Sahel

Kort sem sýnir Sahelbeltið í Afríku.

Sahel (úr arabísku ساحل sahil „strönd“ eða „jaðar“) er svæði í Afríku sem liggur á mörkum Sahara og gróðurlendisins í suðri sem er kallað Súdan. Svæðið er aðallega gresja og nær frá AtlantshafinuHorni Afríku og frá hálfþurru graslendi að hitabeltisgresju. Á miðöldum risu þarna mörg stór konungsríki sem högnuðust á Saharaversluninni. Sahelsvæðið í Afríku ratar stundum í fréttirnar á Íslandi, oftast vegna þurrka. Sahel er í raun hið víðáttumikla steppusvæði Afríku (norðan miðbaugs) og markast af suðurjaðri Saharaeyðimerkurinnar og hinum frjósömu frumskógum nær miðbaug.

Úrkoma sem fellur á Sahelsvæðið er einkum á regntímanum frá júní og fram í september. Magn úrkomunnar er þó afar breytilegt eftir árum og stundum bregst hún alfarið með tilheyrandi hörmungum. Sahelsvæðið er sunnan Saharaeyðimerkurinnar og í gróðurfarslegu tilliti einkennist það af gras- og runnategundum sem þola vel þurrk. Þar er regntíminn að jafnaði 6-12 vikur á sumri og úrkomumagnið misjafnt frá ári til árs. Þegar úrkoma bregst þá flýr fólk í stórum hópum og verður þá efni frétta af stórum flóttamannabúðum, vannærðum íbúum og deyjandi börnum. Hjálparsamtök hafa unnið mjög gott starf á þessu svæði, en vandinn er meiri og rætur hans dýpri. Íbúar jarðar bera þarna talsverða ábyrgð. Vegna hlýnandi loftslags og ofbeitar á jaðarsvæðum hefur orðið svokölluð eyðimerkurmyndun þar sem eyðimörkin hefur stækkað inn á svæðið og búsvæði íbúa þrengst. Þetta hefur leitt til átaka þegar íbúar að norðan hafa flúið suður á bóginn og farið inn á svæði fólks sem ekki er aflögufært. Þessir fólksflutningar og átök hafa svo aukið vandann.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.