9. desember
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
9. desember er 343. dagur ársins (344. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 22 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1644 - Kristín Svíadrottning varð lögráða.
- 1687 - Jósef erkihertogi Austurríkis var krýndur konungur Ungverjalands.
- 1749 - Skúli Magnússon varð fyrstur Íslendinga skipaður landfógeti.
- 1824 - Orrustan um Ayacucho, sem batt enda á sjálfstæðisstríð spænsku Ameríku, átti sér stað í Perú.
- 1892 - Sauðárkrókskirkja var vígð.
- 1897 - Marguerite Durand gaf út fyrsta tölublað franska kvenréttindablaðsins La Fronde.
- 1905 - Lög um aðskilnað ríkis og kirkju voru samþykkt í Frakklandi.
- 1917 - Fyrri heimsstyrjöldin: Bretar náðu Jerúsalem af Tyrkjaveldi.
- 1926 - Á Stokkseyri varð mikill eldsvoði og brunnu sjö hús, en ekkert manntjón varð.
- 1945 - Íþróttabandalag Siglufjarðar var stofnað.
- 1946 - Seinni Nürnberg-réttarhöldin hófust.
- 1956 - Stærsta skip sem Íslendingar höfðu eignast, Hamrafell, kom til landsins. Skipið var 167 m á lengd og gat hvergi lagst að bryggju á Íslandi nema í Hafnarfirði stærðar sinnar vegna.
- 1961 - Tanganjika hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1975 - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu Yfirlýsingu um réttindi fatlaðra.
- 1979 - Vísindamenn staðfestu að bólusótt hefði verið útrýmt.
- 1981 - Bandaríski aðgerðasinninn Mumia Abu-Jamal var handtekinn vegna morðs á lögreglumanni.
- 1982 - Kvikmyndin ET var frumsýnd í Evrópu í Laugarásbíói í Reykjavík.
- 1987 - Windows 2.0 kom út. Meðal nýjunga var að gluggar gátu náð yfir hvern annan.
- 1988 - Síðustu Dodge Aries- og Plymouth Reliant-bifreiðarnar voru framleiddar af Chrysler.
- 1990 - Lech Wałęsa varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Póllands.
- 1990 - Slobodan Milošević varð forseti Serbíu.
- 1992 - Karl Bretaprins og Díana prinsessa af Wales tilkynntu skilnað sinn opinberlega.
- 1996 - Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum aðgerðinni Olía fyrir mat í Írak.
- 2002 - Indónesía undirritaði friðarsamkomulag við skæruliða í Aceh.
- 2006 - Christer Fuglesang varð fyrsti norræni geimfarinn þegar hann hélt út í geim um borð í geimskutlunni Discovery.
- 2010 - Nýr Icesave-samingur á milli íslensku og bresku ríkisstjórnanna var kynntur á blaðamannafundi.
- 2010 - Eistland varð aðili að OECD.
- 2011 - 88 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands.
- 2017 - Íraksher lýsti því yfir að hann hefði „að fullu“ frelsað öll svæði í Írak undan stjórn Íslamska ríkisins og náð stjórn á landamærunum að Sýrlandi.
- 2019 – Eldgos hófst á nýsjálensku eyjunni Whakaari/White Island með þeim afleiðingum að 20 fórust.
- 2019 – Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin kaus samhljóða að útiloka Rússland frá alþjóðlegum keppnisíþróttum í 4 ár vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
Fædd
- 1372 - Beatrís af Portúgal, síðar drottning Portúgals og Kastilíu (d. 1410).
- 1594 - Gústaf 2. Adolf, Svíakonungur (d. 1632).
- 1608 - John Milton, enskt skáld (d. 1674).
- 1842 - Pjotr Kropotkin, rússneskur anarkisti (d. 1921).
- 1863 - John Burnet, skoskur fornfræðingur (d. 1928).
- 1895 - Dolores Ibárruri, spænskur stjórnmálamaður, aðgerðasinni og blaðamaður (d. 1989).
- 1906 - Grace Hopper, bandarískur tölvunarfræðingur (d. 1992).
- 1916 - Kirk Douglas, bandarískur leikari (d. 2020).
- 1920 - Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu (d. 2016).
- 1929 - Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu (d. 2019).
- 1934 - Judi Dench, ensk leikkona.
- 1945 - Michael Nouri, bandarískur leikari.
- 1946 - Hermann Gunnarsson, íslenskur knattspyrnumaður og skemmtikraftur (d. 2013).
- 1946 - Sonia Gandhi, indverskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- 1957 - Donny Osmond, bandarískur poppsöngvari.
- 1962 - Juan Atkins, bandarískur tónlistarmaður.
- 1962 - Felicity Huffman, bandarísk leikkona.
- 1970 - Djalminha, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1977 - Björgvin Franz Gíslason, íslenskur leikari.
- 1984 - Ævar Þór Benediktsson, íslenskur leikari og rithöfundur.
- 1984 - Steinþór Hróar Steinþórsson, íslenskur leikari.
Dáin
- 1165 - Malcolm 4. Skotakonungur (f. 1141).
- 1437 - Sigmundur, keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1368).
- 1565 - Píus 4. páfi (f. 1499).
- 1641 - Antoon van Dyck, flæmskur listmálari (f. 1599).
- 1666 - Giovanni Francesco Barbieri, kallaður Guercino, ítalskur listmálari (f. 1591).
- 1669 - Klemens 9. páfi (f. 1600).
- 1936 - Arvid Lindman, sænskur stjórnmálamaður (f. 1862).
- 1945 - Laufey Valdimarsdóttir, íslensk kvenréttindakona (f. 1890).
- 1967 - Haraldur Björnsson, íslenskur leikari (f. 1891).
- 1971 - Margrét Jónsdóttir, íslenskt skáld (f. 1893).
- 1982 - Ásmundur Sveinsson íslenskur myndhöggvari (f. 1893).
- 1996 - Alain Poher, franskur stjórnmálamaður (f. 1909).