað, Sjálfstjórnarlýðveldið Naksjivan, er útlenda Aserbaísjan. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Austurríki er sambandsríki 9 fylkja. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Ástralía er aðili að Breska samveldinu og sambandsríki sex fylkja, þriggja yfirráðasvæða og sex handanhafssvæða, auk tilkalls til lands á Suðurskautslandinu. Handanhafssvæði Ástralíu eru:
|
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Bahamaeyjar eiga aðild að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Bandaríkin eru sambandsríki 50 fylkja, eins alríkisumdæmis og eins innlimaðs yfirráðasvæðis (Palmýrurif). Auk þess fer alríkisstjórnin með yfirráð yfir 13 hjálendum. Af þeim eru fimm byggðar:
Hún fer líka með stjórn nokkurra óbyggðra eyja: Stjórnin gerir líka tilkall til eftirfarandi svæða:
Þrjú sjálfstæð ríki hafa gerst sambandsríki Bandaríkjanna með samningi um frjálst samband:
|
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Belgía á aðild að Evrópusambandinu. Belgía er sambandsríki þriggja málsamfélaga og þriggja héraða. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Belís á aðild að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Bosnía og Hersegóvína er mynduð úr tveimur aðilum:
Auk þess er Brčko-umdæmi sjálfstjórnarumdæmi.[17] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Brasilía er sambandsríki með 26 fylki og eitt alríkisumdæmi. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Bretland á aðild að Breska samveldinu. Það er samsett úr fjórum aðildarlöndum: Englandi, Norður-Írlandi, Skotlandi og Wales. Bretlandi tilheyra 13 hjálendur auk tilkalls til lands á Suðurskautslandinu:
Breska krúnan fer líka með yfirráð yfir þremur krúnunýlendum með heimastjórn: |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Mjanmar | Búrma →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Tilkall Chile til lands á Suðurskautslandinu er formlega skilgreint sem sveitarfélagið Antártica Chilena sem aftur er hluti af Magellaneshéraði. |
Sjá færsluna fyrir Cooks-eyjar | Cooks-eyjar →|||
Sjá færsluna fyrir Fílabeinsströndina | Côte d'Ivoire →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Tvö heimastjórnarsvæði eru hluti af konungsríkinu:
Danmörk, Færeyjar og Grænland mynda þrjú lönd konungsríkisins. Danmörk er aðildarríki Evrópusambandsins, en aðildin nær ekki til Færeyja og Grænlands.[18][19] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Eþíópía er sambandsríki níu héraða og tveggja borga. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Eitt sjálfstjórnarhérað, Bangsamoro, tilheyrir Filippseyjum. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins.
|
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Eitt sjálfstjórnarhérað er á Fídjieyjum, Rotuma.[21][22] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Frakklandi tilheyra fimm handanhafsumdæmi og -héruð:Franska Gvæjana, Guadeloupe, Martinique, Mayotte og Réunion. Frakklandi tilheyra líka handanhafssvæðin:
|
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Georgíu tilheyra tvö sjálfstjórnarlýðveldi, Adjara og sjálfstjórnarlýðveldið Abkasía. Abkasía er de facto undir stjórn Abkasíu. Suður-Ossetía er annað de facto sjálfstætt ríki innan Georgíu sem nýtur takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Grenada er aðili að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Eitt sjálfstjórnarsvæði, Atosfjall, er innan Grikklands.[25] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Innan konungsríkisins eru fjögur lönd með heimastjórn:
Að auki eru þrjú handanhafssveitarfélög í Karíbahafi: Bonaire, Saba og Sint Eustatius. Erópusambandsaðildin nær aðeins til Hollands (Evrópuhlutans). |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Mörg ríki viðurkenna ekki forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó, eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Litáen lítur svo á að samstarfsráð sem Svjatlana Tsikanúskaja leiðir sé réttkjörin stjórn landsins.[28] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Indland er sambandsríki 28 fylkja og átta sambandssvæða. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Indónesíu tilheyra fimm sjálfstjórnarhéruð: Aceh, Djakarta, Papúa, Vestur-Papúa og sérstjórnarhéraðið Yogyakarta. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Írak er sambandsríki[29] 19 landstjóraumdæma. Fjögur þeirra mynda sjálfstjórnarhéraðið Kúrdistanhérað. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Ekki viðurkennt að hluta | Ísrael hefur de facto yfirráð yfir landsvæðum sem Palestínuríki gerir tilkall til. Það hefur innlimað Austur-Jerúsalem,[31] sem nýtur takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar.[32] Ísrael hefur ýmis konar stjórn á svæðum á Vesturbakkanum, og er enn talið hafa hernámslið á Gasaströndinni.[33][34][35][36]
