14. janúar
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2025 Allir dagar |
14. janúar er 14. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 351 dagur (352 á hlaupári) er eftir af árinu.
Atburðir
- 1236 - Hinrik 3. Englandskonungur gekk að eiga Elinóru af Provence.
- 1255 - Oddur Þórarinsson drepinn í Geldingaholti.
- 1478 - Stórfurstinn Ívan 3. af Moskvu hertók Novogorod.
- 1501 - Martin Luther, byrjaði í Erfurt-háskóla sautján ára gamall.
- 1526- Friðarsamningur gerður í Madrid milli Frans 1. Frakkakonungs og Karls 5. keisara. Frans afsalaði sér Búrgund.
- 1604 - Hampton Court-fundurinn milli fulltrúa púritana og ensku biskupakirkjunnar átti sér stað.
- 1645 - Enska borgarastyrjöldin: Thomas Fairfax var gerður að yfirhershöfðingja þinghersins.
- 1690 - Klarinettið var fundið upp í Nürnberg í Þýskalandi.
- 1724 - Filippus 5. Spánarkonungur sagði af sér og Loðvík 1. sonur hans tók við. Hann lést þó nokkrum mánuðum síðar og Filippus varð þá aftur konungur.
- 1766 - Kristján 7. tók við völdum í Danmörku.
- 1814 - Kílarfriðurinn var undirritaður: Danir létu Svíum Noreg eftir en héldu Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
- 1831 - Victor Hugo gaf út skáldsöguna Hringjarinn í Notre Dame.
- 1852 - Louis-Napoleon Bonaparte Frakklandsforseti lagði fram nýja stjórnarskrá fyrir Annað franska lýðveldið.
- 1918 - Læknafélag Íslands stofnað.
- 1923 - Útsunnan ofsaveður og 11 manns fórust. Stórskemmdir urðu á Grandagarði í Reykjavík og á hafnargarði á Hellissandi og margir bátar skemmdust.
- 1939 - Noregur gerði tilkall til Matthildarlands á Suðurheimskautinu.
- 1954 - Marilyn Monroe giftist Joe DiMaggio.
- 1970 - Klaus Rifbjerg hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Dana.
- 1975 - Samningur um skráningu hluta sem varpað er í himingeiminn var undirritaður.
- 1976 - Fyrsti Íslendingurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Ólafur Jóhann Sigurðsson.
- 1978 - Johnny Rotten hætti í Sex Pistols.
- 1982 - Stórviðri gekk yfir Austurland. Rúður brotnuðu í flestum húsum á Borgarfirði eystra.
- 1984 - Þorlákur helgi Þórhallsson biskup (1133 - 1193) lýstur verndardýrlingur Íslendinga af Jóhannesi Páli páfa.
- 1992 - Hitamet í janúar var sett á Dalatanga: 18,8 °C.
- 2000 - Hæsta skráning Dow Jones vísitölunnar við lokun; 11.722,98 stig.
- 2001 - AFL Starfsgreinafélag Austurlands var stofnað.
- 2005 - Geimfarið Huygens lenti á stærsta tungli Satúrnusar, Títan.
- 2008 - Geimkönnunarfarið MESSENGER flaug næst Merkúr í fyrsta framhjáflugi sínu.
- 2008 - 20 létust í árás Ísraelshers á Gasaströndina.
- 2010 - Jemen lýsti Al-Kaída stríði á hendur.
- 2011 - Arabíska vorið: Zine El Abidine Ben Ali forseti Túnis flúði til Sádí-Arabíu eftir að hafa verið bolað frá völdum í byltingu.
- 2013 - Fyrsta Rammaáætlun fyrir Ísland var samþykkt á Alþingi.
- 2015 - Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, dró sig í hlé af heilsufarsástæðum.
- 2017 - Birna Brjánsdóttir hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur sem leiddi til stærstu leitar- og björgunaraðgerðar Íslandssögunnar. Átta dögum síðar fannst hún látin við Selvogsvita.
