19. maí
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2025 Allir dagar |
19. maí er 139. dagur ársins (140. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 226 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1322 - Hjónaband Karls 4. Frakkakonungs og Blönku drottningar gert ógilt. Hún hafði þá setið í dýflissu í átta ár.
- 1341 - Hekla gaus. Annálar segja að gosið hafi nálega eytt fimm hreppum.
- 1396 - Marteinn 1. varð konungur Aragóníu eftir lát bróður síns, Jóhanns 1.
- 1418 - Jóhann óttalausi, hertogi af Búrgund, hertók París.
- 1499 - Katrín af Aragóníu gekk að eiga Arthúr prins af Wales. Þetta var staðgengilsbrúðkaup þar sem þau hittust fyrst tveimur árum síðar.
- 1536 - Anne Boleyn, önnur eiginkona Hinriks 8. Englandskonungs, var tekin af lífi vegna hórdóms.
- 1603 - Leikhópur William Shakespeare, Lord Chamberlain's Men, fékk sérstakt leyfisbréf frá Jakobi konungi og nefndist eftir það King's Men.
- 1604 - Í Kanada var borgin Montreal stofnuð, þá Ville-Marie eða Borg Maríu en nafninu var síðar breytt.
- 1606 - Vasilíj Sjúiskíj var lýstur Rússakeisari af áhangendum sínum.
- 1635 - Frakkland sagði Spáni stríði á hendur.
- 1643 - Þrjátíu ára stríðið: Frakkar unnu sögulegan sigur á Spánverjum í orrustunni við Rocroi.
- 1649 - Enska Afgangsþingið staðfesti lög um stofnun Enska samveldisins.
- 1769 - Giovanni Vincenzo Antoniu Ganganelli varð páfi og tók sér nafnið Klemens 14.
- 1875 - Fyrsta sláttuvélin kom til Íslands frá Noregi.
- 1897 - Rithöfundurinn Oscar Wilde var látinn laus úr fangelsi.
- 1917 - Eimskipafélag Íslands fékk sitt þriðja skip, Lagarfoss.
- 1917 - Norska knattspyrnuliðið Rosenborg var stofnað.
- 1933 - Í Vestmannaeyjum réðist æstur múgur inn í fangelsið og leysti þar fanga úr haldi. Síðar voru tíu manns dæmdir til fangelsisvistar fyrir tiltækið.
- 1950 - Þúsundir Reykvíkinga fögnuðu Gullfossi, nýju farþegaskipi Eimskipafélagsins.
- 1956 - Vinna hófst við gerð hraðbrautarinnar Autostrada del Sole á Ítalíu.
- 1962 - Marilyn Monroe söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Söngurinn var sýndur í beinni útsendingu um öll Bandaríkin.
- 1971 - Marsáætlunin: Sovétríkin sendu á loft könnunarfarið Mars 2.
- 1976 - Fyrsta skóflustunga var tekin að Húsi verslunarinnar í Reykjavík.
- 1983 - Geimskutlan Enterprise hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli, borin af Boeing 747 þotu.
- 1990 - Í Laugardal í Reykjavík var opnaður nýr fjölskyldu- og húsdýragarður með tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra og villtra dýra. Meira en tíu þúsund gestir komu í garðinn fyrsta daginn.
- 1991 - Kjósendur í Króatíu samþykktu klofning frá Júgóslavíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1995 - Bandaríska kvikmyndin Die Hard with a Vengeance var frumsýnd.
- 1998 - Gervihnötturinn Galaxy IV bilaði sem varð til þess að 80-90% af símboðum heims hættu að virka.
- 1999 - Bandaríska kvikmyndin Star Wars: Episode I – The Phantom Menace var frumsýnd.
- 2000 - Baneheia-málið í Noregi: Tveimur ungum stúlkum var nauðgað og þær myrtar í Kristiansand.