28 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og Sahrawi-lýðveldið viðurkenna ekki Ísrael. Meirihluti aðildarríkja Sþ lítur á Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna, en samtökin viðurkenndu Ísrael árið 1993. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Á Ítalíu eru 5 sjálfstjórnarhéruð: Ágústudalur, Fríúlí-Venezia Giulia, Sardinía, Sikiley og Suður-Týról. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Á aðild að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Kanada er aðili að Breska samveldinu. Það er sambandsríki 10 fylkja og þriggja sjálfstjórnarsvæða. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Ekki viðurkennt að hluta. Lýðveldið Kína gerir tilkall til alls Kína. | Í Kína eru fimm sjálfstjórnarhéruð, Guangxi, Innri-Mongólía, Ningxia, Tíbet og Xinjiang. Auk þeirra eru sérstjórnarhéruðin:
Kína gerir tilkall til Taívan sem er undir stjórn lýðveldisins Kína sem aftur gerir tilkall til alls Kína. 14 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og Vatíkanið viðurkenna ekki alþýðulýðveldið. Fyrir utan Bútan viðurkenna þau stjórn lýðveldisins Kína sem réttmæta stjórn alls Kína. |
Sjá færsluna fyrir Lýðveldið Kína | Kína, Lýðveldið →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó | Kongó, Lýðstjórnarlýðveldið →|||
Sjá færsluna fyrir Lýðveldið Kongó | Kongó, Lýðveldið →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Kómorur eru sambandsríki þriggja eyja með sjálfstjórn. |
Sjá færsluna fyrir Norður-Kóreu | Kórea, Norður →|||
Sjá færsluna fyrir Suður-Kóreu | Kórea, Suður →|||
Sjá færsluna fyrir Kósovó | Kósovó →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Ekki viðurkennt af Tyrklandi[38] | Aðildarríki Evrópusambandsins. Norðausturhluti eyjunnar er de facto sjálfstæða Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur.
Tyrkland viðurkennir ekki fullveldi Kýpur vegna Kýpurdeilunnar. Tyrkland viðurkennir hins vegar stjórn Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Norður-Makedóníu | Makedónía →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Malasía er sambandsríki 13 fylkja og þriggja alríkisumdæma. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Hluti Vestur-Sahara sem Marokkó gerir tilkall til er undir stjórn Sahrawi-lýðveldisins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í frjálsu sambandi við Bandaríkin. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Rodrigues er sjálfstjórnareyja innan Máritíus. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Mexíkó er sambandsríki 31 fylkis og einnar sjálfstjórnarborgar. Sapatistar hafa de facto yfirráð yfir uppreisnarsveitarfélögum í Chiapas. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í frjálsu sambandi við Bandaríkin. Míkrónesía er sambandsríki fjögurra fylkja. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Wa-fylki er de facto sjálfstætt ríki innan Mjanmar. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki viðurkennt herforingjastjórnina í Mjanmar sem réttmæt stjórnvöld.[8] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Moldóvu eru sjálfstjórnarhéruðin Gagauzia og austurbakki Dniester. Austurbakkinn og borgin Bender eru de facto undir stjórn Transnistríu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Svartfjallaland | Montenegró →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Nepal er sambandsríki 7 sýslna. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Nígería er sambandsríki 36 fylkja og eins alríkishéraðs. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Tvö sjálfstjórnarhéruð eru innan Níkaragva: Atlántico Sur og Atlántico Norte. |
Sjá færsluna fyrir Niue | Niue →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Suður-Kórea gerir tilkall til Norður-Kóreu. | Þrjú aðildarríki Sþ viðurkenna ekki Norður-Kóreu: Frakkland, Japan og Suður-Kórea. Suður-Kórea gerir tilkall til yfirráða á öllum Kóreuskaganum.[41] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur | Norður-Kýpur →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Noregur fer með stjórn tveggja aðskildra landsvæða í Evrópu:
