1927
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1927 (MCMXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
Atburðir
- 16. febrúar - Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna er stofnað.
- 12. apríl - Íþróttafélagið Völsungur er stofnað á Húsavík.
- 1. maí - Sundfélagið Ægir tekur til starfa.
- 9. júlí - Alþingiskosningar haldnar.
- 4. september - Mjólkursamsalan var stofnuð.
- 3. október - Olís er stofnað.
- 27. nóvember - Ferðafélag Íslands er stofnað.
- 10. desember - Mjólkurbú Flóamanna er stofnað.
- 28. desember - Karlakórinn Heimir er stofnaður.
- Kolakraninn í Reykjavík er reistur.
- Kristnesspítali í Eyjafirði er tekinn í notkun.
- Útvarpsstöðin á Sjónarhæð hefur útsendingar.
- Skáldsagan Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness kemur út.
Fædd
- 22. janúar - Guðmundur J. Guðmundsson, stjórnmálamaður og verkalýðsleiðtogi (d. 1997).
- 1. febrúar - Tage Ammendrup, dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu og hljómplötuútgefandi (d. 1995).
- 2. febrúar - Gísli Halldórsson, leikari (d. 1998).
- 14. mars - Hálfdán Björnsson, sjálfmenntaður náttúrufræðingur, einn Kvískerjabræðra.
- 29. mars - Jón Hnefill Aðalsteinsson, guðfræðingur og prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands (d. 2010).
- 30. mars - Málmfríður Sigurðardóttir, alþingiskona.
- 24. júní - Jóhannes Geir Jónsson, myndlistarmaður (d. 2003).
- 3. júlí - Salóme Þorkelsdóttir, alþingiskona.
- 24. júlí - Einar Vigfússon, sellóleikari (d. 1973).
- 22. október - Baldur Georgs Takács, töframaður og búktalari (d. 1994).
Dáin
- 23. febrúar - Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld (f. 1847).
- 1. apríl - Eymundur Jónsson, járnsmiður og bóndi (f. 1840).
- 17. júní - Ari Johnsen, óperusöngvari (f. 1860).
- 9. ágúst
- Geir Sæmundsson, vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi og prestur á Akureyri (f. 1867).
- Stephan G. Stephansson, ljóðskáld og vesturfari (f. 1853).
- 9. september - Jón S. Bergmann, skáld (f. 1874).
Erlendis
Atburðir
- 7. janúar - Fyrsta símtal milli atlantshafsála á sér stað milli New York og London.
- 10. janúar - Fritz Lang gefur út framtíðarkvikmyndina Metropolis.
- 24. janúar - Bandaríkin senda hermenn til Níkaragva þar sem ríkir borgarastyrjöld. Herinn verður í landinu til 1933.
- Í febrúar - Werner Heisenberg setur fram Óvissulögmálið.
- 7. mars - Nálægt 3.000 látast í jarðskjálfta í vestur-Honshu Japan.
- 12. apríl -
- Írska fríríkið er ekki lengur hluti af Bretlandi.
- Kínverska borgarastyrjöldin hefst.
- 14. apríl - Fyrsti Volvo bíllinn er framleiddur í Gautaborg.
- 22. apríl - Gífurleg flóð í Mississippi hafa áhrif á 700.000 manns.
- 20. - 21. maí - Charles Lindbergh flýgur fyrstur manna einn yfir Atlantshafið. Hann er valinn manneskja ársins hjá Time.
- 22. maí - Jarðskjálfti í Gansu í Kína leiðir til 40.000 dauðsfalla.
- 4. október - Byrjað er að meitla forseta í Rushmore-fjall, Suður-Dakóta.
- 12. nóvember - Lev Trotskíj er rekinn úr sovéska kommúnistaflokknum.
- 14. desember - Írak hlýtur sjálfstæði frá Bretlandi.
Fædd
- 30. janúar - Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar (d. 1986).
- 1. mars - Harry Belafonte, jamaísk-bandarískur söngvari og leikari (d. 2019).
- 6. mars - Gabriel García Márquez, kólumbískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2014).
- 2. apríl - Ferenc Puskás, ungverskur knattspyrnumaður (d. 2006).
- 10. apríl - Marshall Warren Nirenberg, bandarískur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2010).
- 18. ágúst - Rosalynn Carter, bandarísk forsetafrú.
- 16. apríl - Benedikt 16., páfi kaþólsku kirkjunnar 2005-2013 (d. 2022).
- 25. apríl - Albert Uderzo, franskur myndasöguhöfundur (d. 2020).
- 7. maí - Ruth Prawer Jhabvala, þýskur rithöfundur (d. 2013).
- 25. maí - Robert Ludlum, bandarískur rithöfundur (d. 2001).
- 8. júní - Jerry Stiller, bandarískur leikari (d. 2020).
- 6. júlí - Janet Leigh, bandarísk leikkona (d. 2004).
- 10. júlí - Don Revie, enskur knattspyrnuþjálfari (d. 1989).
- 29. júlí - Harry Mulisch, hollenskur rithöfundur (d. 2010).
- 9. ágúst - Marvin Lee Minsky, bandarískur vísindamaður á sviði gervigreindar (d. 2016).
- 14. október - Roger Moore, enskur leikari og kvikmyndaframleiðandi (d. 2017).
- 16. október - Günter Grass, þýskur rithöfundur, myndlistarmaður og nóbelsverðlaunahafi (d. 2015).
- 25. október
- Jorge Batlle, forseti Úrúgvæ á árunum 2000 til 2005 (d. 2016).
- Lawrence Kohlberg, bandarískur sálfræðingur, heimspekingur og menntunarfræðingur (d. 1987).
- 31. október - Edmund Gettier, bandarískur heimspekingur (d. 2021).
- 8. nóvember - Patti Page, bandarísk söngkona (d. 2013).
- 17. nóvember - Maurice Rosy, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2013).
- 5. desember - Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands (d. 2016).
- 8. desember - Niklas Luhmann, þýskur félagsfræðingur (d. 1998).
- 24. desember - Mary Higgins Clark, bandarískur rithöfundur (d. 2020).
- 25. desember – Ram Narayan, indverskur tónlistarmaður.
Dáin
- 19. febrúar - Georg Brandes, danskur fræðimaður (f. 1842).
- 27. mars - Klaus Berntsen, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1844).
- 24. júlí - Ryūnosuke Akutagawa, japanskur rithöfundur (f. 1892).
- 19. september - Michael Ancher, danskur listmálari (f. 1849).
- 2. október - Svante August Arrhenius, sænskur vísindamaður og nóbelsverðlaunahafi (f. 1859).
Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Arthur Holly Compton, Charles Thomson Rees Wilson
- Efnafræði - Heinrich Otto Wieland
- Læknisfræði - Julius Wagner-Jauregg
- Bókmenntir - Henri Bergson
- Friðarverðlaun - Ferdinand Buisson, Ludwig Quidde