19. september

ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2025
Allir dagar


19. september er 262. dagur ársins (263. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 103 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2002- Herforinginn Robert Guéï reyndi valdarán á Fílabeinsströndinni sem hratt borgarastyrjöld af stað.
  • 2002 - Ísraelsher settist að nýju um höfuðstöðvar Yasser Arafat í Ramallah.
  • 2006 - Konunglegi taílenski herinn framdi valdarán í Taílandi og velti stjórn Thaksin Shinawatra úr sessi.
  • 2007 - Ísrael lýsti því yfir að Gasaströndin, undir stjórn Hamassamtakanna, væri óvinveitt svæði og hætti að veita þar grunnþjónustu.
  • 2011 - 63 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir á landamærum Indlands og Nepal.
  • 2013 - Skip Greenpeace, Arctic Sunrise, var tekið af rússnesku strandgæslunni og allir 30 áhafnarmeðlimir handteknir.
  • 2016 - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: Ahmad Khan Rahimi, íbúi í Elizabeth, New Jersey, var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu.
  • 2017 - 350 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó, nákvæmlega 32 árum eftir jarðskjálftann í Mexíkóborg 1985.
  • 2017 - Fellibylurinn María gekk á land á Dóminíku og olli 112 dauðsföllum.
  • 2021 - Þingkosningar voru haldnar í Rússlandi. Sameinað Rússland fékk næstum helming atkvæða.
  • 2021 - Eldfjallið Cumbre Vieja á La Palma gaus.

Fædd

Dáin