Noregur fer með stjórn einnar útlendu og gerir tilkall til tveggja landsvæða á Suðurskautslandinu: |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Nýja-Sjáland á aðild að Breska samveldinu. Nýja-Sjálandi tilheyrir eitt heimastjórnarsvæði og eitt tilkall á Suðurskautslandinu:
Ríkisstjórn Nýja-Sjálands fer með utanríkismál að hluta fyrir tvö ríki sem eru í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland: Þessi lönd eiga í sjálfstæðu stjórnmálasambandi við ýmis ríki, hafa samningsrétt innan Sameinuðu þjóðanna og eru aðilar að ýmsum undirstofnunum þeirra. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Pakistan er sambandsríki fjögurra fylkja og eins höfuðborgarsvæðis. Pakistan fer með stjórn svæða í Kasmír, en hefur ekki formlega innlimað þau,[42][43] heldur lítur á þau sem umdeild svæði.[44][45] Þessir hlutar skiptast í tvö landsvæði, og stjórn þeirra er aðskilin frá stjórn Pakistan:
Azad Kasmír er lýst sem „sjálfstjórnarfylki undir stjórn Pakistan“ meðan Gilgit-Baltistan er lýst sem sjálfstjórnarsvæðum.[46][47][48] Oftast er ekki litið á þessi svæði sem fullvalda, þar sem þau uppfylla ekki skilyrðin til þess.[47][49][50] |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í frjálsu sambandi við Bandaríkin. |
![]() |
Áheyrnarríki Sameinuðu þjóðanna og aðili að 2 undirstofnunum þeirra. | Ekki viðurkennt að hluta. | Palestínuríki lýsti yfir sjálfstæði árið 1988. Það er ekki viðurkennt af Ísrael, en hefur hlotið viðurkenningu 138 annarra ríkja.[51] Ríkið hefur engin ákveðin landamæri eða raunveruleg yfirráð yfir megninu af því landsvæði sem það gerir tilkall til. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Papúa Nýja-Gínea á aðild að Breska samveldinu. Það hefur eitt sjálfstjórnarsvæði: Bougainville. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Portúgal nær yfir tvö heimastjórnarsvæði: Asóreyjar og Madeira. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Rússland er sambandsríki 85 sambandsaðila (lýðvelda, héraða, sýslna, sjálfstjórnarsvæða, alríkisborga og sjálfstjórnarhéraðs). |
Sjá færsluna fyrir Sahrawi-lýðveldið | Sahrawi-lýðveldið →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Salómonseyjar eiga aðild að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sambandsríki sjö furstadæma. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Sankti Kristófer og Nevis er aðili að Breska samveldinu og sambandsríki tveggja eyja: Sankti Kristófer og Nevis. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Sankti Lúsía er aðili að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Sankti Vinsent og Grenadínur á aðild að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Príncipe er sjálfstjórnarhérað innan Saó Tóme og Prinsípe. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Serbíu eru tvö sjálfstjórnarhéruð, Vojvodina og Kósovó og Metohija. Síðarnefnda héraðið er de facto undir stjórn Kósovó. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Sómalía er sambandsríki sex fylkja. Tvö þeirra, Púntland og Galmudug, hafa lýst yfir sjálfstjórn, og eitt, Sómalíland, er de facto sjálfstætt ríki. |
Sjá færsluna fyrir Sómalíland | Sómalíland →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Spánn skiptist í 17 sjálfstjórnarhéruð og tvær borgir með sérstjórn. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Norður-Kórea gerir tilkall til Suður-Kóreu. | Í Suður-Kóreu er eitt sjálfstjórnarhérað, Jejudo.[52] Suður-Kórea er ekki viðurkennd af Norður-Kóreu sem gerir tilkall til yfirráða á öllum Kóreuskaganum. |
Sjá færsluna fyrir Suður-Ossetíu | Suður-Ossetía →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Suður-Súdan er sambandsríki 10 fylkja og þriggja stjórnsýsluumdæma. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Súdan er sambandsríki 18 fylkja. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Esvatíní | Svasíland →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Sviss er sambandsríki 26 kantóna. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | 20 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna viðurkenna Þjóðarbandalag Sýrlands sem réttmæt stjórnvöld í landinu, fremur en núverandi stjórn landsins.
