19. október
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
19. október er 292. dagur ársins (293. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 73 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 202 f.Kr. - Orrustan við Zama, síðasta orrustan í öðru púnverska stríðinu, var háð.
- 1216 - Hinrik 3. varð Englandskonungur, níu ára að aldri.
- 1330 - Játvarður 3. Englandskonungur náði sjálfur undir sig stjórnartaumunum og lét hengja Roger Mortimer, elskhuga móður sinnar, Ísabellu drottningar, sem hafði stýrt ríkinu um þriggja ára skeið, og gera eignir hans upptækar.
- 1453 - Hundrað ára stríðinu lauk þegar Frakkar náðu aftur Bordeaux. Englendingar héldu einungis Calais eftir í Frakklandi.
- 1466 - Friðarsamningarnir í Thorn bundu enda á Þrettán ára stríðið. Gdansk, Pommern og allt Prússland voru innlimuð í Pólland, en Þýsku riddararnir fengu að ríkja yfir austurhlutanum undir Pólverjum.
- 1469 - Ferdínand 1. af Aragóníu giftist Ísabellu af Kastilíu. Hjónaband þeirra leiddi til sameiningar Spánar árið 1492.
- 1512 - Marteinn Lúther varð doktor í guðfræði við háskólann í Wittenberg.
- 1655 - Karl 10. Gústaf lagði Kraká undir sig.
- 1898 - Í Reykjavík var vígt timburhús fyrir Barnaskóla Reykjavíkur og var það síðar nefnt Miðbæjarskólinn. Það var byggt úr timbri vegna ótta manna við að steinhús kynni að hrynja í jarðskjálfta.
- 1912 - Ítalir náðu völdum í Trípólí í Líbýu af Ottómönum.
- 1918 - Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um sambandslagasamninginn og var hann samþykktur með rúmlega 90% atkvæða. Kosningaþátttaka var tæplega 44%. Samningurinn gekk í gildi þann 1. desember.
- 1918 - Spænska veikin barst til Íslands og geisaði fram í desember. Um 4-500 manns dóu af völdum hennar.
- 1919 - Smásagan Den tusindaarige Islænding birtist á forsíðu sunnudagsblaðs BT í Kaupmannahöfn. Höfundurinn, Halldór Laxness, var þá sautján ára að aldri.
- 1933 - Þjóðverjar sögðu sig úr Þjóðabandalaginu.
- 1935 - Laugarnesskóli tók til starfa í Reykjavík.
- 1951 - Íslenska kvikmyndin Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra var frumsýnd.
- 1969 - Stytta af Ólafi Thors forsætisráðherra eftir Sigurjón Ólafsson var vígð framan við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík.
- 1976 - Ný bandarísk höfundalög afnámu skráningarskyldu, lengdu gildistíma, afnámu fordæmisrétt og lögfestu sanngjörn afnot.
- 1977 - Þýska haustið: Hanns Martin Schleyer fannst myrtur í skotti bíls í Frakklandi.
- 1982 - Sérsveit ríkislögreglustjóra var stofnuð á Íslandi.
- 1983 - Maurice Bishop forsætisráðherra Grenada var myrtur í herforingjauppreisn.
- 1984 - Pólska leynilögreglan rændi kaþólska prestinum Jerzy Popiełuszko. Lík hans fannst 11 dögum síðar.
- 1985 - Lagið „Take on me“ með norsku hljómsveitinni A-ha náði fyrsta sæti á bandaríska vinsældarlistanum Billboard Hot 100.
- 1987 - Svartur mánudagur: Mikið hrun á verðbréfavísitölunni Dow Jones leiddi til mikils hruns á vísitölum um allan heim á næstu dögum.
- 1987 - Bandarísk herskip eyðilögðu tvo íranska olíuborpalla í Persaflóa.
- 1987 - 102 létust þegar tvær farþegalestir skullu saman við Djakarta í Indónesíu.
- 1989 - Fjórmenningarnir frá Guildford voru leystir úr haldi.
- 1989 - Sýningartjaldið Wonders of Life var opnað í skemmtigarði Walt Disney, Epcot.
- 1989 - Íslenska útvarpsstöðin Aðalstöðin hóf útsendingar.
- 1994 - Nýtt skip, Guðbjörg („Guggan“), kom til Ísafjarðar. Hún var fullkomnasta skip íslenska veiðiflotans og kostaði hálfan annan milljarð króna.
- 1994 - Bandaríska kvikmyndin Búðarlokur var frumsýnd.
- 1994 - 22 létust í fyrstu sjálfsmorðssprengjuárás Hamas í Ísrael.
- 2001 - SIEV X: Bátur með 421 flóttamann um borð fórst um 70 km sunnan við Jövu. Yfir 300 manns drukknuðu.
