4. maí
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2025 Allir dagar |
4. maí er 124. dagur ársins (125. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 241 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
- 1256 - Alexander 4. páfi gaf út páfabréf og stofnaði Ágústínusarregluna formlega.
- 1460 - Portúgalskir sæfarar fundu Grænhöfðaeyjar.
- 1471 - Rósastríðin: Orrustan við Tewkesbury átti sér stað þar sem Lancaster-ætt beið ósigur fyrir York-ætt.
- 1493 - Alexander 6. páfi gaf út páfabulluna Inter caetera þar sem því var lýst yfir að öll lönd sem fyndust vestan Asóreyja skyldu tilheyra Spáni.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Svíar gerðu bandalag við Brandenburg.
- 1803 - Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi voru bæði dæmd til lífláts fyrir að myrða maka sína árinu áður. Steinunn dó í fangelsi í Reykjavík 1805, en Bjarni var fluttur til Noregs og hálshöggvinn þar síðar sama ár.
- 1880 - Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans voru jarðsett í Reykjavík við hátíðlega athöfn. Þau höfðu bæði látist í Kaupmannahöfn í desember 1879.
- 1886 - Blóðbaðið á Haymarket átti sér stað í Chicago.
- 1904 - Vinna hófst við Panamaskurðinn.
- 1915 - Einar Arnórsson varð ráðherra Íslands.
- 1924 - Sumarólympíuleikar voru settir í París.
- 1948 - Hvalstöðin í Hvalfirði hóf starfsemi.
- 1970 - Blóðbaðið í Kent State: Fjórir námsmenn við Kent State University voru skotnir til bana af þjóðvarðliðum og níu særðir.
- 1976 - Réttarhöld fóru fram yfir hægriöfgahreyfingunni Ordine Nuovo í Tórínó á Ítalíu: Níu voru dæmdir en 32 leystir undan sök.
- 1978 - Kassingablóðbaðið átti sér stað í suðurhluta Angóla.
- 1979 - Margaret Thatcher var fyrsta konan sem tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 1981 - Hönd var grædd á stúlku eftir vinnuslys í fyrsta sinn á Íslandi.
- 1981 - Samtök evrópskra laganema voru stofnuð í Vínarborg.
- 1982 - Breska herskipið HMS Sheffield varð fyrir Exocet-flugskeyti. 20 sjóliðar létust.
- 1985 - Bobbysocks sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Noreg með laginu „La det swinge“.
- 1986 - Sólveig Lára Guðmundsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að sigra í prestskosningum. Hún var kjörin prestur á Seltjarnarnesi.
- 1988 - PEPCON-slysið átti sér stað í Nevada í Bandaríkjunum.
- 1989 - Oliver North hlaut dóm fyrir þátttöku sína í Íran-Kontrahneykslinu.
- 1990 - Stöð 2, Sýn og Bylgjan-Stjarnan ákváðu að sameina rekstur sinn sem gekk í gildi 1. ágúst sama ár.
- 1990 - Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1991 - Sænska söngkonan Carola Häggkvist sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Svíþjóð með laginu „Fångad av en stormvind“. Framlag Íslands var lagið „Draumur um Nínu“ sem dúettinn Stefán & Eyfi fluttu.
- 1993 - UNOSOM II tók við friðargæslu í Sómalíu af UNITAF.
- 2000 - Tölvuvírusinn ILOVEYOU breiddist hratt um heiminn.
- 2000 - 54 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Banggai í Indónesíu.
- 2007 - Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs var stofnuð við Keflavíkurflugvöll.
- 2011 - Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Vladímírs Ashkenazys.
- 2012 - Tvíbytnan Tûranor PlanetSolar varð fyrsti sólarorkuknúni báturinn sem lauk hnattsiglingu þegar hún kom í land í Mónakó eftir 584 daga siglingu.
- 2019 - Krýningarhátíð Vajiralongkorns, konungs Taílands, hófst.
- 2020 – Yfirvöld í Venesúela handtóku málaliða frá Silvercorp USA sem ætluðu sér að hrekja Nicolás Maduro úr embætti forseta.
- 2020 – Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum og Kenía tilkynntu að þeir hefðu uppgötvað sníkjusvepp af ættkvíslinni Microsporidia sem kæmi í veg fyrir malaríusmit frá moskítóflugum.
Fædd
- 1008 - Hinrik 1. Frakkakonungur (d. 1060).
- 1638 - Þorsteinn Geirsson, íslenskur kennari (d. 1689).
- 1654 - Kangxi keisari í Kína (d. 1722).
- 1655 - Bartolomeo Cristofori, ítalskur hljóðfærasmiður (d. 1731).
- 1825 - Thomas Henry Huxley, enskur líffræðingur (d. 1895).
- 1827 - John Hanning Speke, breskur landkönnuður (d. 1864).
- 1833 - James Bradstreet Greenough, bandarískur fornfræðingur (d. 1901).
- 1860 - Bogi Th. Melsteð, íslenskur sagnfræðingur (d. 1929).
- 1912 - Alberto Galateo, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1961)
- 1928 - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands (d. 2020)
- 1929 - Audrey Hepburn, bresk leikkona (d. 1993).
- 1934 - Tatiana Samoilova, rússnesk leikkona (d. 2014).
- 1940 - Margrét Helga Jóhannsdóttir, íslensk leikkona.
- 1944 - Roar Kvam, norskur tónlistarmaður.
- 1948 - Ingólfur Margeirsson, íslenskur ritstjóri (d. 2011).
- 1950 - Gestur Einar Jónasson, íslenskur leikari og útvarpsmaður.
- 1968 - Julian Barratt, enskur leikari.
- 1969 - Vitaliy Parakhnevych, sovéskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Ingólfur Júlíusson, íslenskur tónlistarmaður (d. 2013).
- 1976 - Yasuhiro Hato, japanskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Masashi Oguro, japanskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Daisuke Ichikawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Martin Ingi Sigurðsson, íslenskur læknir.
- 1987 - Cesc Fabregas, spænskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1436 - Engelbrekt Engelbrektsson, sænsk frelsishetja.
- 1677 - Isaac Barrow, enskur stærðfræðingur (f. 1630).
- 1838 - Lorentz Angel Krieger, danskur embættismaður sem var stiftamtmaður á Íslandi (f. 1797).
- 1938 - Carl von Ossietzky, þýskur friðarsinni og verðlaunahafi Friðarverðlauna Nóbels (f. 1889).
- 1961 - Maurice Merleau-Ponty, franskur heimspekingur (f. 1908).
- 1980 - Josip Broz Tito, forseti Júgóslavíu (f. 1892).
- 1984 - Gestur Guðfinnsson, íslenskt skáld (f. 1910).
- 2014 - Tatiana Samoilova, rússnesk leikkona (f. 1934).