6. október

SepOktóberNóv
SuÞrMiFiLa
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031
2025
Allir dagar


6. október er 279. dagur ársins (280. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 86 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 891 - Formósus varð páfi.
  • 1521 - Hannes Eggertsson var skipaður hirðstjóri á Íslandi.
  • 1659 - Hollenskt kaupskip sökk í höfninni í Flatey á Breiðafirði.
  • 1689 - Pietro Vito Ottoboni varð Alexander 8. páfi.
  • 1863 - Stofnað var félag til að byggja sjúkrahús í Reykjavík. Konur söfnuðu fyrir sjúkrahúsinu, sem tók til starfa við Aðalstræti árið 1866.
  • 1895 - Vígt var samkomuhús Hjálpræðishersins í Reykjavík, sem þar með hóf að starfa á Íslandi. Húsið var gamli spítalinn við Aðalstræti.
  • 1919 - Alþingi setti lög um stofnun hæstaréttar á Íslandi, og tók hann til starfa um miðjan febrúar 1920.
  • 1942 - Húsmæðrakennaraskóli Íslands tók til starfa undir stjórn Helgu Sigurðardóttur.
  • 1961 - Minnst var hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands og var Háskólabíó vígt við það tækifæri. Þar var lengi stærsta bíótjald í Evrópu, um 200 fermetrar.
  • 1973 - Jom kippúr-stríðið hófst með árás Egypta og Sýrlendinga á Ísrael.
  • 1976 - Fjöldamorðin í Thammasat-háskóla: Tugir námsmanna sem höfðu mótmælt endurkomu hershöfðingjans Thanom Kittikachorn til Taílands voru myrtir af vopnuðum konungssinnum. Síðar sama dag tók ný herforingjastjórn við völdum í landinu.
  • 1978 - Ruhollah Khomeini var rekinn frá Írak. Hann flúði til Frakklands.
  • 1980 - Jarðstöðin Skyggnir var tekin í notkun og var þá komið gervihnattasamband við útlönd.
  • 1981 - Anwar Sadat, forseti Egyptalands var myrtur.
  • 1987 - Sænski njósnarinn Stig Bergling slapp úr fangelsi og flúði frá Svíþjóð með eiginkonu sinni. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Wickbom, af sér.
  • 1992 - Lennart Meri varð fyrsti forseti Eistlands eftir endurheimt sjálfstæðis.
  • 1998 - Matthew Shepard var barinn illa í Laramie, Wyoming.
  • 1999 - Spacewatch-verkefnið uppgötvaði eitt af tunglum Júpíters, Kalliróe.
  • 2000 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin CSI hóf göngu sína á CBS.
  • 2000 - Bandaríska kvikmyndin Meet the Parents var frumsýnd.
  • 2000 - Síðasti Mini-bíllinn var framleiddur í Longbridge á Englandi.
  • 2002 - Jóhannes Páll 2. páfi lýsti stofnanda Opus Dei, Josemarìa Escrivà de Balaguer, dýrling kaþólsku kirkjunnar.
  • 2004 - Þriðja lestarslysið varð á Íslandi þegar farþegalest og vöruflutningalest skullu saman við Kárahnjúkavirkjun.
  • 2006 - Fyrsta tölublað Nyhedsavisen kom út í Danmörku.


Fædd

Dáin