1986

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 1986 (MCMLXXXVI í rómverskum tölum) var 86. ár 20. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu. Árið var útnefnt ár friðar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Atburðir

Janúar

Challenger-slysið.

Febrúar

Fólk leggur blóm við staðinn þar sem Palme var myrtur í Stokkhólmi.

Mars

Apríl

IBM Portable Computer.
  • 1. apríl - Sector Kanda: Kommúnistar í Nepal reyndu valdarán með því að ráðast á lögreglustöðvar í Katmandú.
  • 3. apríl - IBM sýndi fyrstu kjöltutölvu fyrirtækisins, IBM Portable Personal Computer.
  • 3. apríl - Bresku barnaþættirnir Tuskubrúðurnar hófu göngu sína á ITV.
  • 5. apríl - Flugvél á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi og með henni 5 manns, en tveir lifðu af.
  • 5. apríl - Diskótilræðið í Berlín: Sprengja sprakk á diskóteki í Vestur-Berlín með þeim afleiðingum að 3 létust.
  • 13. apríl - Jóhannes Páll 2. heimsótti samkomuhús gyðinga í Róm fyrstur páfa.
  • 13. apríl - Fyrsta barnið sem óskyld staðgöngumóðir gekk með fæddist.
  • 14. apríl - Allt að 1 kílóa þung högl féllu í Bangladess með þeim afleiðingum að 92 létust.
  • 14. apríl - Fyrsti matsölustaður Hlöllabáta var opnaður í Reykjavík.
  • 15. apríl - Bandarískar flugvélar vörpuðu sprengjum á líbýsku borgirnar Trípólí og Benghazi vegna stuðnings Líbýustjórnar við hryðjuverk.
  • 16. apríl - Ný íslensk sveitarstjórnarlög voru samþykkt þar sem meðal annars var kveðið á um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga skyldi vera 50 íbúar. Þá voru sýslunefndir lagðar niður og vald þeirra fært til sveitarfélaga.
  • 20. apríl - Um 400 manns létust þegar yfirfullri ferju hvolfdi í Bangladess.
  • 26. apríl - Tsjernóbýlslysið: Einn af ofnum kjarnorkuversins í Tsjernóbýl sprakk.

Maí

Hands Across America

Júní

Diego Maradona skorar „mark aldarinnar“ á HM.

Júlí

Gifting Andrésar prins og Söru Ferguson.

Ágúst

Dauð kýr eftir slysið í Nyosvatni.
  • 2. ágúst - Fyrsta teiknimyndin sem Studio Ghibli framleiddi, Laputa, var frumsýnd í Japan.
  • 11. ágúst - Ove Joensen náði landi við Kaupmannahöfn eftir 42 daga róður frá Færeyjum.
  • 18. ágúst - Haldið var upp á 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur. Talið var að 70 - 80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Þar var í boði stærsta terta, sem sögur fara af á Íslandi, 200 metra löng. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju í afmælisgjöf. Flugeldasýning var rétt fyrir miðnættið.
  • 20. ágúst - Póststarfsmaðurinn Patrick Sherrill skaut 14 samstarfsmenn sína og framdi síðan sjálfsmorð í Edmond, Oklahóma.
  • 21. ágúst - Nyosslysið varð í Kamerún. Mikið magn koltvísýrings gaus úr vatninu með þeim afleiðingum að 2000 manns létust í allt að 25 km fjarlægð.
  • 28. ágúst - Útvarpsstöðin Bylgjan hóf útsendingar á Íslandi, fyrsta stöðin eftir að einkaréttur Ríkisútvarpsins var afnuminn.
  • 31. ágúst - Sovéska farþegaskipið Admiral Nakimov rakst á flutningaskip í Svartahafi og sökk nær samstundis. 398 manns fórust.
  • 31. ágúst - Flutningaskipið Khian Sea lagði úr höfn í Philadelphia með 14.000 tonn af eitruðum úrgangi. Skipið sigldi síðan um höfin í leit að stað til að kasta úrganginum sem varð á endanum við Haítí.

September

Október

Reagan og Gorbatsjev við Höfða í Reykjavík.

Nóvember

Reagan ræðir Íran-Kontrahneykslið við embættismenn í nóvember 1986.

Desember

Rutan Voyager rétt fyrir lendingu á Edwards-flugvelli í Kaliforníu.

Ódagsettir atburðir

Fædd

Lady Gaga
Kári Steinn Karlsson
Aaron Swartz

Dáin

Simone de Beauvoir