Ricoh Arena

Ricoh Arena að utan

Ricoh Arena (Ricoh-leikvangur) er knattspyrnuvöllur í ensku borginni Coventry og er heimavöllur félagsins Coventry City. Leikvangurinn var tekinn í notkun 2005 og er gjarnan notaður fyrir ýmsa viðburði, auk knattspyrnu.

Saga leikvangsins

Það var árið 1997 að ákvörðun var tekin um að reisa nýjan knattspyrnuvöll fyrir Coventry City. Í raun reis heil þyrping húsa. Fyrir utan knattspyrnuvöllinn er þar hótel, sýningarhöll, spilavíti og verslunarmiðstöðin Arena Park. Samstæðan var reis 2005-2007 eftir nokkrar tafir. Leikvangurinn átti upphaflega að taka 45 þúsund manns í sæti og vera þannig með stærri leikvöllum Englands. En þegar uppi var staðið var ákveðið að hafa völlinn minni, þannig að hann tekur eingöngu 32 þúsund manns. Byrjað var að leika knattspyrnu á vellinum haustið 2006. Fyrsti landsleikurinn fór fram 6. október 2006 og áttust þá við England U21 og Þýskaland U21 sem England vann 1-0. Samstæðan öll, þar á meðal völlurinn, var formlega opnuð 24. febrúar 2007 af hlaupakonunni Kelly Holmes og íþróttamálaráðherra landsins Richard Caborn.

Heitið

Heitið Ricoh kemur frá aðalstyrktaraðila samstæðunnar, fjölföldunarfyrirtækinu Ricoh. Upphaflega stóð til að bílaverksmiðjan Jaguar yrði styrktaraðilinn og átti leikvangurinn að heita Jaguar Arena, en samningur við fyrirtækið var leyst upp 18 mánuðum eftir að hann var gerður. Samningurinn við Ricoh var undirritaður 26. apríl 2005 og voru framkvæmdir við samsteypunnar þegar vel á veg komnar.

Íþróttasaga

Ricoh Arena að innan

Ricoh Arena varð heimavöllur Coventry City í upphafi leiktíðar 2005-2006, en þá var leikvangurinn ekki að fullu kláraður. Áður hafði liðið leikið sína leiki á Highfield Road. Fyrsti leikurinn var gegn QPR í B-deildinni (20. ágúst) og vannst hann 3-0. Fyrsti tapleikur liðsins á Ricoh-leikvanginum var 24. september sama ár gegn Hull City 0-2. Áhorfendamet vallarins var slegið 7. mars 2009 í bikarleik Coventry City og Chelsea, sem hinir síðarnefndu unnu 2-0, en 31.407 manns sóttu leikinn. Tæknilega séð var uppselt, því stúkur voru enn í smíðum á þessum tíma. Þegar framkvæmdum var lokið er rúm fyrir 32.609 manns. 21. maí 2011 var völlurinn notaður fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar kvenna í knattspyrnu en þá sigraði Arsenal Ladies. Á Ólympíuleikunum 2012 var völlurinn notaður fyrir knattspyrnuleiki, bæði í karla- og kvennaflokki. Af öðrum íþróttum sem nota völlinn má nefna rúgbý og ruðning.

Tónleikar

Fyrir utan íþróttir er Ricoh Arena gjarnan notaður fyrir stórtónleika. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir 23. september 2005 fyrir Bryan Adams. Tónleikar sem haldnir hafa verið á leikvanginum:

Áætlað er að Muse og Bruce Springsteen muni halda tónleika í leikvanginum árið 2013.

Heimildir