Psy

Psy, 2012

Park Jae-sang (kóreska: 박재상, fæddur 31. desember 1977) er suður-kóreskur söngvari og lagahöfundur. Hann gengur undir listamannsnafninu „Psy“ (kóreska: 싸이) og er þekktastur fyrir lagið „Gangnam Style“, sem birtist á YouTube 15. júlí 2012. Lagið varð fljótt vinsælt á netinu og hafði verið horft á tónlistarmyndband þess rúmlega 800 milljón sinnum í lok nóvember 2012. Þann 24. nóvember varð Gangnam Style það myndband, sem oftast hefur verið hoft á í sögu YouTube. 21. desember 2012 varð myndband Psy hið fyrsta í sögu YouTube til þess að ná einum milljarði spilana.[1]

Heimildir

Tenglar

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.