Suður-Asía
Suður-Asía vísar til þeirra landa sem eru í Himalajafjöllum, á Indlandsskaga og nálægra eyríkja:
- Indland, Pakistan og Bangladess
- Ríkin í Himalajafjöllunum: Nepal og Bútan
- Eyríkin í Indlandshafi: Srí Lanka og Maldíveyjar
Öll þessi lönd eru aðilar að Samstarfi Suður-Asíuríkja SAARC.
Landfræðilega afmarkast þessi heimshluti af Himalajafjöllum í norðri og Arabíuhafi og Bengalflóa í suðri. Vesturmörk hans eru almennt talin liggja við Hindu Kush-fjallgarðinn á landamærum Pakistans og Afganistan.
Jarðfræðilega er þessi heimshluti á eigin jarðfleka; Indlandsflekanum, sem var aðskilinn frá Evrasíu þar til hann rakst á Evrasíuflekann og Himalajafjöll urðu til.