Héraðið Rojava hefur lýst yfir sjálfstjórn. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Tadsíkistan er eitt sjálfstjórnarhérað, Sjálfstjórnarhéraðið Gornó-Badaksjan. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Lýðveldið Kína | Taívan →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Tansaníu er eitt sjálfstjórnarhérað, Sansibar. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
Sjá færsluna fyrir Austur-Tímor | Tímor-Leste →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
Sjá færsluna fyrir Transnistríu | Transnistría →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Trínidad og Tóbagó er eitt sjálfstjórnarhérað, Tóbagó. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Túvalú á aðild að Breska samveldinu. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Úkraínu er eitt sjálfstjórnarhérað, Sjálfstjórnarlýðveldið Krím, sem er de facto undir yfirráðum Rússlands, ásamt borginni Sevastópol. Hlutar Donetsk-sýslu og Luhansk-sýslu eru de facto undir stjórn Rússlands. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Í Úsbekistan er eitt sjálfstjórnarhérað, Karakalpakstan. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Áheyrnarríki Sþ og aðili að þremur undirstofnunum. | Engar | Páfastóll fer með stjórn Vatíkansins. Páfastóll er fullvalda aðili sem á í stjórnmálasambandi við 183 ríki. Að auki eiga alþjóðlegu stofnanirnar Evrópusambandið og Mölturiddarar í stjórnmálasambandi við Páfastól. Vatíkanið er aðili að Alþjóðakjarnorkustofnuninni, Alþjóðafjarskiptasambandinu, Alþjóðapóstsambandinu og Alþjóðahugverkastofnuninni, auk þess að vera með varanlega áheyrnaraðild.[56] Embættismenn Vatíkansins eru skipaðir af páfa sem er biskup yfir biskupsdæminu Róm og þjóðhöfðingi Vatíkansins ex officio. |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Venesúela er sambandsíki 23 fylkja, eins höfuðborgarumdæmis og alríkisumdæma. |
Sjá færsluna fyrir Sahrawi-lýðveldið | Vestur-Sahara →|||
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | |
![]() |
Aðildarríki Sþ | Engar | Aðildarríki Evrópusambandsins. Þýskaland er sambandsríki 16 sambandslanda. |
↑ Aðildarríki og áheyrnarríki Sþ ↑ | |||
↓ Önnur ríki ↓ | |||
![]() |
Engin aðild | Georgía gerir tilkall til landsins. | Abkasía og Suður-Ossetía eru aðeins viðurkennd af Rússlandi, Níkaragva, Sýrlandi, Venesúela, Suður-Ossetíu og Transnistríu.[57] Georgía gerir tilkall til yfirráða fyrir hönd sjálfstjórnarlýðveldisins Abkasíu. |
![]() |
Aðili að átta undirstofnunum Sþ | Ríki í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland. Cooks-eyjar eiga í stjórnmálasambandi við 52 ríki og eru aðilar að undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna með fulla samningsaðild.[58] Þær deila þjóðhöfðingja með Nýja-Sjálandi og eru auk þess með nýsjálenskan ríkisborgararétt. | |
![]() |
Aðili að tveimur undirstofnunum Sþ | Serbía gerir tilkall til landsins. | Samkvæmt Ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1244 var Kósovó sett undir tímabundna stjórn Sameinuðu þjóðanna árið 1999.[59] Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 og hefur verið viðurkennt af 112 aðildarríkjum Sþ og Lýðveldinu Kína, en 18 aðildarríki hafa dregið viðurkenningu sína til baka.[60] Serbía gerir enn tilkall til yfirráða yfir Kósovó. Önnur aðildarríki viðurkenna enn yfirráð Serbíu eða hafa ekki tekið afstöðu. Kósovó á aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Heimsbankanum. Lýðveldið Kósovó ræður yfir megninu af landsvæðinu de facto, en með takmarkaða stjórn í norðurhlutanum. |
![]() |
Aðili að fimm undirstofnunum Sþ | Engar | Niue er í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland og á í stjórnmálasambandi við 20 ríki. Niue er aðili að nokkrum undirstofnunum Sþ með fulla samningsaðild.[58] Það deilir þjóðhöfðingja með Nýja-Sjálandi og er með nýsjálenskan ríkisborgararétt. |
![]() |
Engin aðild | Kýpur gerir tilkall til landsins | Norður-Kýpur er aðeins viðurkennt af Tyrklandi. Það er áheyrnarríki í Samtökum um íslamska samvinnu og Efnahagssamstarfsráðinu sem „ríki Kýpur-Tyrkja“. Kýpur gerir tilkall til Norður-Kýpur.[61] |
![]() |
Engin aðild | Marokkó gerir tilkall til landsins. | Hefur verið viðurkennt af 84 aðildarríkjum Sþ, en 43 þeirra hafa dregið viðurkenningu sína til baka eða frestað henni. Stofnaðili að Afríkusambandinu. Marokkó gerir tilkall til alls landsins sem hluta af Suðurhéruðum Marokkó. Ríkisstjórn lýðveldisins er í útlegð í Alsír. |
![]() |
Engin aðild | Sómalía gerir tilkall til landsins. | Sómalíland er de facto sjálfstætt ríki.[62][63][64][65][66] Það er ekki viðurkennt af neinu öðru ríki og Sómalía gerir tilkall til yfirráða þar.[67] |
![]() |
Engin aðild | Georgía gerir tilkall til landsins. | Suður-Ossetía er de facto sjálfstætt ríki.[68] Það er aðeins viðurkennt af Rússlandi, Níkaragva, Naúrú, Sýrlandi, Venesúela, Abkasíu og Transnistríu. Georgía gerir tilkall til landsins fyrir hönd tímabundinnar héraðsstjórnar Suður-Ossetíu.[69] |
![]() |
Engin aðild, en var áður aðili til 1971 | Alþýðulýðveldið Kína gerir tilkall til landsins. | Keppir að nafninu til um yfirráð yfir öllu Kína sem réttmæt stjórn landsins frá 1949. Lýðveldið Kína fer með stjórn eyjunnar Taívan og nærliggjandi eyja, Quemoy, Matsu, Prataeyja og hluta Spratly-eyja. Það hefur ekki gefið eftir tilkall sitt til meginlands Kína.[70] 13 aðildarríki Sþ viðurkenna Lýðveldið Kína, og ekkert þeirra viðurkennir Alþýðulýðveldið Kína. Eitt aðildarríki (Bútan) hefur ekki tekið afstöðu hvort ríkið það viðurkennir.
