30. apríl
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | |||
2025 Allir dagar |
30. apríl er 120. dagur ársins (121. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 245 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 711 - Sveitir Mára lentu við Gíbraltar og hófu innrás sína í Spán.
- 1250 - Loðvík 9. Frakkakonungur var leystur úr haldi Egypta gegn því að greiða lausnargjald, milljón dínara og borgina Damietta sem hann hafði áður hertekið.
- 1429 - Umsátrið um Orléans: Jóhanna af Örk kom til Orléans með varalið.
- 1632 - Þrjátíu ára stríðið: Svíar unnu sigur á her keisarans í orrustunni við Lech.
- 1789 - George Washington sór embættiseið og varð þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna.
- 1838 - Níkaragva sagði sig úr Ríkjasambandi Mið-Ameríku og lýsti yfir sjálfstæði.
- 1917 - Úrúgvæska knattspyrnufélagið Progreso var stofnað.
- 1930 - Helga Tómassyni var vikið úr starfi yfirlæknis á Kleppi í kjölfar Stóru bombu.
- 1939 - Franklin D. Roosevelt kom fram í sjónvarpi, fyrstur bandarískra forseta.
- 1945 - Sovétmenn náðu þinghúsinu í Berlín og flögguðu sovéska fánanum á þaki þess.
- 1945 - Bandaríkjamenn lögðu München undir sig.
- 1945 - Adolf Hitler, kanslari Þýskalands og eiginkona hans Eva Braun frömdu sjálfsmorð með því að taka blásýru í loftvarnabyrgi í Berlín.
- 1948 - Fyrsti Land Rover-jeppinn var sýndur á bílasýningu í Amsterdam.
- 1957 - Norrænu skíðalandskeppninni lauk. Þá höfðu 14% Íslendinga, eða um 23.000 manns, tekið þátt og gengið 4 km á skíðum. Á Ólafsfirði var þáttakan 67%.
- 1966 - Hótel Loftleiðir var opnað í Reykjavík aðeins 16 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust.
- 1975 - Víetnamstríðinu lauk með falli Saígon í hendur Norður-Víetnama.
- 1978 - Nur Muhammad Taraki lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Afganistan.
- 1980 - Beatrix Hollandsdrottning tók við krúnunni af móður sinni.
- 1982 - Bijon Setu-blóðbaðið: Sextán munkar og nunnur Ananda Marga voru myrt í Vestur-Bengal.
- 1988 - Céline Dion sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1988 fyrir Sviss með laginu „Ne partez pas sans moi“.
- 1988 - Heimssýningin World Expo 88 var opnuð í Brisbane í Ástralíu.
- 1991 - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tók við stjórnartaumunum. Davíð Oddsson varð forsætisráðherra.
- 1993 - Alþingi samþykkti fyrstu stjórnsýslulög á Íslandi þar sem kveðið var á um meginreglur opinberrar stjórnsýslu. Meðal þess sem var lögfest voru jafnræðisreglan og andmælaréttur við meðferð opinberra mála.
- 1993 - Tennisstjarnan Monica Seles var stungin í bakið af aðdáanda Steffi Graf í keppni í Hamborg.
- 1993 - Hópur fólks mótmælti fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Bettino Craxi, með því að henda í hann smápeningum þegar hann kom út af hóteli í Róm.
- 1993 - CERN lýsti því yfir að Veraldarvefurinn skyldi vera aðgengilegur öllum án endurgjalds.
- 1994 - Árbæjarlaug var opnuð.
- 1994 - Paul Harrington og Charlie McGettigan sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Írland með laginu „Rock 'N' Roll Kids“.
- 1995 - Bandaríkjastjórn hætti fjármögnun NSFNET. Þar með var Internetið orðið að fullu einkavætt.
- 1999 - Kambódía gekk í Samband Suðaustur-Asíuríkja.
- 1999 - Þriðja naglasprengja David Copeland sprakk á krá í Soho í London með þeim afleiðingum að ófrísk kona lést auk tveggja vina hennar og 70 særðust.
- 2000 - Faustina Kowalska var lýst dýrlingur í kaþólsku kirkjunni.
- 2004 - Umdeild breyting á útlendingalögunum var samþykkt á Alþingi.
- 2007 - Reykingabann á almannafæri og vinnustöðum tók gildi á Norður-Írlandi.
