Oddný G. Harðardóttir

Oddný G. Harðardóttir (OH)
Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands
Í embætti
31. desember 2011 – 1. október 2012
ForveriSteingrímur J. Sigfússon
EftirmaðurKatrín Júlíusdóttir
Formaður Samfylkingarinnar
Í embætti
3. júní 2016 – 31. október 2016
ForveriÁrni Páll Árnason
EftirmaðurLogi Már Einarsson
Bæjarstjóri Garðs
Í embætti
2006 – 2009
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2009 2024  Suður  Samfylking
Bæjarfulltrúi í Garði
frá til    flokkur
2006 2009  Nýir tímar
Persónulegar upplýsingar
Fædd9. apríl 1957 (1957-04-09) (67 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MakiEiríkur Hermannsson
Börn2
MenntunUppeldis- og kennslufræði
HáskóliKennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Oddný Guðbjörg Harðardóttir (f. 9. apríl 1957) var alþingismaður frá 2009 til 2024 fyrir Samfylkinguna. Hún var fjármálaráðherra frá 2011 til 2012 og var formaður Samfylkingarinnar árið 2016. Oddný var formaður menntamálanefndar 2009 - 2010 og formaður fjárveitinganefndar Alþingis 2010 - 2011. Hún er þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.

Oddný starfaði sem stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og einn vetur við Menntaskólann á Akureyri. Hún varð aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1994 og gegndi stöðu skólameistara árið 2005. Hún var verkefnisstjóri á vegum menntamálaráðuneytisins 2001 - 2003 og bæjarstjóri í Garði 2006 - 2009 áður en hún bauð sig fram til þings fyrir kosningarnar 2009.

Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Þann 17. mars 2016 bárust fréttir þess efnis að Oddný hefði lýst yfir framboði sínu til formanns Samfylkingarinnar gegn sitjandi formanni, Árna Páli Árnasyni. Hún var kjörin formaður flokksins 3. júní sama ár. [1]

Í ljósi höfnunar kjósenda á Samfylkingunni í alþingiskosningum 29. október 2016 þar sem fylgið var eingöngu 5,7% og þingmenn þrír talsins sagði Oddný af sér embætti formanns Samfylkingarinnar eftir fund með Forseta Íslands. Logi Einarsson, þá varaformaður flokksins, tók við formennskunni.

Hún gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 2024.

Tilvísanir

  1. Oddný nýr formaður: Finn fyrir ábyrgð Rúv. Skoðað 4. júní, 2016.


Fyrirrennari:
Steingrímur J. Sigfússon
Fjármálaráðherra
(31. desember 20111. október 2012)
Eftirmaður:
Katrín Júlíusdóttir