- 2020 - Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með skömmu millibili rétt fyrir miðnætti. Tvö flóðanna féllu á Flateyri en eitt á Suðureyri. Mikið eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki.
Fædd
- 83 f.Kr. - Marcus Antonius, rómverskur stjórnmálamaður og herforingi (d. 30 f.Kr.)
- 1131 - Valdimar mikli Knútsson, Danakonungur (d. 1182).
- 1273 - Jóhanna 1. Navarradrottning (d. 1305).
- 1777 - Hannes Bjarnason, prestur og skáld á Ríp (d. 1838).
- 1802 - Karl Lehrs, þýskur fornfræðingur (d. 1878).
- 1806 - Matthew Fontaine Maury, bandarískur haffræðingur (d. 1873).
- 1850 - Pierre Loti, franskur sjómaður og rithöfundur (d. 1923).
- 1861 - Mehmed 6., síðasti soldán Tyrkjaveldis (d. 1926).
- 1870 - Kristín Þorvaldsdóttir, íslenskur listmálari (d. 1944).
- 1875 - Felix Hamrin, sænskur stjórnmálamaður (d. 1937).
- 1875 - Albert Schweitzer, þýsk-franskur fjölvísindamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1965).
- 1887 - Cayetano Saporiti, úrúgvæskur knattspyrnumarkvörður (d. 1959).
- 1901 - Alfred Tarski, pólskur stærðfræðingur (d. 1983).
- 1913 - Motoo Tatsuhara, japanskur knattspyrnumaður.
- 1919 - Giulio Andreotti, ítalskur stjórnmálamaður, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu (d. 2013).
- 1925 - Yukio Mishima, japanskur rithöfundur (d. 1970).
- 1926 - Rúrik Haraldsson, íslenskur leikari (d. 2003).
- 1932 - Carlos Borges, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 2014).
- 1946 - Harold Shipman, breskur raðmorðingi (d. 2004).
- 1952 - Teitur Þórðarson, íslenskur knattspyrnustjóri.
- 1957 - Jakob Þór Einarsson, íslenskur leikari.
- 1967 - Emily Watson, bresk leikkona.
- 1968 - LL Cool J, bandarískur rappari og leikari.
- 1969 - Jason Bateman, bandarískur leikari.
- 1969 - Dave Grohl, bandarískur trommari og tónlistarmaður.
- 1970 - Edin Mujčin, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Lasse Kjus, norskur skíðamaður.
- 1980 - Stefán Jakobsson , íslenskur söngvari
- 1982 - Víctor Valdés, spænskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Jeanine Mason, kúbverskur dansari.
Dáin
- 1255 - Oddur Þórarinsson, íslenskur höfðingi (f. 1230).
- 1301 - Andrés 3., konungur Ungverjalands.
- 1676 - Francesco Cavalli, ítalskt tónskáld (f. 1602).
- 1701 - Tokugawa Mitsukuni, japanskur sjógun (f. 1628).
- 1742 - Þórður Þorkelsson Vídalín, íslenskur læknir (f. 1661).
- 1742 - Edmond Halley, enskur stjörnufræðingur (f. 1656).
- 1753 - George Berkeley, írskur heimspekingur (f. 1685).
- 1800 - Magnús Ólafsson, lögmaður sunnan og austan (f. 1728).
- 1867 - Jean Auguste Dominique Ingres, franskur listamaður (f. 1780).
- 1889 - Lewis Carroll, breskt skáld (f. 1832).
- 1957 - Humphrey Bogart, bandarískur leikari (f. 1899).
- 1960 - Ralph Chubb, breskt skáld og listamaður (f. 1892).
- 1972 - Friðrik 9. Danakonungur (f. 1899).
- 1977 - Anthony Eden, breskur stjórnmálamaður (f. 1897).
- 1978 - Kurt Gödel, austurrískur rökfræðingur (f. 1906).
- 1988 - Georgij Malenkov, sovéskur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 2013 - Conrad Bain, bandarískur leikari (f. 1923).
- 2016 - Alan Rickman, breskur leikari (f. 1946).