Kazuo Ishiguro

Kazuo Ishiguro

Kazuo Ishiguro (カズオ・イシグロ Kazuo Ishiguro, upphaflega 石黒一雄 Ishiguro Kazuo, fæddur 8. nóvember 1954) er breskur rithöfundur af japönskum ættum. Hann fæddist í Nagasaki í Japan en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Englands á 7. áratug 20. aldar. Ishiguro útskrifaðist frá Háskólanum í Kent árið 1978 með BA-gráðu og meistaragráðu í ritlist tveimur árum síðar frá Háskólanum í East Anglia. Hann býr í London ásamt konu sinni og dóttur.

Ishiguro hlaut Whitbread-verðlaunin árið 1986 fyrir aðra skáldsögu sína, An Artist of the Floating World, og Booker-verðlaunin árið 1989 fyrir þriðju skáldsögu sína, Dreggjar dagsins (e. Remains of the Day).

Sjöunda bók hans, Slepptu mér aldrei (e. Never Let Me Go), náði inn á stutta listann til Booker-verðlaunanna.

Þann 5. október 2017 tilkynnti Sænska akademían að Kazuo Ishiguro hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2017. Rökstuðningur nefndarinnar var að Ishiguro hafi „með tilfinningaþrungnum skáldsögum afhjúpað tómarúmið undir falskri upplifun okkar af tengingu við heiminn“.[1]

Skáldsögur

  • (1982) A Pale View of Hills
  • (1986) An Artist of the Floating World
  • (1989) The Remains of the Day (Dreggjar dagsins)
  • (1995) The Unconsoled (Óhuggandi)
  • (2000) When We Were Orphans (Veröld hinna vandalausu)
  • (2003) The Saddest Music in the World (handrit)
  • (2005) Never Let Me Go (Slepptu mér aldrei)
  • (2015) The Buried Giant

Leikrit

  • (1984) A Profile of Arthur J. Mason (frumsamið fyrir Channel 4)
  • (1987) The Gourmet (frumsamið fyrir BBC; síðar útgefið í Granta 43)
  • (2003) The Saddest Music in the World (kvikmyndahandrit)
  • (2005) The White Countess (sjónvarpshandrit)

Smásögur

  • (1981) Introduction 7: Stories by New Writers (Faber and Faber): A Strange and Sometimes Sadness; Waiting for J og Getting Poisoned
  • (1990) A Family Supper (Esquire)
  • (2001) A Village After Dark (The New Yorker)
  • (2009) Nocturnes: Five Stories of Music and Nightfall (Faber and Faber)

Krækjur

Vefur Faber and Faber-útgáfunnar um Ishiguro.

Tilvísanir

  1. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. október 2017. Sótt 5. október 2017.