2. september
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
2. september er 245. dagur ársins (246. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 120 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 44 f.Kr. - Kleópatra lýsti son sinn Caesaríon meðstjórnanda sem Ptólemajos 15.
- 31 f.Kr. - Rómverska borgarastyrjöldin: Octavíanus sigraði her Antoniusar og Kleópötru í orrustunni við Actíum. Þar með var borgarastyrjöldinni í reynd lokið.
- 1354 - Ólafur Bjarnarson hirðstjóri og Guðmundur Snorrason tengdasonur hans drukknuðu á leið í pílagrímsferð, þegar skip þeirra fórst við strönd Þýskalands með allri áhöfn.
- 1457 - Skanderbeg, þjóðhetja Albana, vinnur sigur á 80.000 manna her Tyrkja her í orrustunni við Albulena.
- 1609 - Henry Hudson kom í New York-flóa.
- 1610 - Prússland tók upp gregoríska tímatalið.
- 1625 - Katla tók að gjósa með miklum eldgangi og varð mikið vatnsflóð og ísrek fram Mýrdalssand. Einnig var svo mikið öskufall að menn sáust ekki þótt þeir héldust í hendur, segir í Skarðsárannál. Gosið rénaði 14. september.
- 1642 - Langa þingið lét loka öllum leikhúsum í London og batt þar með endi á enska endurreisnarleikhúsið.
- 1649 - Ítalska borgin Castro var lögð í rúst af hersveitum Innósentíusar 10. páfa.
- 1666 - Lundúnabruninn mikli hófst.
- 1686 - Heilaga bandalagið hrakti her Tyrkjaveldis frá Buda sem varð upphafið á endalokum tyrkneskra yfirráða í Ungverjalandi.
- 1686 - Nýr kirkjuréttur var samþykktur í Svíþjóð þar sem meðal annars var kveðið á um að allir íbúar landsins skyldu skírðir til kristinnar trúar.
- 1752 - Tímatalsbreytingin gekk í gildi í Bretlandi og næsti dagur var 14. september.
- 1845 - Heklugos hófst og stóð fram á næsta vor. Öskufall til austsuðausturs. Voru þá 77 ár frá næsta gosi á undan, en 102 ár liðu til næsta goss á eftir.
- 1870 - Napóleon 3., Frakkakeisari, var tekinn til fanga af Prússum.
- 1876 - Kveikt var á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn og var það steinolíulugt á háum stólpa í Bakarabrekku (nú Bankastræti).
- 1885 - Fjöldamorðin í Rock Springs: Hópur hvítra innflytjenda myrti 28 kínverska námaverkamenn.
- 1932 - Fyrsti maðurinn var grafinn í Fossvogskirkjugarði.
- 1945 - Japanir skrifuðu formlega undir uppgjöf sína fyrir bandamönnum eftir heimsstyrjöldina síðari.
- 1958 - Breska herskipið Eastbourne tók níu varðskipsmenn af Þór og Maríu Júlíu um borð, en þeir höfðu áður tekið breskan togara. Var mönnunum haldið um borð í ellefu daga en síðan laumað í land í Keflavík í skjóli nætur.
- 1967 - Vígð var brú yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, 110 metra löng og næstlengsta hengibrú landsins. Með þessu opnuðust samgöngur úr Öræfasveit til annarra landshluta, þó mikið væri enn eftir óbrúað.
- 1967 - Örríkið Sealand lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1972 - Menntaskólinn við Hamrahlíð hóf kennslu samkvæmt áfangakerfi fyrstur framhaldsskóla á Íslandi.
- 1987 - Réttarhöld hófust yfir Mathias Rust sem lenti í óleyfi á Rauða torginu í Moskvu.
- 1990 - Transnistría lýsti yfir sjálfstæði frá Moldóvu.
- 1990 - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gekk í gildi.
- 1991 - Nagornó-Karabak-lýðveldið lýsti yfir sjálfstæði frá Aserbaísjan.
- 1991 - Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
- 1992 - 116 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Níkaragva.
- 1996 - Stjórnvöld á Filippseyjum sömdu um frið við skæruliðasamtökin Moro National Liberation Front.
- 1998 - Swissair flug 111 nauðlenti nálægt Peggys Cove í Nova Scotia í Kanada. Allir 229 farþegar sem voru um borð létu lífið.
- 2004 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1559 þar sem kveðið var á um brottför erlends herliðs frá Líbanon.
- 2008 - Fyrsta útgáfa vafrans Google Chrome kom út.
- 2018 - Eldur kom upp í Þjóðminjasafninu í Brasilíu með þeim afleiðingum að 90% af safneigninni eyðilögðust.
- 2019 - 34 fórust þegar köfunarbáturinn MV Conception brann og sökk undan strönd Kaliforníu.
- 2019 - Íranska baráttukonan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hafa verið handtekin fyrir að fara á knattspyrnuleik. Hún lést viku síðar.
Fædd
- 1811 - J. C. Jacobsen, danskur bruggmeistari og stofnandi Carlsberg-brugghússins (d. 1887).
- 1838 - Liliuokalani, Hawaiidrottning (d. 1917).
- 1839 - Henry George, bandarískur hagfræðingur (d. 1897).
- 1924 - Daniel arap Moi, forseti Kenýa (d. 2020).
- 1926 - Stanley Cavell, bandarískur heimspekingur (d. 2018).
- 1934 - Chuck McCann, bandarískur leikari og uppistandari (d. 2018).
- 1941 - Sigrún Þorsteinsdóttir, íslenskur forsetaframbjóðandi.
- 1948 - Christa McAuliffe, bandarískur geimfari (d. 1986).
- 1951 - Mark Harmon, bandarískur leikari.
- 1961 - Toshinobu Katsuya, japanskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Carlos Valderrama, kólumbískur knattspyrnumaður.
- 1962 - Keir Starmer, breskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Keanu Reeves, kanadískur leikari.
- 1966 - Salma Hayek, mexíkósk leikkona.
- 1974 - Oleg Pashinin, rússneskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Momodu Mutairu, nígerískur knattspyrnumaður.
- 1982 - Joey Barton, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1354 - Ólafur Bjarnarson, hirðstjóri á Íslandi.
- 1651 - Kösem Sultan, eiginkona Tyrkjasoldáns og ríkisstjóri Tyrkjaveldis (f. í kringum 1589).
- 1865 - William Rowan Hamilton, írskur stærðfræðingur (f. 1805).
- 1872 - Nikolai Frederik Severin Grundtvig, danskur rithöfundur (f. 1783).
- 1936 - Niels Neergaard, danskur sagnfræðingur og forsætisráðherra (f. 1854).
- 1957 - William A. Craigie, skoskur málfræðingur (f. 1867).
- 1969 - Ho Chi Minh, víetnamskur byltingarmaður og forsætisráðherra (f. 1890).
- 1973 - J. R. R. Tolkien, breskur prófessor og rithöfundur (f. 1892).
- 1991 - Alfonso García Robles, mexíkóskur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 1991 - Petrína K. Jakobsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1910).
- 1992 - Barbara McClintock, bandarískur frumuerfðafræðingur (f. 1902).
- 2013 - Ronald Coase, bandarískur hagfræðingur (f. 1910).
- 2016 - Guðrún Ó. Jónsdóttir, íslenskur arkitekt (f. 1935).
- 2016 - Islam Karimov, forseti Úsbekistans (f. 1938).
- 2019 - Atli Eðvaldsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1957).
- 2023 - Sigurður Líndal, íslenskur lagaprófessor (f. 1931)