Súdan (heimshluti)
Súdan er sá hluti Afríku sem nær frá Malí (sem eitt sinn var kallað Franska Súdan) á Sahel-svæðinu við jaðar Sahara að regnskógunum í hitabeltinu fyrir sunnan. Á þessu svæði rignir meira en á Sahel-svæðinu, svo það hentar betur til landbúnaðar.
Nafnið kemur úr arabísku, bilâd as-sûdân („land hinna svörtu“).