6. september
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
6. september er 249. dagur ársins (250. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 116 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1181 - Ubaldo Allucingoli varð Lúsíus 3. páfi.
- 1242 - Þórður kakali Sighvatsson sneri heim til Íslands frá Noregi.
- 1522 - Eitt af skipum Magellans, Victoria, kom til hafnar á Spáni undir stjórn Juan Sebastián de Elcano eftir fyrstu hringferðina um jörðina.
- 1628 - Púrítanar hófu að setjast að í Salem sem síðar varð hluti af Massachusettsflóanýlendunni.
- 1678 - Titus Oates hóf að segja opinberlega frá meintu Páfasamsæri til að myrða Karl 2..
- 1860 - Frans 2. Sikileyjakonungur hörfaði frá Napólí og Giuseppe Garibaldi gat tekið borgina.
- 1901 - Anarkistinn Leon Czolgosz skaut William McKinley Bandaríkjaforseta á sýningu í Buffalo í New York. Forsetinn lést af sárum sínum átta dögum síðar.
- 1914 - Benedikt G. Waage, sem síðar varð forseti ÍSÍ, synti fyrstur manna úr Viðey til lands á tæpum tveimur klukkustundum.
- 1928 - Bandalag íslenskra listamanna var stofnað til að gæta hagsmuna þeirra í einu og öllu.
- 1936 - Enski línuveiðarinn Trocadero strandaði á Járngerðarstaðafjörum við Grindavík. Slysavarnadeildin Þorbjörn bjargaði 14 manna áhöfn með fluglínutækjum.
- 1943 - Fyrsta aðgerð við brjósklosi í baki á Íslandi var framkvæmd á Hvítabandinu í Reykjavík. Læknir var Snorri Hallgrímsson.
- 1944 - Fyrstu V-2 flugskeytunum var skotið á París.
- 1944 - Tveir mjólkurbílar féllu í Ölfusá er annar burðarstrengur brúarinnar slitnaði undan þunga þeirra. Báðir bílstjórarnir björguðust úr ánni en annar hafði þá borist 1200 metra niður ána.
- 1952 - Annar hver Íslendingur eða um 73 þúsund manns sóttu iðnsýningu, sem opnuð var í Reykjavík þennan dag.
- 1968 - Svasíland fékk sjálfstæði frá Bretum.
- 1969 - Fyrstu kvenkyns nemendurnir hófu nám við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum.
- 1970 - Jimi Hendrix kom í síðasta sinn fram á tónleikum á eyjunni Fehmarn í Vestur-Þýskalandi.
- 1970 - Dawson's Field-flugránin: Liðsmenn palestínsku skæruliðasamtakanna PFLP rændu fimm farþegaflugvélum og flugu þremur þeirra til Jórdaníu.
- 1977 - Þýska haustið: Hanns Martin Schleyer, forseta samtaka þýskra atvinnurekenda, var rænt af Rote Armee Fraktion í Köln og þrír fylgdarmenn hans drepnir.
- 1984 - Nærri lá að tvær farþegaþotur rækjust á eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli. Um borð voru alls 403 manns.
- 1986 - Big Mac-vísitalan var kynnt af tímaritinu The Economist.
- 1986 - Tveir hryðjuverkamenn úr Abu Nidal-hópnum myrtu 22 og særðu 6 í Neve Shalom-samkomuhúsinu í Istanbúl.
- 1991 - Sovétríkin samþykktu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
- 1991 - Rússneska borgin Leníngrad fékk aftur sitt gamla nafn, Sankti Pétursborg.
- 1995 - Loftárásir NATO á Bosníuserba héldu áfram eftir að friðarumleitanir báru engan árangur.
- 1997 - Útför Díönu prinsessu fór fram í Westminster Abbey. Yfir tveir milljarðar manna fylgdust með athöfninni í sjónvarpi.
- 1997 - 3,5 milljónir manna hlýddu á Jean Michel Jarre í Moskvu.