Alþýðulýðveldið Kína gerir tilkall til alls lands sem Lýðveldið ræður yfir. Lýðveldið á aðild að mörgum alþjóðlegum stofnunum undir ýmsum gervinöfnum, oftast sem „Kínverska Taípei“. Það er fullgildur meðlimur í Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Lýðveldið var stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum og átti aðild að þeim frá 1945 til 1971, með neitunarvald í öryggisráðinu. |
![]() |
Engin aðild | Moldóva gerir tilkall til landsins. | Transnistría er de facto sjálfstætt ríki,[62] en nýtur aðeins viðurkenningar Abkasíu og Suður-Ossetíu.[57] Moldóva gerir tilkall til landsins.[71] |
↑ Önnur ríki ↑ | |||
Aðrir listar
- Lönd eftir stærð
- Lönd eftir mannfjölda
- Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)
- Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)
- Lönd eftir landsframleiðslu á mann (KMJ)
- Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)
Tilvísanir
- ↑ Press Release ORG/1469 (3 júlí 2006). „United Nations Member States“. United Nations. Afrit af uppruna á 30. desember 2013. Sótt 3 nóvember 2019.
- ↑ Hersch Lauterpacht (2012). Recognition in International Law. Cambridge University Press. bls. 419. ISBN 9781107609433.
- ↑ Hahn, Gordon (2002). Russia's Revolution from Above, 1985–2000: Reform, Transition, and Revolution in the Fall of the Soviet Communist Regime. New Brunswick: Transaction Publishers. bls. 527. ISBN 978-0765800497.
- ↑ Griffiths, Ryan (2016). Age of Secession: The International and Domestic Determinants of State Birth. Cambridge: Cambridge University Press. bls. 85, 213–242. ISBN 978-1107161627.
- ↑ „Ríkjaheiti“. Árnastofnun. Sótt 5-4-2022.
- ↑ Hér kemur fram hvort ríki á aðild að Sameinuðu þjóðunum, eða hvort það tekur þátt í starfi Sþ með aðild að undirstofnunum þeirra.
- ↑ „Taliban announce new government for Afghanistan“. BBC News. 7. september 2021.
- ↑ 8,0 8,1 „U.N. Seats Denied, for Now, to Afghanistan's Taliban and Myanmar's Junta“. nytimes. 1. desember 2021.
- ↑ „Andorra country profile“. BBC News. Afrit af uppruna á 15 febrúar 2009. Sótt 8 nóvember 2011.
- ↑ Stjórnarskrá Argentínu (35. grein) samþykkir eftirfarandi heiti á landinu: „Sameinuð héruð Río de la Plata“, „Argentínska lýðveldið“ og „Argentínska sambandsríkið“.
- ↑ Tilkall Argentínu til lands á Suðurskautslandinu er ein af fimm sýslum héraðsins Tierra del Fuego.„Tierra del Fuego and Antarctica“. Patagonia-Argentina. Sótt 12. september 2020.
- ↑ „Pakistan Worldview, Report 21, Visit to Azerbaijan“ (PDF). Senate of Pakistan Foreign Relations Committee. 2008. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19 febrúar 2009.