- 2009 - Sjö létust og fjöldi slasaðist þegar maður reyndi að aka bíl á miklum hraða á hollensku konungsfjölskylduna í nágrenni Apeldoorn.
- 2009 - Íslenska fjárfestingafélagið Fons var tekið til gjaldþrotaskipta.
- 2010 - Sjónvarpsþættirnir Steindinn okkar hófu göngu sína á Stöð 2.
- 2013 - Vilhjálmur Alexander varð konungur Hollands.
- 2015 - Könnunarfarið MESSENGER rakst á plánetuna Merkúr eftir að hafa verið á braut um hana frá 2011.
- 2015 - Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, lýsti því yfir að landið ætti að taka aftur upp dauðarefsingu og reisa fangabúðir fyrir ólöglega innflytjendur.
- 2017 - Geimflutningafyrirtækið SpaceX endurnýtti í fyrsta sinn eldflaug í geimskoti.
- 2019 – Akihito Japanskeisari sagði af sér sökum aldurs og sonur hans, krónprinsinn Naruhito, settist á keisarastól.
Fædd
- 1245 - Filippus 3. Frakkakonungur (d. 1285).
- 1310 - Kasimír 3. Póllandskonungur (d. 1368).
- 1662 - María 2. Englandsdrottning (d. 1694).
- 1777 - Carl Friedrich Gauss, þýskur stærðfræðingur (d. 1855).
- 1883 - Jaroslav Hašek, tékkneskur rithöfundur (d. 1923).
- 1893 - Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Þýskalands á tímum þriða ríkisins. (d. 1946).
- 1899 - Bart McGhee, bandarískur knattspyrnumaður (d. 1979).
- 1902 - Peregrino Anselmo, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1975).
- 1906 - Þorvaldur Skúlason, íslenskur myndlistarmaður (d. 1984).
- 1908 - Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands (d. 1970).
- 1909 - Júlíana Hollandsdrottning (d. 2004).
- 1913 - Yasuo Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1916 - Claude Shannon, bandarískur stærðfræðingur (d. 2001).
- 1926 - Jakob Björnsson, íslenskur orkumálastjóri (d. 2020).
- 1933 - Þorgeir Þorgeirsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður og þýðandi (d. 2003).
- 1946
- Karl 16. Gústaf Svíakonungur.
- Sven Nordqvist, sænskur barnabókahöfundur.
- 1949 - António Guterres, portúgalskur stjórnmálamaður og aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 1956 - Lars von Trier, danskur leikstjóri.
- 1959 - Stephen Harper, kanadískur stjórnmálamaður.
- 1961 - Isiah Thomas, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1961 - Arnór Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Lorenzo Staelens, belgískur knattspyrnumaður.
- 1967 - Philipp Kirkorov, búlgarskur söngvari.
- 1969 - Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi alþingiskona.
- 1972 - Hiroaki Morishima, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Naomi Novik, bandarískur rithöfundur.
- 1974 - Stefán I. Þórhallsson, íslenskur slagverksleikari.
- 1981 - Peter Nalitch, rússneskur söngvari.
- 1982 - Kirsten Dunst, bandarísk leikkona.
- 1986 - Dianna Agron, bandarísk leikkona.
- 1991 - Victor Pálsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 65 - Lucanus, rómverskt skáld (f. 39).
- 1341 - Jóhann 3. hertogi af Bretagne (f. 1286).
- 1632 - Sigmundur 3., konungur Pólsk-litháíska samveldisins og Svíþjóðar (f. 1566).
- 1632 - Tilly, þýskur herforingi í Þrjátíu ára stríðinu (f. 1559).
- 1883 - Édouard Manet, franskur myndlistarmaður (f. 1832).
- 1899 - Eiríkur Jónsson, íslenskur fræðimaður (f. 1822).
- 1945 - Adolf Hitler, einræðisherra í Þýskalandi (f. 1889).
- 1945 - Eva Braun, eiginkona Adolfs Hitlers (f. 1912).
- 1945 - Blondi, hundur Adolfs Hitler.
- 1978 - Haraldur Jónasson, íslenskur bóndi (f. 1895).
- 1989 - Sergio Leone, ítalskur leikstjóri (f. 1929).
- 1996 - Juan Hohberg, argentínskur/úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1926).
- 2013 - Helgi Sigurður Guðmundsson, íslenskur athafnamaður (f. 1948).
- 2017 - Jidéhem, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1935)