Sveitarfélagið Álftanes

Byggðamerki fyrrum sveitarfélagsins Álftaness
Sveitarfélagið Álftanes

Sveitarfélagið Álftanes áður Bessastaðahreppur var sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu, á utanverðu Álftanesi.

Bessastaðahreppur varð til árið 1878, ásamt Garðahreppi, þegar Álftaneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 17. júní 2004 var nafni hreppsins breytt í sveitarfélagið Álftanes.

Samhliða þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs þann 20. október 2012, fór fram íbúakosning í Garðabæ og sveitarfélaginu Álftanes og var sameining þeirra í eitt sveitarfélag samþykkt. Hið nýja sveitarfélag heitir Garðabær en um það hafði verið samið fyrir kosningarnar og miðað við tölur Hagstofu frá 1. janúar 2012 munu íbúar sameinaðs sveitarfélags verða um 14.000 talsins. Sameiningin tók gildi áramótin 2012/2013.[1][2]

Tilvísanir

  1. „Sameining samþykkt í Garðabæ og á Álftanesi“. ruv.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2013. Sótt 21. október 2012.
  2. „Í eina sæng eftir næstu áramót“. visir.is. Sótt 22. október 2012.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.