- ↑ Nilufer Bakhtiyar: "For Azerbaijan Pakistan does not recognise Armenia as a country" Geymt 13 ágúst 2011 í Wayback Machine 13 September 2006 [14:03] – Today.Az
- ↑ „Pakistan the only country not recognizing Armenia – envoy“. News.Az. 5 febrúar 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 febrúar 2014. Sótt 17 febrúar 2014. „We are the only country not recognizing Armenia as a state.“
- ↑ Ríkisstjórn Austur-Tímor notar „Timor-Leste“ sem opinbert enskt heiti landsins.
- ↑ „Bahamas, The | The Commonwealth“. thecommonwealth.org (enska). 15 ágúst 2013. Afrit af uppruna á 9. mars 2018. Sótt 12. mars 2018.
- ↑ Stjepanović, Dejan (2015). „Dual Substate Citizenship as Institutional Innovation: The Case of Bosnia's Brčko District“. Nationalism and Ethnic Politics. 21 (4): 382–383. doi:10.1080/13537113.2015.1095043. eISSN 1557-2986. ISSN 1353-7113. OCLC 5927465455. S2CID 146578107.
- ↑ „Home Rule Act of the Faroe Islands : No. 137 of March 23, 1948“. Statsministeriat. Copenhagen. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2015. Sótt 20 maí 2015.
- ↑ „The Greenland Home Rule Act : Act No. 577 of 29 November 1978“. Statsministeriat. Copenhagen. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 febrúar 2014. Sótt 20 maí 2014.
- ↑ Áður þekkt sem Svasíland til 2018.
- ↑ „Rotuma Act“. Laws of Fiji (1978. útgáfa). Suva, Fiji: Government of Fiji. 1927. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 júní 2010. Sótt 10 júlí 2010.
- ↑ Government of Fiji, Office of the Prime Minister (1978). „Chapter 122: Rotuma Act“. Laws of Fiji. University of the South Pacific. Afrit af uppruna á 1. mars 2011. Sótt 10 nóvember 2010.
- ↑ Ríkisstjórn Fílabeinsstrandarinnar notar „Côte d'Ivoire“ sem opinbert heiti landsins í alþjóðasamskiptum.
- ↑ „The Gambia profile“. BBC News. 14 febrúar 2018. Afrit af uppruna á 11. mars 2018. Sótt 12. mars 2018.
- ↑ Stjórnarskrá Grikklands, 105. gr.
- ↑ Ríkisstjórn Grænhöfðaeyja lýsti því yfir árið 2013 að opinbert enskt heiti landsins skyldi vera „Cabo Verde“.Tanya Basu (14. desember 2013). „Cape Verde Gets New Name: 5 Things to Know About How Maps Change“. National Geographic. Afrit af uppruna á 20 október 2018. Sótt 8 október 2018.
- ↑ Utanríkisráðuneyti Íslands mælir með notkun Belarús í stað Hvíta-Rússlands til að árétta sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi.
- ↑ Ministry of Foreign Affairs of the Republic of Lithuania (23. september 2020). „Lithuanian Foreign Ministry's statement on the situation in Belarus“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 júlí 2022. Sótt 14. mars 2022.
- ↑ Iraqi constitution Geymt 18 maí 2016 í Portúgalska vefssafnið
- ↑ Írland er opinbert heiti landsins á ensku. Landið er stundum kallað „Írska lýðveldið“ eða „Éire“ til að aðgreina það frá eyjunni Írlandi.Daly, Mary E. (janúar 2007). „The Irish Free State/Éire/Republic of Ireland/Ireland: "A Country by Any Other Name"?“. Journal of British Studies. 46 (1). Cambridge University Press on behalf of The North American Conference on British Studies: 72–90. doi:10.1086/508399. JSTOR 10.1086/508399.
- ↑ „Basic Law: Jerusalem, Capital of Israel“. www.knesset.gov.il. Afrit af uppruna á 5. september 2014. Sótt 7 júlí 2014.
- ↑ „Disputes: International“. CIA World Factbook. Afrit af uppruna á 14 maí 2011. Sótt 8 nóvember 2011.
- ↑ Bell, Abraham (28 janúar 2008). „International Law and Gaza: The Assault on Israel's Right to Self-Defense“. Jerusalem Issue Brief, Vol. 7, No. 29. Jerusalem Center for Public Affairs. Afrit af uppruna á 21 júní 2010. Sótt 16 júlí 2010.
- ↑ Salih, Zak M. (17 nóvember 2005). „Panelists Disagree Over Gaza's Occupation Status“. University of Virginia School of Law. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2016. Sótt 16 júlí 2010.
- ↑ „Israel: 'Disengagement' Will Not End Gaza Occupation“. Human Rights Watch. 29 október 2004. Afrit af uppruna á 1 nóvember 2008. Sótt 16 júlí 2010.
