Hunang

Hunang.

Hunang er gulleitur seigfljótandi sætur vökvi sem býflugur og önnur skordýr vinna úr blómasafa, plöntusafa og safa sem önnur skordýr sem sjúga plöntur seyta. Hunang er notað í matargerð, til að brugga mjöð og við náttúrulækningar. Til eru margar tegundir af hunangi, en bragð þess mótast öðru fremur af umhverfi býflugnabúsins, t.d. því hvaða tegundir blómplantna eru ríkjandi í næsta nágrenni.

Lengi vel var hunang nær eina sætuefnið sem notað var í Evrópu.

Vaxkökuhunang er hunang sem býflugur safna í hólf nýbyggðra lirfulausra vaxkakna eða í fíngerðar tilbúnar vaxkökur úr hreinu bývaxi. Hunang er líka unnið með að láta að láta það drjúpa úr vaxkökum eða skilja það frá vaxkökunum í skilvindu eða pressað það úr vaxakökum við lítinn hita. Það er svo síað til að taka burt aðskotaefni og frjókorn.

Tenglar

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.