Fjórtánda konungsættin
Fjórtánda konungsættin er í sögu Egyptalands konungsætt sem oftast er talin til Miðríkisins . Hún skarast við bæði þrettándu konungsættina og fimmtándu konungsættina sem telst til annars millitímabilsins . Valdatíð hennar nær frá um 1790 f.Kr. til um 1630 f.Kr.. Þessi konungsætt ríkti aðallega yfir Nílarósum og var sögð hafa stjórnað frá borginni Xóis á eyju í ósunum. Nú er talið að fyrsta höfuðborg þessarar ættar hafi verið Avaris en að hún hafi flutt til Xóis eftir að fimmtánda konungsættin lagði Avaris undir sig.
Um 76 konungar eru nefndir á Tórínópapýrusnum. Margir af þeim konungum koma hvergi fyrir í öðrum heimildum og sum nöfnin eru talin nær örugglega skálduð. Maneþon segir ekki annað um þessa konungsætt en að hún hafi talið sjötíu konunga sem ríktu frá Xóis.
The article is a derivative under the Creative Commons Attribution-ShareAlike License .
A link to the original article can be found here and attribution parties here
By using this site, you agree to the Terms of Use . Gpedia ® is a registered trademark of the Cyberajah Pty Ltd