- ↑ Sanger, Andrew (2011). M.N. Schmitt; Louise Arimatsu; Tim McCormack (ritstjórar). „The Contemporary Law of Blockade and the Gaza Freedom Flotilla“. Yearbook of International Humanitarian Law 2010. Yearbook of International Humanitarian Law. 13. Springer Science & Business Media: 429. doi:10.1007/978-90-6704-811-8_14. ISBN 978-90-6704-811-8. „It is this direct external control over Gaza and indirect control over life within Gaza that has led the United Nations, the UN General Assembly, the UN Fact Finding Mission to Gaza, International human rights organisations, US Government websites, the UK Foreign and Commonwealth Office and a significant number of legal commentators, to reject the argument that Gaza is no longer occupied.“
* Scobbie, Iain (2012). Elizabeth Wilmshurst (ritstjóri). International Law and the Classification of Conflicts. Oxford University Press. bls. 295. ISBN 978-0-19-965775-9. „Even after the accession to power of Hamas, Israel's claim that it no longer occupies Gaza has not been accepted by UN bodies, most States, nor the majority of academic commentators because of its exclusive control of its border with Gaza and crossing points including the effective control it exerted over the Rafah crossing until at least May 2011, its control of Gaza's maritime zones and airspace which constitute what Aronson terms the 'security envelope' around Gaza, as well as its ability to intervene forcibly at will in Gaza.“
* Gawerc, Michelle (2012). Prefiguring Peace: Israeli-Palestinian Peacebuilding Partnerships. Lexington Books. bls. 44. ISBN 9780739166109. „In other words, while Israel maintained that its occupation of Gaza ended with its unilateral disengagement Palestinians – as well as many human right organizations and international bodies – argued that Gaza was by all intents and purposes still occupied.“ - ↑ Alþýðulýðveldið Kína er það ríki sem almennt er nefnt „Kína“, en Lýðveldið Kína er oft nefnt „Taívan“. Stundum er lýðveldið líka nefnt „kínverska Taípei“.
- ↑ Andreas S. Kakouris (9 júlí 2010). „Cyprus is not at peace with Turkey“. CNN. Afrit af uppruna á 18 maí 2014. Sótt 17 maí 2014. „Turkey stands alone in violation of the will of the international community. It is the only country to recognize the "TRNC" and is the only country that does not recognize the Republic of Cyprus and its government.“
- ↑ Líka þekkt sem Kongó-Kinshasa. Áður nefnt Saír frá 1971 til 1997.
- ↑ Líka þekkt sem Kongó-Brazzaville.
- ↑ „Treaty on Basic Relations between Japan and the Republic of Korea“. Afrit af uppruna á 13. mars 2009. Sótt 27 október 2008.
- ↑ Stjórnarskrá Pakistan, 1. gr.
- ↑ Aslam, Tasnim (11. desember 2006). „Pakistan Does Not Claim Kashmir As An Integral Part...“. Outlook India. The Outlook Group. Afrit af uppruna á 13. desember 2011. Sótt 27 febrúar 2011.
- ↑ Williams, Kristen P. (2001). Despite nationalist conflicts: theory and practice of maintaining world peace. Greenwood Publishing Group. bls. 154–155. ISBN 978-0-275-96934-9.
- ↑ Pruthi, R.K. (2001). An Encyclopaedic Survey Of Global Terrorism In 21St Century. Anmol Publications Pvt. Ltd. bls. 120–121. ISBN 978-81-261-1091-9.
- ↑ „Archived copy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 ágúst 2014. Sótt 28 júlí 2014.
- ↑ 47,0 47,1 „To Be Published In The Next Issue Of The“ (PDF). Afrit (PDF) af uppruna á 5. september 2014. Sótt 28 júlí 2014.
- ↑ „AJ&K History“. Afrit af uppruna á 6 janúar 2018. Sótt 6 janúar 2018.
- ↑ Lansford, Tom (8 apríl 2014). Political Handbook of the World 2014. ISBN 9781483333281. Sótt 5 október 2014.
- ↑ „The Azad Jammu And Kashmir Interim Constitution Act, 1974“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13 október 2013. Sótt 28 júlí 2014.
- ↑ Palestine Liberation Organization. „Road For Palestinian Statehood: Recognition and Admission“. Negotiations Affairs Department. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. st 2011. Sótt júlí 28, 2011.
- ↑ Keun Min. „Greetings“. Jeju Special Self-Governing Province. Afrit af uppruna á 2 maí 2013. Sótt 10 nóvember 2010.
