21. ágúst

JúlÁgústSep
SuÞrMiFiLa
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031
2023
Allir dagar


21. ágúst er 233. dagur ársins (234. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 132 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 672 - Kōbun Japanskeisari framdi sjálfsmorð og frændi hans, Temmu, tók við embættinu.
  • 1011 - Njáll Þorgeirsson og heimilisfólk hans á Bergþórshvoli í Landeyjum var brennt inni í hefndarskyni af Flosa Þórðarsyni og mönnum hans. Kári Sölmundarson komst lífs af úr brennunni.
  • 1157 - Sancho 3. og Ferdínand 2., synir Alfons 7. Kastilíukonungs, skiptu ríkinu á milli sín við lát hans.
  • 1238 - Örlygsstaðabardagi átti sér stað í Skagafirði.
  • 1400 - Owain Glyndŵr var lýstur prins af Wales af fylgismönnum sínum og hóf árásir á virki Englendinga í Norðaustur-Wales.
  • 1439 - Eiríkur af Pommern var settur af embætti í Svíþjóð.
  • 1604 - Fyrstu íbúarnir komu til Gautaborgar.
  • 1642 - Enska borgarastyrjöldin: Fyrsta orrustan við Lostwithiel.
  • 1680 - Púeblóuppreisnin: Púeblóindíánar hertóku Santa Fe.
  • 1791Haítíska byltingin braust út.
  • 1797 - Sveinn Pálsson gekk á Heklu í annað sinn.
  • 1810 - Sænska þingið kaus franska marskálkinn Jean-Baptiste Bernadotte (síðar Karl 14. Jóhann) krónprins Svíþjóðar.
  • 1821 - Jarviseyja var uppgötvuð af breska skipinu Eliza Francis í eigu Jarvis-bræðra.
  • 1897 - Þýski efnafræðingurinn Felix Hoffmann bjó til heróín í fyrsta sinn. Fyrr í sama mánuði hafði honum tekist að búa til aspirín í stöðugu formi og fékk einkaleyfi á því en umdeilt er þó hvort hann var fyrstur til þess.
  • 1905 - Lagning ritsíma til Íslands og símalínu frá Austfjörðum til Akureyrar og Reykjavíkur var samþykkt á Alþingi.
  • 1932 - Vígð var 170 metra löng brú á Þverá í Rangárvallasýslu að viðstöddu fjölmenni.
  • 1942 - Vélbáturinn Skaftfellingur með sjö manna áhöfn bjargaði 52 Þjóðverjum af sökkvandi kafbát undan Bretlandsströndum.
  • 1958 - Friðrik Ólafsson, skákmaður, varð stórmeistari, 24 ára gamall.
  • 1971 - Fyrsta Alþjóðlega fornsagnaþingið var haldið í Edinborg í Skotlandi.
  • 1973 - Ásgeir Sigurvinsson, átján ára gamall knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, hóf atvinnumannsferil sinn með belgíska liðinu Standard Liege.
  • 1984 - Hálf milljón manna mótmælti stjórn Ferdinand Marcos í Manila á Filippseyjum.
  • 1986 - Nyosslysið varð í Kamerún. Mikið magn koltvísýrings gaus úr vatninu með þeim afleiðingum að 2000 manns létust í allt að 25 km fjarlægð.
  • 1988 - Stuðlabergsdrangur var reistur í Skagafirði til minningar um Örlygsstaðabardaga er 750 ár voru liðin frá atburðinum.
  • 1988 - Hundruðir létu lífið í jarðskjálfta við landamæri Nepals og Indlands.
  • 1990 - Fyrsta borgarastyrjöldin í Líberíu: Nágrannaríkin Gambía, Gínea, Gana, Nígería og Síerra Leóne sendu friðargæslulið til Líberíu.
  • 1991 - Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
  • 1992 - Umsátrið um Ruby Ridge hófst í Idaho í Bandaríkjunum.
  • 1993 - NASA missti sambandið við könnunarfarið Mars Observer þremur dögum áður en það átti að fara á braut um Mars.
  • 1996 - Fyrrum forseti Suður-Afríku, F. W. de Klerk, baðst formlega afsökunar á glæpum stjórnarinnar á Apartheid-tímanum.
  • 1997 - Þriðja breiðskífa Oasis, Be Here Now, kom út.
  • 1998 - Ferjufyrirtækið Scandlines varð til við sameiningu ferjudeildar dönsku járnbrautanna og þýsks ferjufyrirtækis.
  • 2003 - Ísraelsher myrti næstráðanda Hamassamtakanna, Ismail Abu Shanab, í hefndarskyni fyrir sprengjutilræðið tveimur dögum fyrr.
  • 2008 - Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri Reykjavíkur.
  • 2010 - Sporvagnalínan Spårväg City var opnuð í Stokkhólmi.
  • 2013 - 1.429 létust þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á borgina Ghouta.
  • 2017 - Sólmyrkvi sást frá Bandaríkjunum.
  • 2019 - Skógareldarnir í Amasón 2019: Brasilíska geimferðastofnunin sagði frá metfjölda skógarelda í Amasónfrumskóginum.
  • 2019 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér til að forðast vantraust.

Fædd

Dáin