- 2001 - Fyrsta Apple Store-verslunin var opnuð í Fairfax-sýslu í Virginíu.
- 2003 - Stríðið í Aceh 2003-2004: Indónesíuher hóf aðgerðir í Aceh-héraði.
- 2009 - Bandaríski sjónvarpsþátturinn Glee hóf göngu sína.
- 2010 - Lögregla réðist gegn mótmælendum í Bangkok í Taílandi með þeim afleiðingum að 91 lést.
- 2011 - Lars von Trier var vísað frá kvikmyndahátíðinni í Cannes vegna ummæla hans um Adolf Hitler og gyðinga.
- 2011 - Dominique Strauss-Kahn sagði af sér sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
- 2013 - Uppþotin í Stokkhólmi 2013 hófust með íkveikjum í Husby og stóðu næstu þrjú kvöld.
- 2016 - EgyptAir flug 804 hrapaði í Miðjarðarhafið. 66 fórust.
- 2018 - Harry Bretaprins gekk að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle.
Fædd
- 1568 - Leonora Dori, ítölsk hirðmey (d. 1617).
- 1616 (skírður) - Johann Jakob Froberger, þýskt tónskáld (d. 1667).
- 1810 - Orla Lehmann, danskur stjórnmálamaður (d. 1870).
- 1860 - Vittorio Orlando, forsætisráðherra Ítalíu (d. 1952).
- 1831 - Steingrímur Thorsteinsson, íslenskt skáld (d. 1913).
- 1881 - Mustafa Kemal Atatürk, fyrsti forseti Tyrklands (d. 1938).
- 1882 - Mohammed Mossadegh, forsætisráðherra Írans (d. 1967).
- 1890 - Ho Chi Minh, víetnamskur uppreisnarleiðtogi (d. 1969).
- 1907 - Sigurður H. Pétursson, íslenskur gerlafræðingur (d. 1994).
- 1925 - Malcolm X, bandarískur mannréttindafrömuður (d. 1965).
- 1925 - Pol Pot, kambódískur einræðisherra (d. 1998).
- 1964 - Gitanas Nausėda, forseti Litháen.
- 1969 - Thomas Vinterberg, danskur leikstjóri.
- 1976 - Kevin Garnett, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1977 - Sólveig Guðmundsdóttir, íslensk leikkona.
- 1979 - Andrea Pirlo, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Sara Riel, íslensk myndlistarkona.
- 1986 - Kári Steinn Karlsson, íslenskur frjálsíþróttamaður.
- 1988 - Lily Cole, ensk fyrirsæta.
Dáin
- 1218 - Ottó 4. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. um 1175).
- 1296 - Selestínus 5. páfi (f. 1215).
- 1536 - Anne Boleyn, Englandsdrottning (f. um 1501).
- 1825 - Claude Henri de Rouvroy, Comte de Saint-Simon, franskur félagsfræðingur (f. 1760).
- 1864 - Nathaniel Hawthorne, bandarískur rithöfundur (f. 1804).
- 1895 - José Martí, kúbönsk sjálfstæðishetja (f. 1853).
- 1924 - Augusta Svendsen, íslenskur kaupmaður (f. 1835).
- 1925 - Ólafur Briem, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1851).
- 1935 - T. E. Lawrence (Arabíu-Lawrence), breskur hermaður (f. 1888).
- 1971 - Drífa Viðar, íslensk myndlistarkona (f. 1920).
- 1974 - Anne Holtsmark, norskur textafræðingur (f. 1896).
- 1984 - John Betjeman, enskt skáld (f. 1906).
- 1994 - Jacqueline Bouvier Kennedy, bandarísk forsetafrú (f. 1929).
- 2011 - Garret FitzGerald, írskur stjórnmálamaður (f. 1926).
- 2012 - Sigmund Johanson Baldvinsen, íslenskur skopmyndateiknari (f. 1931).
- 2014 - Ásgerður Búadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1920).