- 2000 - Síðasti alsænski vopnaframleiðandinn, Bofors, var seldur til bandaríska fyrirtækisins United Defense.
- 2000 - Þúsaldarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst.
- 2007 - Ísraelsher gerði loftárás á meintan kjarnakljúf í Sýrlandi.
- 2008 - Ásvallalaug var opnuð í Hafnarfirði.
- 2017 - Fellibylurinn Irma gekk yfir Karíbahafið og Bandaríkin og olli 146 dauðsföllum.
- 2018 - Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að samkynhneigð væri ekki ólögleg.
- 2018 - Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro var stunginn í magann á kosningafundi.
- 2022 - Liz Truss tok vid sem embaetti forsaetisradherra Bretlands.
Fædd
- 1666 - Ívan 5. Rússakeisari (d. 1696).
- 1722 - Sveinn Sölvason, íslenskur lögmaður og skáld (d. 1782).
- 1757 - Gilbert du Motier de La Fayette, franskur herforingi og aðalsmaður (d. 1834).
- 1791 - Ólafur Stephensen, íslenskur lögfræðingur (d. 1872).
- 1857 - Jón Vídalín konsúll, íslenskur athafnamaður (d. 1907).
- 1879 - Pétur G. Guðmundsson, bókbindari og bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1947).
- 1897 - Tom Florie, bandarískur knattspyrnumaður (d. 1966).
- 1923 - Pétur 2. Júgóslavíukonungur (d. 1970).
- 1925 - Andrea Camilleri, italskur rithofundur (d. 2019).
- 1943 - Roger Waters, enskur tónlistarmaður (Pink Floyd).
- 1958 - Jeff Foxworthy, bandarískur leikari.
- 1963 - Ivan Hašek, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 1963 - Sverrir Stormsker, íslenskur tónlistarmaður.
- 1963 - Geert Wilders, hollenskur stjórnmálamaður.
- 1965 - Takumi Horiike, japanskur knattspyrnumaður.
- 1966 - Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
- 1969 - Norio Omura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Dylan Bruno, bandarískur leikari.
- 1974 - Nina Persson, sænsk söngkona.
- 1977 - Katalin Novák, ungversk stjórnmálakona.
- 1978 - Foxy Brown, bandarísk rapptónlistarkona.
- 1981 - Yuki Abe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Santiago Salcedo, paragvæskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Luc Abalo, franskur handknattleiksmaður.
- 1985 - Koki Mizuno, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Danilson Córdoba, kólumbískur knattspyrnumaður.
Dáin
- 972 - Jóhannes 13. páfi.
- 1087 - Viktor 3. páfi.
- 1683 - Jean-Baptiste Colbert, franskur stjórnmálamaður (f. 1619).
- 1701 - Jakob 2. Englandskonungur (f. 1633).
- 1903 - Ólafur Davíðsson, þjóðfræðingur (f. 1862).
- 1907 - Sully Prudhomme, franskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1839).
- 1956 - Michael Ventris, enskur arkitekt og fornfræðingur (f. 1922).
- 1966 - Margaret Sanger, bandarísk kvenréttindakona og hjúkrunarfræðingur (f. 1879).
- 1969 - Arthur Friedenreich, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1892).
- 1973 - Einar Vigfússon, íslenskur sellóleikari (f. 1927).
- 1998 - Akíra Kúrósava, japanskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1910).
- 2005 - Eugenia Charles, forsætisráðherra Dóminíku (f. 1919).
- 2006 - Herbert Bloch, þýskur fornfræðingur (f. 1911).
- 2007 - Luciano Pavarotti, italskur óperusöngvari (f. 1935).
- 2009 - Helgi Hóseasson, íslenskur mótmælandi (f. 1919).
- 2019 – Robert Mugabe, fyrrum forseti Simbabve (f. 1924).
- 2021 – Jean-Paul Belmondo, franskur leikari (f. 1933).
- 2022 - Sydney Shoemaker, bandariskur heimspekingur (f. 1931).