6. desember

NóvDesemberJan
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031
2024
Allir dagar


6. desember er 340. dagur ársins (341. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 25 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 963 - Leó 8. var kosinn páfi.
  • 1273 - Tómas af Aquino hætti vinnu við höfuðrit sitt um guðfræði, Summa Theologiae, og lauk því aldrei.
  • 1491 - Karl 8. Frakkakonungur giftist Önnu hertogaynju af Bretagne nauðugri og hafði áður neytt hana til að fara fram á ógildingu hjónabands hennar og Maxímilíans 1. af Austurríki.
  • 1593 - Stofnaður var yfirdómur á Alþingi og starfaði í rúmar tvær aldir.
  • 1648 - Enska borgarastyrjöldin: Hreinsun Prides fór fram á þingmönnum Langa þingsins og Afgangsþingið tók við.
  • 1768 - Encyclopædia Britannica kom út í fyrsta sinn.
  • 1865 - Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna tók gildi.
  • 1877 - Thomas Alva Edison kynnti fyrstu hljóðrituðu upptökuna, þar sem hann fór með vísuna María átti lítið lamb.
  • 1917 - Finnland lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi.
  • 1917 - Sprengingin mikla í Halifax: Mesta manngerða sprenging sögunnar fyrir daga kjarnorku varð í höfninni í Halifax, Kanada, er flutningaskipið Mont Blanc, hlaðið sprengiefnum, sprakk í loft upp eftir árekstur við annað skip.
  • 1921 - Írska fríríkið fékk sjálfstæði frá Bretlandi með Ensk-írska sáttmálanum.
  • 1923 - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. Enginn flokkur fékk hreinan meirihluta en Verkamannaflokkurinn myndaði skammlífa minnihlutastjórn.
  • 1949 - Þriðja ríkisstjórn Ólafs Thors settist að völdum og sat í rúma þrjá mánuði. Þetta var minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
  • 1954 - Flugfreyjufélag Íslands var stofnað.
  • 1963 - Fyrstu menn stigu á land í Surtsey. Voru þar á ferð þrír franskir blaðamenn. Viku síðar komust Vestmannaeyingar til Surtseyjar.
  • 1965 - Íþróttahöllin í Laugardal var vígð og markaði þáttaskil í innanhússíþróttum og sýningahaldi á Íslandi.
  • 1975 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Svarti laugardagurinn þegar 200 líbanskir múslimar voru myrtir í hefndarskyni fyrir morð á fjórum kristnum mönnum.
  • 1976 - Skæruliðasveitir Viet Cong voru leystar upp og meðlimir urðu hluti af Alþýðuher Víetnam.
  • 1978 - Spænska stjórnarskráin 1978 kvað á um endurreisn lýðræðis í landinu.
  • 1979 - Kvikmyndin Star Trek: The Motion Picture var frumsýnd í Bandaríkjunum.
  • 1979 - „Lýðræðismúrinn“ í Beijing var rifinn.
  • 1982 - Samtök um kvennaathvarf opnuðu Kvennaathvarfið í Reykjavík.
  • 1985 - Hafskip hf. var lýst gjaldþrota og var þetta stærsta gjaldþrotamál á Íslandi um langan aldur.
  • 1986 - Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns var opnað almenningi.
  • 1989 - Blóðbaðið í Montréal: Marc Lépine myrti 14 konur og særði 10 í skólanum École Polytechnique de Montréal.
  • 1989 - Síðasti Doctor Who-þátturinn í upphaflegu þáttaröðunum var sendur út á BBC.
  • 1989 - 52 létust í sprengjutilræði við DAS-bygginguna í Bogotá í Kólumbíu.
  • 1990 - Saddam Hussein sleppti nokkrum vestrænum gíslum úr haldi í Írak.
  • 1990 - Forseti Bangladess, Hussain Muhammad Ershad, neyddist til að segja af sér í kjölfar mikilla mótmæla.

Fædd

Dáin

Hátíðis- og tyllidagar

  • Þjóðhátíðardagur Finnlands.
  • Nikulásarmessa.