- ↑ 53,0 53,1 „Statement from UNISFA on the recent spate of attacks in Abyei“. UNmissions.org. 18 október 2017. Afrit af uppruna á 13 febrúar 2018. Sótt 12 febrúar 2018.
- ↑ 54,0 54,1 „Abyei Administration Area Changes Name“. Gurtong.net. 29 júlí 2015. Afrit af uppruna á 13 febrúar 2018. Sótt 12 febrúar 2018.
- ↑ Tékkneska ríkisstjórnin hefur hvatt til notkunar einfaldara heitisins „Tékkía“.
- ↑ „Non-member States and Entities“. United Nations. 29 febrúar 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 maí 2009. Sótt 30 ágúst 2010.
- ↑ 57,0 57,1 Абхазия, Южная Осетия и Приднестровье признали независимость друг друга и призвали всех к этому же (rússneska). newsru.com. 17 nóvember 2006. Afrit af uppruna á 16 apríl 2009. Sótt 5 júní 2011.
- ↑ 58,0 58,1 „Article 102, Repertory of Practice of United Nations Organs, Supplement No. 8, Volume VI (1989–1994)“ (PDF). untreaty.un.org. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. l 2012. Sótt júlí 15, 2011.
- ↑ „United Nations Interim Administration Mission in Kosovo“. UN. Afrit af uppruna á 25. desember 2014. Sótt 8 janúar 2015.
- ↑ „"Sijera Leone je 18. država koja je povukla priznanje tzv. Kosova" − http://www.mfa.gov.rs/“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30 janúar 2021. Sótt 5 apríl 2022.
- ↑ The World Factbook|Cyprus (10 January 2006). Central Intelligence Agency. Retrieved 17 January 2006.
- ↑ 62,0 62,1 Ker-Lindsay, James (2012). The Foreign Policy of Counter Secession: Preventing the Recognition of Contested States. Oxford University Press. bls. 53. ISBN 9780199698394. Afrit af uppruna á 9 október 2013. Sótt 24. september 2013. „In addition to the four cases of contested statehood described above, there are three other territories that have unilaterally declared independence and are generally regarded as having met the Montevideo criteria for statehood but have not been recognized by any states: Transnistria, Nagorny Karabakh, and Somaliland.“
- ↑ Kreuter, Aaron (2010). „Self-Determination, Sovereignty, and the Failure of States: Somaliland and the Case for Justified Secession“ (PDF). Minnesota Journal of International Law. 19:2. University of Minnesota Law School: 380–381. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 27. september 2013. Sótt 24. september 2013. „Considering each of these factors, Somaliland has a colorable argument that it meets the theoretical requirements of statehood. ... On these bases, Somaliland appears to have a strong claim to statehood.“
- ↑ International Crisis Group (23 maí 2006). „Somaliland: Time for African Union leadership“ (PDF). The Africa Report (110). Groupe Jeune Afrique: 10–13. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20 júlí 2011. Sótt 19 apríl 2011.
- ↑ Mesfin, Berouk (september 2009). „The political development of Somaliland and its conflict with Puntland“ (PDF). ISS Paper (200). Institute for Security Studies: 8. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. nóvember 2011. Sótt 19. apríl 2011.
- ↑ Arieff, Alexis. „De Facto Statehood? The Strange Case of Somaliland“ (PDF). Yale Journal of International Affairs (Spring/Summer 2008). International Affairs Council at Yale: 1–79. Afrit (PDF) af uppruna á 13. desember 2011. Sótt 17 apríl 2011.
- ↑ „Somaliland profile“. BBC News. 14. desember 2017. Afrit af uppruna á 23 apríl 2017. Sótt 27 janúar 2018.
- ↑ Jansen, Dinah (2009). „The Conflict between Self-Determination and Territorial Integrity: the South Ossetian Paradigm“. Geopolitics Vs. Global Governance: Reinterpreting International Security. Centre for Foreign Policy Studies, University of Dalhousie: 222–242. ISBN 978-1-896440-61-3. Afrit af uppruna á 19 ágúst 2018. Sótt 14. desember 2017.
- ↑ „Russia condemned for recognizing rebel regions“. CNN.com. Cable News Network. 26 ágúst 2008. Afrit af uppruna á 29 ágúst 2008. Sótt 26 ágúst 2008.
- ↑ „Ma refers to China as ROC territory in magazine interview“. Taipei Times. 8 október 2008. Afrit af uppruna á 3 júní 2009. Sótt 13 október 2008.
- ↑ Regions and territories: Trans-Dniester