Port Moresby

Miðbær Port Moresby

9°30′49″S 147°13′7″A / 9.51361°S 147.21861°A / -9.51361; 147.21861 Port Moresby (eða Pot Mosbi á Tok Pisin) er höfuðborg og stærsta borg Papúa-Nýju Gíneu við Suðvestur-Kyrrahaf. Hún liggur við strendur suðausturhluta eyjunnar Nýju-Gíneu við Papúa flóa. Íbúar eru ríflega 307.643 manns (2009).

Fyrir landnám Evrópubúa bjuggu þar Motu og Koitabu menn, sjómenn og bændur sem versluðu við nálægar standbyggðir. Höfnin var könnuð árið 1873 af breska sjóðliðsforingjanum John Moresby, sem nefndi staðinn eftir föður sínum, Moresby. Landsvæðið varð síðan bresk nýlenda tíu árum síðar. Bærinn varð mikilvæg stöð fyrir Vesturveldin í seinni heimstyrjöldinni gegn Japönum.

Frá Port Moresby
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.