Vetrarólympíuleikarnir 1956

Parakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum 1956

Vetrarólympíuleikarnir 1956 voru vetrarólympíuleikar sem haldnir voru í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu frá 26. janúar til 5. febrúar árið 1956. Cortina, sem er í Dólómítunum í Ítölsku Ölpunum, átti upphaflega að halda leikana 1944 sem var hætt við vegna heimsstyrjaldarinnar.

Alls tóku 32 lönd þátt í leikunum. Sovétríkin voru sigursælust með sjö gullverðlaun en þetta voru aðrir ólympíuleikarnir sem þau tóku þátt í og fyrstu vetrarólympíuleikarnir. Keppt var í átta greinum: bobbsleðabruni, íshokkíi, listdansi á skautum, skautahlaupi, alpagreinum, skíðagöngu, norrænni tvíþraut og skíðastökki. Þetta var í síðasta sinn sem keppt var í listdansi á skautum utandyra á vetrarólympíuleikum.