- 2002 - Einkavæðing bankanna 2002: Íslenska ríkið seldi 45,8% hlut sinn í Landsbankanum til eignarhaldsfélagsins Samson.
- 2002 - Neðanjarðarlestarkerfið í Kaupmannahöfn hóf starfsemi.
- 2003 - Bátur með flóttafólki fórst við ítölsku eyjuna Lampedusa; 70 drukknuðu.
- 2004 - Hópur könnuða náði botni dýpsta hellis heims, Kruberahellisins, sem er 2080 metra djúpur.
- 2005 - Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust.
- 2007 - Ný heildarþýðing Biblíunnar á íslensku kom út, Biblía 21. aldar.
- 2009 - Fyrsti Íslendingurinn lést úr svínaflensu.
- 2013 - Fiðla Wallace Hartley sem fundist hafði í flaki Titanic var seld á 900.000 sterlingspund.
- 2015 - Frjálslyndir undir forystu Justin Trudeau sigruðu þingkosningar í Kanada.
- 2018 - Lestarslysið í Amritsar: 59 létust þegar lest ók í gegnum mannþröng á hátíð hindúa í Púnjab á Indlandi.
- 2018 - Ómannaða könnunarfarið BepiColombo var sent í átt að Merkúr.
- 2019 – Sebastián Piñera, forseti Síle, lýsti yfir neyðarástandi vegna fjöldamótmæla Sílemanna gegn verðhækkun á lestarmiðum.
Fædd
- 1433 - Marsilio Ficino, ítalskur heimspekingur (d. 1499).
- 1605 - Sir Thomas Browne, enskur vísindamaður og heimspekingur (d. 1682).
- 1606 - Jón Arason í Vatnsfirði, íslenskt skáld (d. 1673).
- 1609 - Giovanni Bona, ítalskur kardináli (d. 1674).
- 1856 - Elín Briem, stofnandi Hússtjórnarskóla Reykjavíkur (d. 1937).
- 1856 - Páll Briem, íslenskur sýslumaður (d. 1904).
- 1862 - Auguste Marie Louis Nicolas Lumière, frumkvöðull í kvikmyndagerð (d. 1954).
- 1878 - Sigurbjörn Sveinsson, íslenskur rithöfundur (d. 1950).
- 1899 - Þorsteinn Víglundsson, skólameistari í Vestmannaeyjum (d. 1984).
- 1899 - Miguel Angel Asturias, gvatemalískur rithöfundur (d. 1974).
- 1910 - Benjamín H. J. Eiríksson, íslenskur hagfræðingur (d. 2000).
- 1929 - Guðmundur St. Steingrímsson, íslenskur trommuleikari.
- 1931 - John le Carré, enskur rithöfundur (d. 2020).
- 1946 - Philip Pullman, enskur rithöfundur.
- 1950 - Guðrún Ögmundsdóttir, íslenskur félagsráðgjafi og stjórnmálakona (d. 2019)
- 1954 - Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
- 1958 - Hiromi Hara, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Takeshi Koshida, japanskur knattspyrnumaður.
- 1962 - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, íslensk fréttakona.
- 1969 - Pedro Castillo, forseti Perú.
- 1969 - Trey Parker, annar höfunda South Park-sjónvarpsþáttanna.
- 1970 - Chris Kattan, bandarískur leikari.
- 1971 - Sveinn Geirsson, íslenskur leikari.
- 1972 - Nicole Leigh Mosty, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1973 - Sveinn Geirsson, íslenskur leikari.
- 1976 - Omar Gooding, bandarískur gamanleikari.
Dáin
- 1216 - Jóhann landlausi, Englandskonungur (f. 1167).
- 1354 - Yusuf 1., soldánn af Granada.
- 1636 - Marcin Kazanowski, pólskur herforingi (f. 1563/1566).
- 1682 - Thomas Browne, enskur læknir (f. 1605).
- 1745 - Jonathan Swift, enskur rithöfundur (f. 1667).
- 1890 - Richard Francis Burton, breskur landkönnuður og rithöfundur (f. 1821).
- 1936 - Lu Xun, ḱínverskur rithöfundur (f. 1881).
- 1937 - Ernest Rutherford, nýsjálenskur kjarneðlisfræðingur (f. 1871).
- 1939 - Þórður J. Thoroddsen, íslenskur læknir (f. 1856).
- 1950 - Edna St. Vincent Millay, bandarískt ljóðskáld (f. 1892).
- 1961 - Werner Jaeger, þýskur fornfræðingur (f. 1888).
- 1970 - Lázaro Cárdenas, mexíkóskur herforingi (f. 1895).
- 1987 - Jacqueline Du Pré, breskur sellóleikari (f. 1945).
- 1999 - Auður Auðuns, ráðherra (f. 1911).